Arsenal eða Man Utd gætu fengið sæti Manchester City í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 11:00 Ole Gunnar Solskjær. Getty/Craig Mercer Manchester City fagnaði vel um helgina en aðeins degi eftir sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni bárust fréttir af því að Meistaradeildarsæti liðsins væri í hættu. Manchester City er búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð með sigri í ensku úrvalsdeildinni en bandaríska blaðið New York Times sagði frá því að UEFA sé að íhuga að banna Manchester City að taka þátt í Meistaradeildinni 2019-2020. Ástæðan er sögðu vera að Manchester City gaf ekki knattspyrnuyfirvöldum upp réttar upplýsingar hvað varðar eyðslu félagsins og meðal refsinga sem eru nú í umræðunni er að henda liðinu út úr Meistaradeildinni. UEFA þarf að taka endanlega ákvörðun fyrir júní eða áður en forkeppni Meistaradeildarinnar 2019-20 fer af stað. Nú er stóra spurningin hvort eitthvað annað enskt lið fái að taka sæti Manchester City í Meistaradeildinni fari svo að lærisveinum Pep Guardiola verði hent úr keppni. Liverpool, Tottenham og Chelsea eru öll búin að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni með því að vera í sætum tvö til fjögur í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal á líka möguleika á að bætast í hópinn takist liðinu að vinna Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Tapi Arsenal þessum úrslitaleik í Bakú þá er samt ekki öll von úti enn. Lærisveinar Unai Emery gætu mögulega fengið sæti City af því að Arsenal-liðið endaði í fimmta sæti. Mirror fjallar um málið og veltir því líka upp að sætið gæti mögulega farið alla leið til Manchester United sem endaði í sjötta sætinu. Það gæti mögulega verið niðurstaðan ef City verði hent út og Arsenal kemst inn með því að vinna Meistaradeildina.What Man City Champions League ban could mean for Man Utd and Arsenal https://t.co/8JhPFT11ZQ — Mirror Football (@MirrorFootball) May 14, 2019Svo gæti samt farið að UEFA líta svo á að ensku úrvalsdeildinni verði líka refsað fyrir brot Manchester City og að England missi því eitt af sætum sínum í Meistaradeildinni. Það fari þá til Spánar, Þýskalands, Ítalíu eða Frakklands. Manchester United átti möguleika á að komast í Meistaradeildina en sú von varð að engu eftir að lærisveinum Ole Gunnar Solskjær mistókst að vinna leik í síðustu fimm umferðunum. Það væri því ótrúleg lukka fyrir United-menn ef við fengjum að sjá Meistaradeildarfótbolta á Old Trafford næsta vetur þrátt fyrir þennan slaka endasprett. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
Manchester City fagnaði vel um helgina en aðeins degi eftir sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni bárust fréttir af því að Meistaradeildarsæti liðsins væri í hættu. Manchester City er búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð með sigri í ensku úrvalsdeildinni en bandaríska blaðið New York Times sagði frá því að UEFA sé að íhuga að banna Manchester City að taka þátt í Meistaradeildinni 2019-2020. Ástæðan er sögðu vera að Manchester City gaf ekki knattspyrnuyfirvöldum upp réttar upplýsingar hvað varðar eyðslu félagsins og meðal refsinga sem eru nú í umræðunni er að henda liðinu út úr Meistaradeildinni. UEFA þarf að taka endanlega ákvörðun fyrir júní eða áður en forkeppni Meistaradeildarinnar 2019-20 fer af stað. Nú er stóra spurningin hvort eitthvað annað enskt lið fái að taka sæti Manchester City í Meistaradeildinni fari svo að lærisveinum Pep Guardiola verði hent úr keppni. Liverpool, Tottenham og Chelsea eru öll búin að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni með því að vera í sætum tvö til fjögur í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal á líka möguleika á að bætast í hópinn takist liðinu að vinna Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Tapi Arsenal þessum úrslitaleik í Bakú þá er samt ekki öll von úti enn. Lærisveinar Unai Emery gætu mögulega fengið sæti City af því að Arsenal-liðið endaði í fimmta sæti. Mirror fjallar um málið og veltir því líka upp að sætið gæti mögulega farið alla leið til Manchester United sem endaði í sjötta sætinu. Það gæti mögulega verið niðurstaðan ef City verði hent út og Arsenal kemst inn með því að vinna Meistaradeildina.What Man City Champions League ban could mean for Man Utd and Arsenal https://t.co/8JhPFT11ZQ — Mirror Football (@MirrorFootball) May 14, 2019Svo gæti samt farið að UEFA líta svo á að ensku úrvalsdeildinni verði líka refsað fyrir brot Manchester City og að England missi því eitt af sætum sínum í Meistaradeildinni. Það fari þá til Spánar, Þýskalands, Ítalíu eða Frakklands. Manchester United átti möguleika á að komast í Meistaradeildina en sú von varð að engu eftir að lærisveinum Ole Gunnar Solskjær mistókst að vinna leik í síðustu fimm umferðunum. Það væri því ótrúleg lukka fyrir United-menn ef við fengjum að sjá Meistaradeildarfótbolta á Old Trafford næsta vetur þrátt fyrir þennan slaka endasprett.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira