Jessica Andrade skellti Rose Namajunas á hausinn og tryggði sér titilinn Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. maí 2019 06:08 Andrade skellir Namajunas á hausinn. Vísir/Getty UFC 237 fór fram í nótt þar sem þær Rose Namajunas og Jessica Andrade mættust í aðalbardaga kvöldsins. Endirinn var óvæntur en Andrade er nýr strávigtarmeistari UFC. 115 punda strávigtartitill UFC var í húfi í aðalbardaga kvöldsins á UFC 237 í nótt. Meistarinn Rose Namajunas ferðaðist alla leið til Brasilíu til að mæta áskorandanum Jessicu Andrade. Namajunas byrjaði bardagann ákaflega vel og var ekki lengi að blóðga Andrade með hárbeittum höggum. Hin brasilíska Andade elti Namajunas með villtum höggum en Namajunas var mjög hreyfanleg og kom sér undan villtri pressu áskorandans. Fyrsta lota var mjög skemmtileg og önnur lotan lítið síðri. Andrade nálgaðist Namajunas þegar leið á bardagann og tókst að hægja á Namajunas með lágspörkum. Í 2. lotu náði Andrade góðu taki á Namajunas upp við búrið, lyfti henni hátt í loftið og skellti henni í gólfið með þeim afleiðingum að Namajunas rotaðist! Ótrúlegur endir á skemmtilegum bardaga. Jessica Andrade er því nýr strávigtarmeistari kvenna en framhald Namajunas er óljóst. Namajunas talaði um það eftir bardagann að þetta gæti hafa verið síðasti bardagi hennar á ferlinum en vildi ekki taka neinar stórar ákvarðanir á þessari stundu. Namajunas segir að áhugi hennar á MMA fari dvínandi og að hún sé þreytt á pressunni. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Anderson Silva og Jared Cannonier. Í lok 1. lotu meiddist Silva á hnénu eftir spark frá Cannonier og var sárþjáður. Silva gekk sjálfur úr búrinu og er óvíst hvers konar meiðsli var um að ræða en Silva var þó ekki fluttur upp á spítala eftir bardagann. Alexander Volkanovski tryggði sér sennilega titilbardaga með sigri á Jose Aldo. Bardaginn var taktískur og vann Volkanovski eftir dómaraákvörðun. Jose Aldo virtist aldrei detta í gang og vann Volkanovski allar loturnar þó hvorugur hafi gert mikinn skaða í bardaganum. Volkanovski hefur unnið alla sína sjö bardaga í UFC og mætir líklegast fjaðurvigtarmeistaranum Max Holloway næst. Bardagakvöldið var ágætis skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Nær Rose að verja titilinn í fjandsamlegu andrúmslofti? UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. 11. maí 2019 12:00 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sjá meira
UFC 237 fór fram í nótt þar sem þær Rose Namajunas og Jessica Andrade mættust í aðalbardaga kvöldsins. Endirinn var óvæntur en Andrade er nýr strávigtarmeistari UFC. 115 punda strávigtartitill UFC var í húfi í aðalbardaga kvöldsins á UFC 237 í nótt. Meistarinn Rose Namajunas ferðaðist alla leið til Brasilíu til að mæta áskorandanum Jessicu Andrade. Namajunas byrjaði bardagann ákaflega vel og var ekki lengi að blóðga Andrade með hárbeittum höggum. Hin brasilíska Andade elti Namajunas með villtum höggum en Namajunas var mjög hreyfanleg og kom sér undan villtri pressu áskorandans. Fyrsta lota var mjög skemmtileg og önnur lotan lítið síðri. Andrade nálgaðist Namajunas þegar leið á bardagann og tókst að hægja á Namajunas með lágspörkum. Í 2. lotu náði Andrade góðu taki á Namajunas upp við búrið, lyfti henni hátt í loftið og skellti henni í gólfið með þeim afleiðingum að Namajunas rotaðist! Ótrúlegur endir á skemmtilegum bardaga. Jessica Andrade er því nýr strávigtarmeistari kvenna en framhald Namajunas er óljóst. Namajunas talaði um það eftir bardagann að þetta gæti hafa verið síðasti bardagi hennar á ferlinum en vildi ekki taka neinar stórar ákvarðanir á þessari stundu. Namajunas segir að áhugi hennar á MMA fari dvínandi og að hún sé þreytt á pressunni. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Anderson Silva og Jared Cannonier. Í lok 1. lotu meiddist Silva á hnénu eftir spark frá Cannonier og var sárþjáður. Silva gekk sjálfur úr búrinu og er óvíst hvers konar meiðsli var um að ræða en Silva var þó ekki fluttur upp á spítala eftir bardagann. Alexander Volkanovski tryggði sér sennilega titilbardaga með sigri á Jose Aldo. Bardaginn var taktískur og vann Volkanovski eftir dómaraákvörðun. Jose Aldo virtist aldrei detta í gang og vann Volkanovski allar loturnar þó hvorugur hafi gert mikinn skaða í bardaganum. Volkanovski hefur unnið alla sína sjö bardaga í UFC og mætir líklegast fjaðurvigtarmeistaranum Max Holloway næst. Bardagakvöldið var ágætis skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Nær Rose að verja titilinn í fjandsamlegu andrúmslofti? UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. 11. maí 2019 12:00 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sjá meira
Nær Rose að verja titilinn í fjandsamlegu andrúmslofti? UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. 11. maí 2019 12:00