Offita óléttra kvenna vaxandi vandamál Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. maí 2019 19:00 Fjöldi þungaðra kvenna sem greinast með meðgöngusykursýki hefur þrefaldast á fjórum árum. Á sama tíma hefur fjölgað mikið í hópi barnshafandi kvenna í mikilli offitu. Yfirljósmóðir á Landspítalanum hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir mikilvægt að grípa inn í áður en konur verði ófrískar. Sykursýki á meðgöngu hefur aukist gríðarlega á síðasta áratugnum. Í fyrra greindust voru 584 barnshafandi konur greindar með meðgöngusykursýki á Landspítalanum en þær voru 238 árið 2014. „Átján prósent kvenna sem fæða á landspítalanum er með greininguna um meðgöngusykursýki," segir Ingibjörg Th Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum. Árið 2012 var farið að greina sjúkdóminn með öðrum skilmerkjum en Ingibjörg segir að það skýri aukninguna aðeins að hluta. Tölur spítalans um greiningu á offitu á meðgöngu styðji aukninguna á greiningum á sykursýki þar sem konur í ofþyngd séu í mestri hættu á að fá sjúkdóminn. 396 konur sem fæddu á spítalanum í fyrra hafi verið greindar með offitu, það er með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 BMI. „Það sem við sjáum líka þar er að mikil offita er að aukast en þá er líkamsþyngdarstuðullinn um eða yfir 50 BMI. Við erum að tala um konur sem eru á bilinu 120 og alveg upp í 170 til 180 kíló,“ segir Ingibjörg en hún hefur miklar áhyggjur af ástandinu og segir að líta verði þróunina alvarlegum augum. Offita hjá barnshafandi konu geti leitt til þess að barnið verið of stórt fyrir móðurina sem leiði til áhættu í fæðingunni. Þá sé ákveðin forritun í gangi þegar kona gengur með barn. „Barnið fær ákveðin skilaboð í móðurkviði um það hvernig það eigi að lifa og svo ef kona er í mikilli ofþyngd má búast við að það sé ákveðinn lífsstíll hjá fjölskyldunni sem yfirfærist á barnið,“ segir Ingibjörg. Hún segir að konur í mikilli ofþyngd þurfi ráðgjöf, enda hefur verið sýnt fram á næringarskort hjá hópnum. „Ég held að við þurfum að grípa fyrr inn í, við þurfum að gera það áður en konurnar verða ófrískar.“ Þá vildi hún sjá markvissari eftirfylgni til kvenna í offitu eftir barnsburð, til dæmis frá ljósmæðrum og næringarráðgjöfum .„Ég held að það sé bara ákveðið ákall til okkar sem þjóðar að hugsa betur um ungu kynslóðina okkar og að konur fari í undirbúning fyrir þungun,“ segir Ingibjörg. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Sjá meira
Fjöldi þungaðra kvenna sem greinast með meðgöngusykursýki hefur þrefaldast á fjórum árum. Á sama tíma hefur fjölgað mikið í hópi barnshafandi kvenna í mikilli offitu. Yfirljósmóðir á Landspítalanum hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir mikilvægt að grípa inn í áður en konur verði ófrískar. Sykursýki á meðgöngu hefur aukist gríðarlega á síðasta áratugnum. Í fyrra greindust voru 584 barnshafandi konur greindar með meðgöngusykursýki á Landspítalanum en þær voru 238 árið 2014. „Átján prósent kvenna sem fæða á landspítalanum er með greininguna um meðgöngusykursýki," segir Ingibjörg Th Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum. Árið 2012 var farið að greina sjúkdóminn með öðrum skilmerkjum en Ingibjörg segir að það skýri aukninguna aðeins að hluta. Tölur spítalans um greiningu á offitu á meðgöngu styðji aukninguna á greiningum á sykursýki þar sem konur í ofþyngd séu í mestri hættu á að fá sjúkdóminn. 396 konur sem fæddu á spítalanum í fyrra hafi verið greindar með offitu, það er með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 BMI. „Það sem við sjáum líka þar er að mikil offita er að aukast en þá er líkamsþyngdarstuðullinn um eða yfir 50 BMI. Við erum að tala um konur sem eru á bilinu 120 og alveg upp í 170 til 180 kíló,“ segir Ingibjörg en hún hefur miklar áhyggjur af ástandinu og segir að líta verði þróunina alvarlegum augum. Offita hjá barnshafandi konu geti leitt til þess að barnið verið of stórt fyrir móðurina sem leiði til áhættu í fæðingunni. Þá sé ákveðin forritun í gangi þegar kona gengur með barn. „Barnið fær ákveðin skilaboð í móðurkviði um það hvernig það eigi að lifa og svo ef kona er í mikilli ofþyngd má búast við að það sé ákveðinn lífsstíll hjá fjölskyldunni sem yfirfærist á barnið,“ segir Ingibjörg. Hún segir að konur í mikilli ofþyngd þurfi ráðgjöf, enda hefur verið sýnt fram á næringarskort hjá hópnum. „Ég held að við þurfum að grípa fyrr inn í, við þurfum að gera það áður en konurnar verða ófrískar.“ Þá vildi hún sjá markvissari eftirfylgni til kvenna í offitu eftir barnsburð, til dæmis frá ljósmæðrum og næringarráðgjöfum .„Ég held að það sé bara ákveðið ákall til okkar sem þjóðar að hugsa betur um ungu kynslóðina okkar og að konur fari í undirbúning fyrir þungun,“ segir Ingibjörg.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Sjá meira