Sunna: Hefði átt að láta strákana kýla mig fyrir bardagann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. maí 2019 12:00 Sunna mun líklega berjast aftur við Curran á þessu ári. Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir var gestur í tveggja ára afmælisþætti Búrsins á Stöð 2 Sport þar sem hún gerði upp bardagann gegn Kailin Curran á dögunum. Sunna var þá að taka þátt í móti hjá Invicta-bardagasambandsins þar sem átta bardagakonur börðust um strávigtarbelti sambandsins. Bardagi Sunnu og Curran var fyrsti bardagi kvöldsins og almennt talinn vera skemmtilegasti bardagi kvöldsins. Sunna var tvisvar sinnum kýld niður en náði að sama skapi að skella Curran tvisvar í gólfið. Dómarar voru ekki sammála um niðurstöðuna en á endanum vann Curran á klofnum dómaraúrskurði. Alls ekki allir sammála um þá niðurstöðu. Curran komst svo í úrslitabardagann en tapaði þar. Sunna fór ítarlega yfir bardagann í Búrinu en hún var eðlilega svekkt með niðurstöðuna og var heldur ekki alveg nógu ánægð með sína frammistöðu. „Ég var ekki alveg ég sjálf þarna í byrjun bardagans og eins ég þurfti þungt högg í mig til þess að kveikja á vélinni,“ segir Sunna sem komst í frábæra stöðu er þrjár mínútur voru eftir af lotunni. Náði þá bakinu á Curran en missti hana síðan upp aftur. „Það var ekki ætlunin að leyfa henni að komast aftur upp. Ég hef alveg misst smá svefn yfir þessu. Ég var með hana í draumastöðunni.“ Sunna var helst svekkt yfir því að hafa ekki byrjað bardagann af þeim krafti sem hún ætlaði sér. „Ég sagði við strákana að þeir hefðu eiginlega átt að kýla mig, gefa mér einn kaldan, áður en ég fór inn í búrið. Það hefði hjálpað mér og kveikt á mér,“ segir Sunna nokkuð létt en hún hafði þá Luka Jelcic og Hrólf Ólafsson sér til halds og trausts í þessu verkefni. Hún segir að ekki sé ólíklegt að hún berjist fullan bardaga við Curran næst hjá Invicta. Bardaginn hafi verið góður og ekki allir sammála um niðurstöðuna. Því verði að gera þetta upp í fullum bardaga. Báðir aðilar séu spenntir fyrir því. Sjá má Sunnu gera upp bardagann hér að neðan. Búrið var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gær en verður aftur á dagskránni í kvöld og á morgun.Klippa: Búrið: Sunna gerir upp bardagann gegn Curran MMA Tengdar fréttir Klofinn dómur þegar Sunna datt út í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir er úr leik í keppni um strávigtarbelti Invicta-bardagasambandsins í kvöld. 4. maí 2019 00:37 Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30 Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjá meira
Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir var gestur í tveggja ára afmælisþætti Búrsins á Stöð 2 Sport þar sem hún gerði upp bardagann gegn Kailin Curran á dögunum. Sunna var þá að taka þátt í móti hjá Invicta-bardagasambandsins þar sem átta bardagakonur börðust um strávigtarbelti sambandsins. Bardagi Sunnu og Curran var fyrsti bardagi kvöldsins og almennt talinn vera skemmtilegasti bardagi kvöldsins. Sunna var tvisvar sinnum kýld niður en náði að sama skapi að skella Curran tvisvar í gólfið. Dómarar voru ekki sammála um niðurstöðuna en á endanum vann Curran á klofnum dómaraúrskurði. Alls ekki allir sammála um þá niðurstöðu. Curran komst svo í úrslitabardagann en tapaði þar. Sunna fór ítarlega yfir bardagann í Búrinu en hún var eðlilega svekkt með niðurstöðuna og var heldur ekki alveg nógu ánægð með sína frammistöðu. „Ég var ekki alveg ég sjálf þarna í byrjun bardagans og eins ég þurfti þungt högg í mig til þess að kveikja á vélinni,“ segir Sunna sem komst í frábæra stöðu er þrjár mínútur voru eftir af lotunni. Náði þá bakinu á Curran en missti hana síðan upp aftur. „Það var ekki ætlunin að leyfa henni að komast aftur upp. Ég hef alveg misst smá svefn yfir þessu. Ég var með hana í draumastöðunni.“ Sunna var helst svekkt yfir því að hafa ekki byrjað bardagann af þeim krafti sem hún ætlaði sér. „Ég sagði við strákana að þeir hefðu eiginlega átt að kýla mig, gefa mér einn kaldan, áður en ég fór inn í búrið. Það hefði hjálpað mér og kveikt á mér,“ segir Sunna nokkuð létt en hún hafði þá Luka Jelcic og Hrólf Ólafsson sér til halds og trausts í þessu verkefni. Hún segir að ekki sé ólíklegt að hún berjist fullan bardaga við Curran næst hjá Invicta. Bardaginn hafi verið góður og ekki allir sammála um niðurstöðuna. Því verði að gera þetta upp í fullum bardaga. Báðir aðilar séu spenntir fyrir því. Sjá má Sunnu gera upp bardagann hér að neðan. Búrið var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gær en verður aftur á dagskránni í kvöld og á morgun.Klippa: Búrið: Sunna gerir upp bardagann gegn Curran
MMA Tengdar fréttir Klofinn dómur þegar Sunna datt út í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir er úr leik í keppni um strávigtarbelti Invicta-bardagasambandsins í kvöld. 4. maí 2019 00:37 Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30 Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjá meira
Klofinn dómur þegar Sunna datt út í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir er úr leik í keppni um strávigtarbelti Invicta-bardagasambandsins í kvöld. 4. maí 2019 00:37
Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30
Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00