Daniel Craig slasaðist við tökur á næstu Bond-mynd Birgir Olgeirsson skrifar 14. maí 2019 13:24 Daniel Craig hefur á undanförnum árum farið með hlutverk James Bond.. Vísir/Getty Tökum á næstu James Bond-mynd hefur verið frestað um óákveðinn tíma eftir að aðalleikarinn meiddist við tökur í síðustu viku. Er Craig sagður hafa hrasað þegar hann var við tökur á atriði á Jamaíka þar sem hann þurfti að spretta nokkuð hratt úr spori. Var um að ræða síðustu senuna sem taka átti upp á Jamaíka en The Sun segir frá því að tökum sem áttu að hefjast í Pinewood-myndverinu í Lundúnum í lok vikunnar hafi verið frestað. Er Craig sagður hafa kvartað sáran undan verk í ökkla eftir óhappið en flogið var með hann til Bandaríkjanna þar sem meiðslin voru skoðuð með aðstoð röntgenmyndavéla. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Craig slasast við tökur á Bond-mynd. Hann missti tvær tennur við tökur á Casino Royale, slasaðist á fingri og reif axlarvöðva við tökur á Quantum of Solace og meiddist á hné við tökur á bardagaatriði fyrir myndina Spectre. James Bond Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tökum á næstu James Bond-mynd hefur verið frestað um óákveðinn tíma eftir að aðalleikarinn meiddist við tökur í síðustu viku. Er Craig sagður hafa hrasað þegar hann var við tökur á atriði á Jamaíka þar sem hann þurfti að spretta nokkuð hratt úr spori. Var um að ræða síðustu senuna sem taka átti upp á Jamaíka en The Sun segir frá því að tökum sem áttu að hefjast í Pinewood-myndverinu í Lundúnum í lok vikunnar hafi verið frestað. Er Craig sagður hafa kvartað sáran undan verk í ökkla eftir óhappið en flogið var með hann til Bandaríkjanna þar sem meiðslin voru skoðuð með aðstoð röntgenmyndavéla. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Craig slasast við tökur á Bond-mynd. Hann missti tvær tennur við tökur á Casino Royale, slasaðist á fingri og reif axlarvöðva við tökur á Quantum of Solace og meiddist á hné við tökur á bardagaatriði fyrir myndina Spectre.
James Bond Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira