Fyrsti mygluleitarhundur landsins tekin til starfa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. maí 2019 19:30 Hans er sérþjálfaður mygluleitarhundur, sem Jóhanna Þorbjörg hefur séð um að þjálfa með góðum árangri. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sheffer hundurinn Hans, sem er þýskur fjárhundur, þykir ansi magnaður því hann hefur verið þjálfaður upp til að finna myglu í húsum. Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari og eiganda hundsins, kynnti Hans á vorfundi tæknimanna sveitarfélaga á Hótel Selfossi í gær og fékk góðar viðtökur fundarins, enda aldrei áður vitað um hund á Íslandi, sem er sérhæfður í því að leita af myglu í húsum. Jóhanna fór svo með Hans á skrifstofu Mannvits á Selfossi þar sem hún setti út gildrur fyrir hundinn með myglu og gaf honum skipun um að byrja að leita. Það tók Hans ekki langan tíma að leita af hlutnum með myglunni, þegar hann finnur lyktina af myglunni stendur hann alveg kyrr á staðnum og Jóhanna gefur honum merki um að leit sé lokið og þá fær hann að leika sér með bolta og önnur leikföng frá henni, sem verðlaun. „Ég er búin að vera í samstarfi við Mannvit verkfræðistofu í að verða tvö ár og Hans er búin að vera í þjálfun í rúmt ár að verða. Hann er mjög sannur, ef hann gerir mistök þá er það mér að kenna en hann klikkar eiginlega aldrei,“ segir Jóhanna. Mannvit og Jóhanna Þorbjörg eru í samstarfi um þjónustu við aðila sem þurfa aðstoð við að finna og losna við raka og myglu í húsnæði. Hér er Einar með þeim Jóhönnu og Hans.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað gerir Hans þegar hann er beðin um að leita að myglu?„Hann sýnir mér hvar myglan er, hann stendur kyrr og bendir og það gefur okkur vísbendingu um hvar við getum þá leitað af myglunni.“ Jóhanna segir að hundar hafi verið notaðir víða í Evrópu við að leita af myglu með góðri reynslu. Nú sé komið að Íslandi. Starfsmenn Mannvits eru mjög ánægður með að vera búnir að fá Jóhönnu og Hans til starfa við sig. „Hann mun gjörbylta að okkar mati aðferðum við að leita af leyndri myglu í húsum, það er eiginlega tilgangurinn með þessu,“ segir Einar Ragnarsson, sviðsstjóri hjá Mannviti. Árborg Dýr Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Sheffer hundurinn Hans, sem er þýskur fjárhundur, þykir ansi magnaður því hann hefur verið þjálfaður upp til að finna myglu í húsum. Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari og eiganda hundsins, kynnti Hans á vorfundi tæknimanna sveitarfélaga á Hótel Selfossi í gær og fékk góðar viðtökur fundarins, enda aldrei áður vitað um hund á Íslandi, sem er sérhæfður í því að leita af myglu í húsum. Jóhanna fór svo með Hans á skrifstofu Mannvits á Selfossi þar sem hún setti út gildrur fyrir hundinn með myglu og gaf honum skipun um að byrja að leita. Það tók Hans ekki langan tíma að leita af hlutnum með myglunni, þegar hann finnur lyktina af myglunni stendur hann alveg kyrr á staðnum og Jóhanna gefur honum merki um að leit sé lokið og þá fær hann að leika sér með bolta og önnur leikföng frá henni, sem verðlaun. „Ég er búin að vera í samstarfi við Mannvit verkfræðistofu í að verða tvö ár og Hans er búin að vera í þjálfun í rúmt ár að verða. Hann er mjög sannur, ef hann gerir mistök þá er það mér að kenna en hann klikkar eiginlega aldrei,“ segir Jóhanna. Mannvit og Jóhanna Þorbjörg eru í samstarfi um þjónustu við aðila sem þurfa aðstoð við að finna og losna við raka og myglu í húsnæði. Hér er Einar með þeim Jóhönnu og Hans.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað gerir Hans þegar hann er beðin um að leita að myglu?„Hann sýnir mér hvar myglan er, hann stendur kyrr og bendir og það gefur okkur vísbendingu um hvar við getum þá leitað af myglunni.“ Jóhanna segir að hundar hafi verið notaðir víða í Evrópu við að leita af myglu með góðri reynslu. Nú sé komið að Íslandi. Starfsmenn Mannvits eru mjög ánægður með að vera búnir að fá Jóhönnu og Hans til starfa við sig. „Hann mun gjörbylta að okkar mati aðferðum við að leita af leyndri myglu í húsum, það er eiginlega tilgangurinn með þessu,“ segir Einar Ragnarsson, sviðsstjóri hjá Mannviti.
Árborg Dýr Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira