Heilbrigðisráðherra fagnar en fyrrverandi þingmaður segir húrrahrópin dynja í eyrum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2019 21:10 40 þingmenn samþykktu frumvarpið en 18 voru gegn. vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að mjög langþráð skref hafi verið stigið í kvenréttindabaráttunni á Íslandi með samþykkt frumvarps hennar um þungunarrof á Alþingi í kvöld. Rætt var við Svandísi í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2, rétt eftir að frumvarpið var samþykkt. „Nú erum við að staðfesta í lögum sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs. Það er stórt skref og það er gríðarlega mikilvægt skref, það eru margar konur í marga áratugi sem hafa lagt lóð sitt á vogarskálarnar til að berjast fyrir þessu skrefi og við fögnum allar í dag og allir þeir karlar líka sem standa með okkur í þeirri baráttu,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort að fleiri hafi samþykkt frumvarpið en hún bjóst við svaraði Svandís því játandi. „Jú, það var þannig í raun og veru þegar öllu var á botninn hvolft en þetta er mál sem gengur auðvitað að hluta til þvert á stjórn og stjórnarandstöðu. Það var mikill stuðningur við þetta mál í stjórnarandstöðunni þannig að 40 atkvæði segja sína sögu og það eru 40 manns inn í þingsalnum sem eru tilbúin fyrir 21. öldina fyrir konur,“ sagði Svandís en 18 þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og þrír sátu hjá. Tveir voru fjarverandi. Bjarni eini ráðherrann sem sagði nei Kvenréttindafélag Íslands fagnaði einnig samþykkt frumvarpsins í ályktun sem félagið sendi frá sér á áttunda tímanum í kvöld. Þakkaði félagið þeim konum sem hafa háð baráttuna fyrir þungunarrofi síðustu áratugi og minntist þeirra kvenna sem í aldanna rás hafa liðið fyrir að hafa ekki yfirráð yfir eigin líkama. Málið hefur verið afar umdeilt og hart tekist á um það á Alþingi í aðdraganda afgreiðslu þess nú í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til málsins þar sem átta þingmenn hans, þar á meðal Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu og tveir sátu hjá. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra, var fjarverandi vegna ráðherrastarfa á Grænlandi en sagði í færslu á Facebook-síðu sinni að hún hefði stutt frumvarpið í anda í dag. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig fjarverandi.Konur fjölmenntu á þingpallana og féllust í faðma, klöppuðu og fögnðu þegar það lá fyrir að frumvarpið var samþykkt. Skrílslæti segir fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.vísir/vilhelm„Skrílslæti og húrrahróp“ á pöllunum Stuðningsmenn frumvarpsins fjölmenntu á þingpallana og brutust út fagnaðarlæti þeirra á meðal þegar það lá fyrir að frumvarpið var samþykkt. Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, minnti viðstadda á að það ætti að vera algjör þögn á pöllum og gestir yrðu að virða starfssvið Alþingis. Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að húrrahrópin á þingpöllunum í kvöld dynji í eyrum. Hún sendi Alþingi umsögn vegna frumvarpsins þar sem hún lagðist alfarið gegn því að þungunarrof yrði heimilað til loka 22. viku, eins og nú hefur verið samþykkt. Í færslu sinni segir Ólína að atkvæðagreiðslunni hafi lokið með skrílslátum og húrrahrópum á pöllunum eins og á vel heppnuðum fótboltaleik en ekki atkvæðagreiðslu sem varðaði líf og dauða ófæddra barna: „Nú er heimilt að eyða 22ja fóstri í móðurkviði án þess að fyrir því liggi neinar skilgreindar ástæður aðrar en „vilji“ móður. Og húrrahrópin dynja í eyrum. Margar vondar ræður voru fluttar af þessu tilefni og margur frasinn var látinn fjúka um „stærsta kvenfrelsismál sögunnar“ og mikilvægi málsins fyrir „sjálfsákvörðunarrétt kvenna“. Hvorugt er þó raunveruleg ástæða þess að málið kom í þessum búningi inn í þingið, því raunverulega ástæðan fyrir 22 vikum í stað 18 vikna (sem voru upphaflega lagðar til) lúta að fósturskimun vegna hugsanlegra fósturgalla. En það stenst ekki mannréttindasáttmálann að hafa sérstakar reglur um að eyða fóstrum vegna fötlunar - og þá var um að gera að búa málið í búning kvenfrelsis og sjálfsákvörðunar. Sú sjónhverfing virkaði. Húrrahrópin gullu við,“ segir Ólína en færslu hennar má sjá í heild hér fyrir neðan. Alþingi Þungunarrof Tengdar fréttir Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08 Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði. 13. maí 2019 18:45 Bein útsending: Atkvæðagreiðsla um þungunarrof Alþingi greiðir atkvæði um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof. 13. maí 2019 16:45 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að mjög langþráð skref hafi verið stigið í kvenréttindabaráttunni á Íslandi með samþykkt frumvarps hennar um þungunarrof á Alþingi í kvöld. Rætt var við Svandísi í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2, rétt eftir að frumvarpið var samþykkt. „Nú erum við að staðfesta í lögum sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs. Það er stórt skref og það er gríðarlega mikilvægt skref, það eru margar konur í marga áratugi sem hafa lagt lóð sitt á vogarskálarnar til að berjast fyrir þessu skrefi og við fögnum allar í dag og allir þeir karlar líka sem standa með okkur í þeirri baráttu,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort að fleiri hafi samþykkt frumvarpið en hún bjóst við svaraði Svandís því játandi. „Jú, það var þannig í raun og veru þegar öllu var á botninn hvolft en þetta er mál sem gengur auðvitað að hluta til þvert á stjórn og stjórnarandstöðu. Það var mikill stuðningur við þetta mál í stjórnarandstöðunni þannig að 40 atkvæði segja sína sögu og það eru 40 manns inn í þingsalnum sem eru tilbúin fyrir 21. öldina fyrir konur,“ sagði Svandís en 18 þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og þrír sátu hjá. Tveir voru fjarverandi. Bjarni eini ráðherrann sem sagði nei Kvenréttindafélag Íslands fagnaði einnig samþykkt frumvarpsins í ályktun sem félagið sendi frá sér á áttunda tímanum í kvöld. Þakkaði félagið þeim konum sem hafa háð baráttuna fyrir þungunarrofi síðustu áratugi og minntist þeirra kvenna sem í aldanna rás hafa liðið fyrir að hafa ekki yfirráð yfir eigin líkama. Málið hefur verið afar umdeilt og hart tekist á um það á Alþingi í aðdraganda afgreiðslu þess nú í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til málsins þar sem átta þingmenn hans, þar á meðal Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu og tveir sátu hjá. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra, var fjarverandi vegna ráðherrastarfa á Grænlandi en sagði í færslu á Facebook-síðu sinni að hún hefði stutt frumvarpið í anda í dag. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig fjarverandi.Konur fjölmenntu á þingpallana og féllust í faðma, klöppuðu og fögnðu þegar það lá fyrir að frumvarpið var samþykkt. Skrílslæti segir fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.vísir/vilhelm„Skrílslæti og húrrahróp“ á pöllunum Stuðningsmenn frumvarpsins fjölmenntu á þingpallana og brutust út fagnaðarlæti þeirra á meðal þegar það lá fyrir að frumvarpið var samþykkt. Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, minnti viðstadda á að það ætti að vera algjör þögn á pöllum og gestir yrðu að virða starfssvið Alþingis. Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að húrrahrópin á þingpöllunum í kvöld dynji í eyrum. Hún sendi Alþingi umsögn vegna frumvarpsins þar sem hún lagðist alfarið gegn því að þungunarrof yrði heimilað til loka 22. viku, eins og nú hefur verið samþykkt. Í færslu sinni segir Ólína að atkvæðagreiðslunni hafi lokið með skrílslátum og húrrahrópum á pöllunum eins og á vel heppnuðum fótboltaleik en ekki atkvæðagreiðslu sem varðaði líf og dauða ófæddra barna: „Nú er heimilt að eyða 22ja fóstri í móðurkviði án þess að fyrir því liggi neinar skilgreindar ástæður aðrar en „vilji“ móður. Og húrrahrópin dynja í eyrum. Margar vondar ræður voru fluttar af þessu tilefni og margur frasinn var látinn fjúka um „stærsta kvenfrelsismál sögunnar“ og mikilvægi málsins fyrir „sjálfsákvörðunarrétt kvenna“. Hvorugt er þó raunveruleg ástæða þess að málið kom í þessum búningi inn í þingið, því raunverulega ástæðan fyrir 22 vikum í stað 18 vikna (sem voru upphaflega lagðar til) lúta að fósturskimun vegna hugsanlegra fósturgalla. En það stenst ekki mannréttindasáttmálann að hafa sérstakar reglur um að eyða fóstrum vegna fötlunar - og þá var um að gera að búa málið í búning kvenfrelsis og sjálfsákvörðunar. Sú sjónhverfing virkaði. Húrrahrópin gullu við,“ segir Ólína en færslu hennar má sjá í heild hér fyrir neðan.
Alþingi Þungunarrof Tengdar fréttir Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08 Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði. 13. maí 2019 18:45 Bein útsending: Atkvæðagreiðsla um þungunarrof Alþingi greiðir atkvæði um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof. 13. maí 2019 16:45 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08
Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði. 13. maí 2019 18:45
Bein útsending: Atkvæðagreiðsla um þungunarrof Alþingi greiðir atkvæði um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof. 13. maí 2019 16:45