Macron og Ardern taka höndum saman í baráttunni gegn öfgamönnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2019 08:28 Með frumkvæðinu vilja Ardern og Macron að þjóðarleiðtogar komi á lögum sem banna myndskeið líkt og Christchurch. Þá vilja þau setja hefðbundnum fjölmiðlum ákveðnar viðmiðunarreglur um umfjöllun þeirra. Þau vilja að fjölmiðlar geti áfram fjallað um hryðjuverk og greint frá atburðum en án þess þó að "magna þá upp“. Vísir/getty Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggjast taka höndum saman í baráttunni gegn útbreiðslu myndefnis sem sýnir ofbeldi og ógnanir á netinu í tengslum við hryðjuverk og öfgar. Ardern fer á fund Macrons í París í vikunni. Hugmyndin er að fá þjóðarleiðtoga til að undirrita plaggið „Christchurch ákallið“ en Ardern hefur hefur útfært sóknaráætlun gegn útbreiðslu ofbeldisfulls myndefnis á netinu. Útspilið kemur í skugga mannskæðustu hryðjuverkaárásar í sögu Nýja-Sjálands sem átti sér stað um miðjan mars. Árásarmaðurinn, hægri öfgamaður á þrítugsaldri, birti myndskeið af hryðjuverkunum í beinni útsendingu á Facebook.Ritstjórnarkerfið náði ekki að greina Christchurch-myndbandið Árásarmaðurinn kom fyrir myndavél á höfðinu á meðan hann réðst til atlögu í tveimur moskum í Christchurch og skaut 50 manns til bana og særði tugi til viðbótar. Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir hversu lengi myndbandið var á Facebook og þegar það var fjarlægt hafði því verið dreift víða um internetið. Ritstjórnarkerfi Facebbok eyddi minnst einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á einum sólarhring. Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook náði upphaflega ekki greina hryðjuverkaárásina sem var streymt í beinni útsendingu vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. Myndband sem þetta hafði aldrei birst áður á Facebook og því gat kerfið sem er ætlað að finna myndbönd sem innihalda ofbeldi og eyða þeim ekki skilgreint Christchurch myndbandið. Vilja leiðbeina hefðbundnum fjölmiðlum Með frumkvæðinu vilja Ardern og Macron að þjóðarleiðtogar komi á lögum sem banna myndskeið líkt og Christchurch. Þá vilja þau setja hefðbundnum fjölmiðlum ákveðnar viðmiðunarreglur um umfjöllun þeirra. Þau vilja að fjölmiðlar geti áfram fjallað um hryðjuverk og greint frá atburðum en án þess þó að „magna þá upp“. Ardern og Macron hafa blásið til leiðtogafundar í vikunni en forstjórum tæknirisanna eins og Google, Facebook, Microsoft og Twitter er einnig boðið. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur þó tilkynnt að hann komist ekki á fundinn. Ardern hefur sagt að það sé mikilvægt að internetið verði áfram „frjálst opið og aðgengilegt“ og að „Christchurch ákallið“ þrengi ekki að þeim réttindum heldur leitist við að fylgjast betur með dreifingu ofbeldisfulls myndefnis öfgahópa á netinu. Facebook Frakkland Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26 Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu Er farið að notast við svo kallað beint streymi til að sýna ofbeldið í rauntíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hvers kyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. 3. apríl 2019 13:32 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggjast taka höndum saman í baráttunni gegn útbreiðslu myndefnis sem sýnir ofbeldi og ógnanir á netinu í tengslum við hryðjuverk og öfgar. Ardern fer á fund Macrons í París í vikunni. Hugmyndin er að fá þjóðarleiðtoga til að undirrita plaggið „Christchurch ákallið“ en Ardern hefur hefur útfært sóknaráætlun gegn útbreiðslu ofbeldisfulls myndefnis á netinu. Útspilið kemur í skugga mannskæðustu hryðjuverkaárásar í sögu Nýja-Sjálands sem átti sér stað um miðjan mars. Árásarmaðurinn, hægri öfgamaður á þrítugsaldri, birti myndskeið af hryðjuverkunum í beinni útsendingu á Facebook.Ritstjórnarkerfið náði ekki að greina Christchurch-myndbandið Árásarmaðurinn kom fyrir myndavél á höfðinu á meðan hann réðst til atlögu í tveimur moskum í Christchurch og skaut 50 manns til bana og særði tugi til viðbótar. Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir hversu lengi myndbandið var á Facebook og þegar það var fjarlægt hafði því verið dreift víða um internetið. Ritstjórnarkerfi Facebbok eyddi minnst einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á einum sólarhring. Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook náði upphaflega ekki greina hryðjuverkaárásina sem var streymt í beinni útsendingu vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. Myndband sem þetta hafði aldrei birst áður á Facebook og því gat kerfið sem er ætlað að finna myndbönd sem innihalda ofbeldi og eyða þeim ekki skilgreint Christchurch myndbandið. Vilja leiðbeina hefðbundnum fjölmiðlum Með frumkvæðinu vilja Ardern og Macron að þjóðarleiðtogar komi á lögum sem banna myndskeið líkt og Christchurch. Þá vilja þau setja hefðbundnum fjölmiðlum ákveðnar viðmiðunarreglur um umfjöllun þeirra. Þau vilja að fjölmiðlar geti áfram fjallað um hryðjuverk og greint frá atburðum en án þess þó að „magna þá upp“. Ardern og Macron hafa blásið til leiðtogafundar í vikunni en forstjórum tæknirisanna eins og Google, Facebook, Microsoft og Twitter er einnig boðið. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur þó tilkynnt að hann komist ekki á fundinn. Ardern hefur sagt að það sé mikilvægt að internetið verði áfram „frjálst opið og aðgengilegt“ og að „Christchurch ákallið“ þrengi ekki að þeim réttindum heldur leitist við að fylgjast betur með dreifingu ofbeldisfulls myndefnis öfgahópa á netinu.
Facebook Frakkland Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26 Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu Er farið að notast við svo kallað beint streymi til að sýna ofbeldið í rauntíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hvers kyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. 3. apríl 2019 13:32 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26
Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu Er farið að notast við svo kallað beint streymi til að sýna ofbeldið í rauntíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hvers kyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. 3. apríl 2019 13:32
Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19
Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01
Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00