Hagstofan spáir samdrætti í fyrsta sinn síðan 2010 Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. maí 2019 10:14 Útflutningshorfur hafa versnað eftir fall WOW air. Vísir/Vilhelm Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. Í nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar fyrir árin 2019 til 2024, sem birtist í morgun, er reiknað með 0,2 prósent samdrætti í ár en að hagkerfið vaxi um 2,6 prósent á næsta ári, sem skýrist af bata í útflutningi og fjárfestingu. Síðasta spá Hagstofunnar, sem birtist í febrúar, gerði ráð fyrir hagvexti í ár sem næmi 1,7 prósentum. Ljóst er að vaxtarviðsnúningurinn er töluverður en hagvöxtur síðasta árs var 4,6 prósent. Einkaneysla jókst um 4,8 prósent, samneysla um 3,3 prósent og fjármunamyndun jókst um 2,1 prósent. Útflutningur jókst um 1,6 prósent en innflutningur um 0,1 prósent. Útflutningshorfurnar hafa hins vegar versnað talsvert með gjaldþroti WOW air og staðfestingu á að enginn loðnukvóti verði fyrir fiskveiðiárið, að sögn Hagstofunnar. Spáð er 2,5 prósent samdrætti útflutnings í ár sem má að mestu rekja til samdráttar þjónustuútflutnings en einnig eru horfur á nokkrum samdrætti í útflutningi sjávarafurða. Ísland sé hins vegar ennþá vinsæll áfangastaður ferðamanna og reiknar Hagstofan því með hóflegum bata útflutnings á næstu árum, vöxturinn verði t.d. 2,5 prósent á næsta ári. Einkaneysla mun að sama skapi dragast saman um næstum helming í ár ef marka má hagspána. Gert er ráð fyrir að hann verði 2,4 prósent árið 2019. „Mögulegt er að fyrstu mánuðir ársins hafi einkennst af varúðarsparnaði vegna óvissu um niðurstöðu kjarasamninga, sem hefur nú að mestu verið eytt. Meiri raunhækkun launa ásamt fyrirhuguðum breytingum á hlutfalli tekjuskatts styðja við vöxt einkaneyslunnar seinna á spátímabilinu,“ segir í útskýringu Hafstofunnar.Atvinnuleysi og verðbólga eykst Stofnunin gerir að sama skapi ráð fyrir því að verðbólga aukist, þrátt fyrir að talið sé að nýundirritaðir kjarasamningar muni ekki hafa mikil áhrif á verðlag. Útlit er fyrir að verðbólga verði að meðaltali 3,4 prósent í ár og 3,2 prósent árið 2020 en eftir það er reiknað með að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Þá er spáð að spenna minnki á vinnumarkaði og atvinnuleysi aukist á þessu ári, þá helst vegna gjaldþrots WOW air og áhrifa þess á þjónustuútflutning. Hagstofan áætlar að hægja muni á innflutningi erlends vinnuafls næstu árin vegna minni efnahagsumsvifa. Atvinnuleysi var 3 prósent að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, en áætlað er að yfir 1.600 manns hafi orðið atvinnulausir í lok mars. Búist er við því að atvinnuleysi verði um 3,7 prósent að meðaltali í ár og 3,8 prósent árið 2020.Hagspána má nálgast í heild sinni hér. Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. Í nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar fyrir árin 2019 til 2024, sem birtist í morgun, er reiknað með 0,2 prósent samdrætti í ár en að hagkerfið vaxi um 2,6 prósent á næsta ári, sem skýrist af bata í útflutningi og fjárfestingu. Síðasta spá Hagstofunnar, sem birtist í febrúar, gerði ráð fyrir hagvexti í ár sem næmi 1,7 prósentum. Ljóst er að vaxtarviðsnúningurinn er töluverður en hagvöxtur síðasta árs var 4,6 prósent. Einkaneysla jókst um 4,8 prósent, samneysla um 3,3 prósent og fjármunamyndun jókst um 2,1 prósent. Útflutningur jókst um 1,6 prósent en innflutningur um 0,1 prósent. Útflutningshorfurnar hafa hins vegar versnað talsvert með gjaldþroti WOW air og staðfestingu á að enginn loðnukvóti verði fyrir fiskveiðiárið, að sögn Hagstofunnar. Spáð er 2,5 prósent samdrætti útflutnings í ár sem má að mestu rekja til samdráttar þjónustuútflutnings en einnig eru horfur á nokkrum samdrætti í útflutningi sjávarafurða. Ísland sé hins vegar ennþá vinsæll áfangastaður ferðamanna og reiknar Hagstofan því með hóflegum bata útflutnings á næstu árum, vöxturinn verði t.d. 2,5 prósent á næsta ári. Einkaneysla mun að sama skapi dragast saman um næstum helming í ár ef marka má hagspána. Gert er ráð fyrir að hann verði 2,4 prósent árið 2019. „Mögulegt er að fyrstu mánuðir ársins hafi einkennst af varúðarsparnaði vegna óvissu um niðurstöðu kjarasamninga, sem hefur nú að mestu verið eytt. Meiri raunhækkun launa ásamt fyrirhuguðum breytingum á hlutfalli tekjuskatts styðja við vöxt einkaneyslunnar seinna á spátímabilinu,“ segir í útskýringu Hafstofunnar.Atvinnuleysi og verðbólga eykst Stofnunin gerir að sama skapi ráð fyrir því að verðbólga aukist, þrátt fyrir að talið sé að nýundirritaðir kjarasamningar muni ekki hafa mikil áhrif á verðlag. Útlit er fyrir að verðbólga verði að meðaltali 3,4 prósent í ár og 3,2 prósent árið 2020 en eftir það er reiknað með að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Þá er spáð að spenna minnki á vinnumarkaði og atvinnuleysi aukist á þessu ári, þá helst vegna gjaldþrots WOW air og áhrifa þess á þjónustuútflutning. Hagstofan áætlar að hægja muni á innflutningi erlends vinnuafls næstu árin vegna minni efnahagsumsvifa. Atvinnuleysi var 3 prósent að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, en áætlað er að yfir 1.600 manns hafi orðið atvinnulausir í lok mars. Búist er við því að atvinnuleysi verði um 3,7 prósent að meðaltali í ár og 3,8 prósent árið 2020.Hagspána má nálgast í heild sinni hér.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira