Færeyingar mættir til olíukónganna í Texas Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2019 11:09 Sendinefnd Færeyinga í Texas, Barbara Biskopstø Hansen, Jana Ólavsdóttir og Óluva Eidesgaard, við kynningarbás Færeyja á olíuráðstefnunni. Mynd/Jarðfeingi. Færeysk stjórnvöld markaðssetja nú nýjasta olíuleitarútboð sitt á alþjóðavettvangi. Greint er frá því á heimasíðu Jarðfeingis, Orkustofnunar þeirra Færeyinga, að stofnunin hafi verið með sendinefnd jarðfræðinga í Texas í síðustu viku og haft kynningarbás á olíuráðstefnu í borginni San Antonio þar sem fulltrúar hennar fluttu fyrirlestra um verkefnið. Síðasta olíuleitarboð þeirra í fyrra reyndist misheppnað. Aðeins barst ein umsókn og var hún fljótlega dregin til baka. Færeyingar vilja núna ná athygli olíuforstjóra sem völd hafa til að taka ákvarðanir um dýrar olíuboranir á úthöfum. Þeir finnast óvíða fleiri en í olíuríkinu Texas. Þar eru höfuðstöðvar nokkurra stærstu olíufélaga Vesturlanda, þar á meðal ExxonMobil, Shell og ConocoPhillips.Olíuleit Færeyinga kynnt á árlegri ráðstefnu olíuiðnaðarins í San Antonio í Texas, AAPG-olíuráðstefnunni “Annual Convention and Exhibition”.Mynd/Jarðfeingi.Eftir mikla olíufundi á landgrunni Hjaltlands, rétt við lögsögumörk Færeyja, eru Færeyingar enn bjartsýnir um að olía finnist einnig í þeirra lögsögu, þrátt fyrir níu árangurslitlar boranir undanfarna tvo áratugi. Lögþing Færeyja samþykkti með 25 samhljóða atkvæðum í byrjun mánaðarins að hefja nýtt útboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2: Bensín og olía Færeyjar Tengdar fréttir Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Færeysk stjórnvöld markaðssetja nú nýjasta olíuleitarútboð sitt á alþjóðavettvangi. Greint er frá því á heimasíðu Jarðfeingis, Orkustofnunar þeirra Færeyinga, að stofnunin hafi verið með sendinefnd jarðfræðinga í Texas í síðustu viku og haft kynningarbás á olíuráðstefnu í borginni San Antonio þar sem fulltrúar hennar fluttu fyrirlestra um verkefnið. Síðasta olíuleitarboð þeirra í fyrra reyndist misheppnað. Aðeins barst ein umsókn og var hún fljótlega dregin til baka. Færeyingar vilja núna ná athygli olíuforstjóra sem völd hafa til að taka ákvarðanir um dýrar olíuboranir á úthöfum. Þeir finnast óvíða fleiri en í olíuríkinu Texas. Þar eru höfuðstöðvar nokkurra stærstu olíufélaga Vesturlanda, þar á meðal ExxonMobil, Shell og ConocoPhillips.Olíuleit Færeyinga kynnt á árlegri ráðstefnu olíuiðnaðarins í San Antonio í Texas, AAPG-olíuráðstefnunni “Annual Convention and Exhibition”.Mynd/Jarðfeingi.Eftir mikla olíufundi á landgrunni Hjaltlands, rétt við lögsögumörk Færeyja, eru Færeyingar enn bjartsýnir um að olía finnist einnig í þeirra lögsögu, þrátt fyrir níu árangurslitlar boranir undanfarna tvo áratugi. Lögþing Færeyja samþykkti með 25 samhljóða atkvæðum í byrjun mánaðarins að hefja nýtt útboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2:
Bensín og olía Færeyjar Tengdar fréttir Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15