Offita óléttra kvenna vaxandi vandamál Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. maí 2019 19:00 Fjöldi þungaðra kvenna sem greinast með meðgöngusykursýki hefur þrefaldast á fjórum árum. Á sama tíma hefur fjölgað mikið í hópi barnshafandi kvenna í mikilli offitu. Yfirljósmóðir á Landspítalanum hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir mikilvægt að grípa inn í áður en konur verði ófrískar. Sykursýki á meðgöngu hefur aukist gríðarlega á síðasta áratugnum. Í fyrra greindust voru 584 barnshafandi konur greindar með meðgöngusykursýki á Landspítalanum en þær voru 238 árið 2014. „Átján prósent kvenna sem fæða á landspítalanum er með greininguna um meðgöngusykursýki," segir Ingibjörg Th Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum. Árið 2012 var farið að greina sjúkdóminn með öðrum skilmerkjum en Ingibjörg segir að það skýri aukninguna aðeins að hluta. Tölur spítalans um greiningu á offitu á meðgöngu styðji aukninguna á greiningum á sykursýki þar sem konur í ofþyngd séu í mestri hættu á að fá sjúkdóminn. 396 konur sem fæddu á spítalanum í fyrra hafi verið greindar með offitu, það er með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 BMI. „Það sem við sjáum líka þar er að mikil offita er að aukast en þá er líkamsþyngdarstuðullinn um eða yfir 50 BMI. Við erum að tala um konur sem eru á bilinu 120 og alveg upp í 170 til 180 kíló,“ segir Ingibjörg en hún hefur miklar áhyggjur af ástandinu og segir að líta verði þróunina alvarlegum augum. Offita hjá barnshafandi konu geti leitt til þess að barnið verið of stórt fyrir móðurina sem leiði til áhættu í fæðingunni. Þá sé ákveðin forritun í gangi þegar kona gengur með barn. „Barnið fær ákveðin skilaboð í móðurkviði um það hvernig það eigi að lifa og svo ef kona er í mikilli ofþyngd má búast við að það sé ákveðinn lífsstíll hjá fjölskyldunni sem yfirfærist á barnið,“ segir Ingibjörg. Hún segir að konur í mikilli ofþyngd þurfi ráðgjöf, enda hefur verið sýnt fram á næringarskort hjá hópnum. „Ég held að við þurfum að grípa fyrr inn í, við þurfum að gera það áður en konurnar verða ófrískar.“ Þá vildi hún sjá markvissari eftirfylgni til kvenna í offitu eftir barnsburð, til dæmis frá ljósmæðrum og næringarráðgjöfum .„Ég held að það sé bara ákveðið ákall til okkar sem þjóðar að hugsa betur um ungu kynslóðina okkar og að konur fari í undirbúning fyrir þungun,“ segir Ingibjörg. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Fjöldi þungaðra kvenna sem greinast með meðgöngusykursýki hefur þrefaldast á fjórum árum. Á sama tíma hefur fjölgað mikið í hópi barnshafandi kvenna í mikilli offitu. Yfirljósmóðir á Landspítalanum hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir mikilvægt að grípa inn í áður en konur verði ófrískar. Sykursýki á meðgöngu hefur aukist gríðarlega á síðasta áratugnum. Í fyrra greindust voru 584 barnshafandi konur greindar með meðgöngusykursýki á Landspítalanum en þær voru 238 árið 2014. „Átján prósent kvenna sem fæða á landspítalanum er með greininguna um meðgöngusykursýki," segir Ingibjörg Th Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum. Árið 2012 var farið að greina sjúkdóminn með öðrum skilmerkjum en Ingibjörg segir að það skýri aukninguna aðeins að hluta. Tölur spítalans um greiningu á offitu á meðgöngu styðji aukninguna á greiningum á sykursýki þar sem konur í ofþyngd séu í mestri hættu á að fá sjúkdóminn. 396 konur sem fæddu á spítalanum í fyrra hafi verið greindar með offitu, það er með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 BMI. „Það sem við sjáum líka þar er að mikil offita er að aukast en þá er líkamsþyngdarstuðullinn um eða yfir 50 BMI. Við erum að tala um konur sem eru á bilinu 120 og alveg upp í 170 til 180 kíló,“ segir Ingibjörg en hún hefur miklar áhyggjur af ástandinu og segir að líta verði þróunina alvarlegum augum. Offita hjá barnshafandi konu geti leitt til þess að barnið verið of stórt fyrir móðurina sem leiði til áhættu í fæðingunni. Þá sé ákveðin forritun í gangi þegar kona gengur með barn. „Barnið fær ákveðin skilaboð í móðurkviði um það hvernig það eigi að lifa og svo ef kona er í mikilli ofþyngd má búast við að það sé ákveðinn lífsstíll hjá fjölskyldunni sem yfirfærist á barnið,“ segir Ingibjörg. Hún segir að konur í mikilli ofþyngd þurfi ráðgjöf, enda hefur verið sýnt fram á næringarskort hjá hópnum. „Ég held að við þurfum að grípa fyrr inn í, við þurfum að gera það áður en konurnar verða ófrískar.“ Þá vildi hún sjá markvissari eftirfylgni til kvenna í offitu eftir barnsburð, til dæmis frá ljósmæðrum og næringarráðgjöfum .„Ég held að það sé bara ákveðið ákall til okkar sem þjóðar að hugsa betur um ungu kynslóðina okkar og að konur fari í undirbúning fyrir þungun,“ segir Ingibjörg.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira