Raunhæfara að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á tíu árum Sighvatur Jónsson skrifar 11. maí 2019 12:45 Forstjóri félagsins Festi sem á N1 telur líklegra að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. Fréttablaðið/Anton Brink Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. Borgarráð samþykkti nýlega viðmið fyrir viðræður við olíufélögin um að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming á næstu sex árum. Stöðvarnar eru um 50 talsins í borginni og fækkar um rúmlega 20 gangi hugmyndirnar eftir. Ætlunin er að nýta lóðir bensínstöðvanna undir íbúðir eða annars konar verslanir. Forstjóri Olís hefur sagt að honum þyki fækkunin nokkuð brött. Stjórnendur Skeljungs hafa sagt hugmyndirnar eðlilegt framhald af viðræðum við borgaryfirvöld. Félagið Festi á Krónuna, Elko og N1. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri félagsins, segir eðlilega þróun að fækka bensínstöðvum. „Spurning hvort sex ár sé nægilegur tími, ég er ekki viss um það. En ég held að þessi þróun muni eiga sér stað, engin spurning.“Færa dælur frá Ægissíðu á Fiskislóð Aðspurður um tímaramma segir hann raunhæfara að miða við að fækka bensínstöðvum um helming í Reykjavík á tíu árum. Eggert segir að N1 sé það olíufélag sem reki fæstar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta kemur auðvitað við alla en við höfum rætt við borgina að loka stöðvum og færa dælur. Á Ægissíðu höfum við óskað eftir því að fá að færa dælurnar á Fiskislóð þar sem við rekum Krónuna og hefja þá uppbyggingu á Ægissíðulóðinni, einhvers konar íbúðabyggð sem dæmi,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar. Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. Borgarráð samþykkti nýlega viðmið fyrir viðræður við olíufélögin um að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming á næstu sex árum. Stöðvarnar eru um 50 talsins í borginni og fækkar um rúmlega 20 gangi hugmyndirnar eftir. Ætlunin er að nýta lóðir bensínstöðvanna undir íbúðir eða annars konar verslanir. Forstjóri Olís hefur sagt að honum þyki fækkunin nokkuð brött. Stjórnendur Skeljungs hafa sagt hugmyndirnar eðlilegt framhald af viðræðum við borgaryfirvöld. Félagið Festi á Krónuna, Elko og N1. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri félagsins, segir eðlilega þróun að fækka bensínstöðvum. „Spurning hvort sex ár sé nægilegur tími, ég er ekki viss um það. En ég held að þessi þróun muni eiga sér stað, engin spurning.“Færa dælur frá Ægissíðu á Fiskislóð Aðspurður um tímaramma segir hann raunhæfara að miða við að fækka bensínstöðvum um helming í Reykjavík á tíu árum. Eggert segir að N1 sé það olíufélag sem reki fæstar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta kemur auðvitað við alla en við höfum rætt við borgina að loka stöðvum og færa dælur. Á Ægissíðu höfum við óskað eftir því að fá að færa dælurnar á Fiskislóð þar sem við rekum Krónuna og hefja þá uppbyggingu á Ægissíðulóðinni, einhvers konar íbúðabyggð sem dæmi,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar.
Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira