Sara Björk segist vera stolt af tímabilinu þar sem mikið gekk á bak við tjöldin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2019 19:30 Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar titlinum með hinni sænsku Nillu Fischer. Getty/ Thomas Eisenhuth Sara Björk Gunnarsdóttir, Íþróttamaður ársins 2018, varð á dögunum tvöfaldur meistari með þýska liðinu VfL Wolfsburg en þetta er þriðja árið í röð sem hún er bæði þýskur meistari og þýskur bikarmeistari. Sara Björk hefur nú unnið sjö meistaratitla í Svíþjóð og í Þýskalandi (og tólf titla samtals) síðan að hún fór út í atvinnumennsku fyrir rúmum átta árum síðan. Sara varð fjórum sinnum sænskur meistari með LdB FC Malmö (seinna Rosengård). Sara Björk fagnar þessu frábæra tímabili inn á fésbókarsíðu sinni í dag en vill að stuðningsfólk sitt og aðdáendur átti sig á því að árangur kemur ekki að sjálfum sér. Það hefur nefnilega greinilega mikið verið í gangi á bak við tjöldin á þessu tímabili. Sara Björk skrifar færslu sína á ensku en hana má sjá hér fyrir neðan. „Oft sér fólk bara titlana og sigurstundirnar í lok tímabils,“ skrifaði Sara Björk og hélt svo áfram: „Það sem fólk sér ekki er öll vinnan og tileinkunin. Fólk sér ekki það sem lagt er á sig aukalega utan vallar. Fólk sér ekki vonbrigðin og áföllin sem þurfti að yfirvinna. Fólk sér ekki andlegu pressuna eða kvíðann sem maður þarf að takast á við. Fólk sér ekki agann eða fórnir manns eða það að þurfa að glíma við miklar væntingar í hverjum leik,“ skrifaði Sara. „Þetta er allt sem gerist á bak við tjöldin. Þetta er það sem gerir okkur að leikmönnum og það er þarna sem ég mæli árangur. Annað ár að baki með mikla vinnu á bak við tjöldin og tvo titla. Ég er stolt,“ skrifaði íslenski landsliðsfyrirliðinn í uppgjöri sínu á eftirminnilegu tímabili. Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, Íþróttamaður ársins 2018, varð á dögunum tvöfaldur meistari með þýska liðinu VfL Wolfsburg en þetta er þriðja árið í röð sem hún er bæði þýskur meistari og þýskur bikarmeistari. Sara Björk hefur nú unnið sjö meistaratitla í Svíþjóð og í Þýskalandi (og tólf titla samtals) síðan að hún fór út í atvinnumennsku fyrir rúmum átta árum síðan. Sara varð fjórum sinnum sænskur meistari með LdB FC Malmö (seinna Rosengård). Sara Björk fagnar þessu frábæra tímabili inn á fésbókarsíðu sinni í dag en vill að stuðningsfólk sitt og aðdáendur átti sig á því að árangur kemur ekki að sjálfum sér. Það hefur nefnilega greinilega mikið verið í gangi á bak við tjöldin á þessu tímabili. Sara Björk skrifar færslu sína á ensku en hana má sjá hér fyrir neðan. „Oft sér fólk bara titlana og sigurstundirnar í lok tímabils,“ skrifaði Sara Björk og hélt svo áfram: „Það sem fólk sér ekki er öll vinnan og tileinkunin. Fólk sér ekki það sem lagt er á sig aukalega utan vallar. Fólk sér ekki vonbrigðin og áföllin sem þurfti að yfirvinna. Fólk sér ekki andlegu pressuna eða kvíðann sem maður þarf að takast á við. Fólk sér ekki agann eða fórnir manns eða það að þurfa að glíma við miklar væntingar í hverjum leik,“ skrifaði Sara. „Þetta er allt sem gerist á bak við tjöldin. Þetta er það sem gerir okkur að leikmönnum og það er þarna sem ég mæli árangur. Annað ár að baki með mikla vinnu á bak við tjöldin og tvo titla. Ég er stolt,“ skrifaði íslenski landsliðsfyrirliðinn í uppgjöri sínu á eftirminnilegu tímabili.
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira