Lögregla þurfi að upplýsa þolendur Ari Brynjólfsson skrifar 10. maí 2019 08:30 Frá ráðstefnunni í gær. Lögreglu verður skylt að upplýsa þolanda kynferðisbrots um framgang málsins meðan á rannsókn stendur og fær réttargæslumaður að spyrja ákærða spurninga fyrir dómi. Þetta er meðal tillagna stýrihóps um úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði, kynnti tillögurnar á ráðstefnu um réttarstöðu þolenda kynferðisofbeldis í Háskólanum í Reykjavík. „Að vita lítið eða ekkert um framgang lögreglurannsóknar getur valdið brotaþolum miklum kvíða og óöryggi, og jafnvel sett þá í hættu. Þetta getur verið langt angistarferli,“ sagði Hildur Fjóla, en hún hefur rannsakað málið með viðtölum við þolendur. Það sé ekki aðeins niðurstaða sakamáls sem skipti þolendur máli heldur hvernig staðið sé að málinu. Benti hún á að nú sé það ekki skylda af hálfu lögreglu að upplýsa þolanda um framgang málsins og getur það leitt til þess að þolandi veit ekkert hvar málið er statt fyrr en það er ýmist fellt niður eða dómur fellur. Nefndi hún einnig að þolendur hefðu viljað sitja í réttarsal þegar ákærði ber vitni. Í erindi sínu nefndi Hildur Fjóla að í Noregi hafi staða þolenda verið styrkt árið 2008. Er það nú grunnskilyrði að þolendur hafi eitthvað að segja um mál sem þeir eiga aðild að. Má brotaþoli nú bera vitni við byrjun réttarhalda og því sitja í gegnum þau öll. Einnig getur réttargæslumaður spurt spurninga fyrir hönd þolanda og fær þolandi einnig að ávarpa dóminn. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra fór yfir aðgerðir stjórnvalda á fundinum. Sagði hún það skýran vilja að taka á málum þolenda kynferðisafbrota af festu. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Lögreglu verður skylt að upplýsa þolanda kynferðisbrots um framgang málsins meðan á rannsókn stendur og fær réttargæslumaður að spyrja ákærða spurninga fyrir dómi. Þetta er meðal tillagna stýrihóps um úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði, kynnti tillögurnar á ráðstefnu um réttarstöðu þolenda kynferðisofbeldis í Háskólanum í Reykjavík. „Að vita lítið eða ekkert um framgang lögreglurannsóknar getur valdið brotaþolum miklum kvíða og óöryggi, og jafnvel sett þá í hættu. Þetta getur verið langt angistarferli,“ sagði Hildur Fjóla, en hún hefur rannsakað málið með viðtölum við þolendur. Það sé ekki aðeins niðurstaða sakamáls sem skipti þolendur máli heldur hvernig staðið sé að málinu. Benti hún á að nú sé það ekki skylda af hálfu lögreglu að upplýsa þolanda um framgang málsins og getur það leitt til þess að þolandi veit ekkert hvar málið er statt fyrr en það er ýmist fellt niður eða dómur fellur. Nefndi hún einnig að þolendur hefðu viljað sitja í réttarsal þegar ákærði ber vitni. Í erindi sínu nefndi Hildur Fjóla að í Noregi hafi staða þolenda verið styrkt árið 2008. Er það nú grunnskilyrði að þolendur hafi eitthvað að segja um mál sem þeir eiga aðild að. Má brotaþoli nú bera vitni við byrjun réttarhalda og því sitja í gegnum þau öll. Einnig getur réttargæslumaður spurt spurninga fyrir hönd þolanda og fær þolandi einnig að ávarpa dóminn. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra fór yfir aðgerðir stjórnvalda á fundinum. Sagði hún það skýran vilja að taka á málum þolenda kynferðisafbrota af festu.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira