Þakka hermönnunum sem fórust við að bjarga þeim úr helvíti Birgir Olgeirsson skrifar 11. maí 2019 21:21 Laurent Lassimouillas til vinstri og Patrick Picque til hægri en á milli þeirra stendur suður kóreski ferðamaðurinn sem hefur ekki verið nafngreindur. Vísir/EPA Franskir ferðamenn hafa þakkað hermönnunum sem létu lífið við að bjarga þeim úr helvíti. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að tveir úr sérsveit franska hersins hafi fallið í áhlaupi á húsakynni þar sem mannræningjar héldu frönskum ferðamönnum föngnum í Burkina Faso. Fjórum var bjargað en fjórir af mannræningjunum voru felldir. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum þessara hermanna auk hermannanna sjálfra,“ sagði Laurent Lassimouillas, einn af frönsku ferðamönnunum. Frönsku ferðamennirnir voru tveir talsins en með þeim í haldi voru ferðamenn frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu sem hafa ekki verið nafngreindir. Lassimouillas var numinn á brott 1. maí síðastliðinn ásamt Patrick Picque. Mennirnir tveir eru tónlistarkennarar sem höfðu farið í ferðalag til Pendjari þjóðgarðsins í norður Benin. Mennirnir, ásamt ferðamanninum frá Suður Kóreu, eru nú komnir aftur til Frakklands en forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tók á móti þeim á Villacoublay-flugvellinum skammt frá París í dag. Sérsveitarmennirnir tveir sem dóu hétu Cédric de Pierrepont og Alan Bertoncello. Macron hefur boðað opinbera athöfn þar sem þeirra verður minnst á þriðjudag. „Við viljum þakka frönskum yfirvöldum og einnig yfirvöldum í Burkina Faso fyrir að taka þátt í frelsun okkar. Við erum nú víðsfjarri því helvíti sem við þurftum að þola,“ sagði Lassimouillas. Hann minntist einnig bílstjóra þeirra og leiðsögumanns í Benin sem var myrtur af mannræningjunum. Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian, hvatti fólk til að fylgja fyrirmælum yfirvalda um hættulega staði sem ber að varast. „Svæði sem frönsku ríkisborgararnir voru á hefur verið skilgreint sem hættusvæði í þó nokkurn tíma. Það þýðir að það er svæði sem þú ferð ekki á. Þú ert að taka mikla áhættu með því að fara þangað.“ Áhlaupið átti sér stað að nóttu til norður af Burkina Faso þar sem mannræningjarnir höfðu gert hlé á för sinni til Malí. Þeir sem fóru fyrir herliðinu ákváðu að gera áhlaup á mannræningjanna því þeir voru nærri landamærum Malí og var talið að þeir ætluðu sér að afhenda skæruliðahópnum Katiba Macina ferðamennina. Vilja frönsk yfirvöld meina að ef ferðamennirnir hefðu komist í hendur skæruliðanna þá hefði verið ómögulegt að bjarga þeim. Hermennirnir hlupu 200 metra á opnu svæði og komust í um tíu metra fjarlægð frá húsaþyrpingunni þar sem ferðamönnunum var haldið áður en vörður koma auga á þá. Hermennirnir tveir sem létu lífið voru skotnir af mannræningjunum þegar þeir fóru inn í eitt af húsunum. Var ekki búist við því að finna ferðamennina tvo sem voru frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu því engar upplýsingar voru um að þeir væru í haldi. Frakkland Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Franskir ferðamenn hafa þakkað hermönnunum sem létu lífið við að bjarga þeim úr helvíti. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að tveir úr sérsveit franska hersins hafi fallið í áhlaupi á húsakynni þar sem mannræningjar héldu frönskum ferðamönnum föngnum í Burkina Faso. Fjórum var bjargað en fjórir af mannræningjunum voru felldir. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum þessara hermanna auk hermannanna sjálfra,“ sagði Laurent Lassimouillas, einn af frönsku ferðamönnunum. Frönsku ferðamennirnir voru tveir talsins en með þeim í haldi voru ferðamenn frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu sem hafa ekki verið nafngreindir. Lassimouillas var numinn á brott 1. maí síðastliðinn ásamt Patrick Picque. Mennirnir tveir eru tónlistarkennarar sem höfðu farið í ferðalag til Pendjari þjóðgarðsins í norður Benin. Mennirnir, ásamt ferðamanninum frá Suður Kóreu, eru nú komnir aftur til Frakklands en forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tók á móti þeim á Villacoublay-flugvellinum skammt frá París í dag. Sérsveitarmennirnir tveir sem dóu hétu Cédric de Pierrepont og Alan Bertoncello. Macron hefur boðað opinbera athöfn þar sem þeirra verður minnst á þriðjudag. „Við viljum þakka frönskum yfirvöldum og einnig yfirvöldum í Burkina Faso fyrir að taka þátt í frelsun okkar. Við erum nú víðsfjarri því helvíti sem við þurftum að þola,“ sagði Lassimouillas. Hann minntist einnig bílstjóra þeirra og leiðsögumanns í Benin sem var myrtur af mannræningjunum. Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian, hvatti fólk til að fylgja fyrirmælum yfirvalda um hættulega staði sem ber að varast. „Svæði sem frönsku ríkisborgararnir voru á hefur verið skilgreint sem hættusvæði í þó nokkurn tíma. Það þýðir að það er svæði sem þú ferð ekki á. Þú ert að taka mikla áhættu með því að fara þangað.“ Áhlaupið átti sér stað að nóttu til norður af Burkina Faso þar sem mannræningjarnir höfðu gert hlé á för sinni til Malí. Þeir sem fóru fyrir herliðinu ákváðu að gera áhlaup á mannræningjanna því þeir voru nærri landamærum Malí og var talið að þeir ætluðu sér að afhenda skæruliðahópnum Katiba Macina ferðamennina. Vilja frönsk yfirvöld meina að ef ferðamennirnir hefðu komist í hendur skæruliðanna þá hefði verið ómögulegt að bjarga þeim. Hermennirnir hlupu 200 metra á opnu svæði og komust í um tíu metra fjarlægð frá húsaþyrpingunni þar sem ferðamönnunum var haldið áður en vörður koma auga á þá. Hermennirnir tveir sem létu lífið voru skotnir af mannræningjunum þegar þeir fóru inn í eitt af húsunum. Var ekki búist við því að finna ferðamennina tvo sem voru frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu því engar upplýsingar voru um að þeir væru í haldi.
Frakkland Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira