Woods kærður vegna andláts starfsmanns hans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. maí 2019 06:00 Tiger vann Masters mótið í síðasta mánuði vísir/getty Undirbúningur Tiger Woods fyrir PGA meistaramótið fékk ekki að ganga eins og best var á kosið því hann var kærður í vikunni vegna andláts starfsmanns veitingastaðar í eigu Woods. Nicholas Immesberger var barþjónn á The Woods Jupiter veitingastaðnum í Flórída, veitingastað í eigu kylfingsins. Hann lést í bílslysi í desember síðastliðnum og var áfengismagn í blóði hans þrefalt leyfilegt magn. Fjölskylda Immesberger hefur kært Woods og kærustu hans Erica Herman, sem er framkvæmdarstjóri veitingastaðarins, fyrir að færa starfsmanni þeirra áfenga drykki og leyfa honum síðan að keyra heim. Woods er sagður hafa sjálfur borið áfengi í Immesberger, en þó mun hann ekki hafa verið á staðnum þetta kvöld samkvæmt frétt Sky Sports. Lögfræðingar fjölskyldu Immesberger segja Woods og Herman hafa átt að gera meira til þess að hindra Immesberger frá því að setjast undir stýri. Þá er Woods einnig sakaður um að eyðileggja sönnunargögn, myndband sem sýndi Immesberger við drykkju í þrjá tíma áður en slysið átti sér stað. Fjölskylda Immeseberger vill fá yfir 15 þúsund dollara í sárabætur, sem og allan tilfallandi kostnað við lögsóknina. Woods er að undirbúa sig fyrir annað risamót ársins, PGA meistaramótið, og var hann spurður út í málið á blaðamannafundi fyrir mótið í gær. „Við erum öll mjög sorgmædd yfir því að Nick hafi fallið frá. Þetta var hræðilegt kvöld með hræðilegan endi og við finnum til með fjölskyldu hans,“ hafði Woods að segja um málið. Bandaríkin Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Undirbúningur Tiger Woods fyrir PGA meistaramótið fékk ekki að ganga eins og best var á kosið því hann var kærður í vikunni vegna andláts starfsmanns veitingastaðar í eigu Woods. Nicholas Immesberger var barþjónn á The Woods Jupiter veitingastaðnum í Flórída, veitingastað í eigu kylfingsins. Hann lést í bílslysi í desember síðastliðnum og var áfengismagn í blóði hans þrefalt leyfilegt magn. Fjölskylda Immesberger hefur kært Woods og kærustu hans Erica Herman, sem er framkvæmdarstjóri veitingastaðarins, fyrir að færa starfsmanni þeirra áfenga drykki og leyfa honum síðan að keyra heim. Woods er sagður hafa sjálfur borið áfengi í Immesberger, en þó mun hann ekki hafa verið á staðnum þetta kvöld samkvæmt frétt Sky Sports. Lögfræðingar fjölskyldu Immesberger segja Woods og Herman hafa átt að gera meira til þess að hindra Immesberger frá því að setjast undir stýri. Þá er Woods einnig sakaður um að eyðileggja sönnunargögn, myndband sem sýndi Immesberger við drykkju í þrjá tíma áður en slysið átti sér stað. Fjölskylda Immeseberger vill fá yfir 15 þúsund dollara í sárabætur, sem og allan tilfallandi kostnað við lögsóknina. Woods er að undirbúa sig fyrir annað risamót ársins, PGA meistaramótið, og var hann spurður út í málið á blaðamannafundi fyrir mótið í gær. „Við erum öll mjög sorgmædd yfir því að Nick hafi fallið frá. Þetta var hræðilegt kvöld með hræðilegan endi og við finnum til með fjölskyldu hans,“ hafði Woods að segja um málið.
Bandaríkin Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira