Unga fólkið vill banna hvalveiðar Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. maí 2019 06:15 Jarðarvinir berjast gegn hvalveiðum og hafa beint athygli að stjórnsýslunni kringum veiðarnar. Vísir/vilhelm Af þeim sem tóku afstöðu eru 38,2 prósent fylgjandi banni við hvalveiðum en 36,3 prósent eru því andvíg. Um fjórðungur er hvorki fylgjandi né andvígur. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í febrúar síðastliðnum reglugerð sem heimilar veiðar á hrefnu og langreyði til ársins 2023. „Mér finnst þetta vera mjög áhugaverðar niðurstöður. Við sjáum þarna ákveðinn kynslóðamun en þetta er í takt við það sem maður hefur fundið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Þorgerður Katrín hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að gerð verði könnun á viðhorfi almennings í helstu viðskiptalöndum Íslands til áframhaldandi hvalveiða. „Ég vona að þessi vanhugsaða ákvörðun Kristjáns Þórs undir forystu ríkisstjórnar Vinstri grænna verði ekki til þess að það verði varanlegur orðsporsskaði af þessu,“ segir Þorgerður Katrín. Langmestur stuðningur við að hvalveiðar verði bannaðar mælist í yngsta aldurshópnum, 69 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-24 ára eru fylgjandi banni en aðeins tíu prósent því andvíg. Þá styðja töluvert fleiri í aldurshópnum 25-34 ára bann við hvalveiðum en eru því andvíg. Í öllum öðrum aldurshópum eru andstæðingar banns við hvalveiðum hins vegar fleiri en stuðningsmenn. Mesta andstaðan við bannið mælist í elstu aldurshópunum. Um helmingur þeirra sem eru eldri en 55 ára er andvígur banni en 28 prósent fylgjandi. „Unga fólkið skynjar þetta. Það skynjar hjartslátt samtímans og vill ekki þessar dýrapíningar sem ríkisstjórnin er að standa fyrir. Það hefði þurft að segja mér þetta tvisvar og þrisvar að hvalveiðar myndu hefjast aftur undir forystu Vinstri grænna,“ segir Þorgerður Katrín. Konur eru mun líklegri til að styðja bann við hvalveiðum en karlar. 45 prósent kvenna eru hlynnt banni við hvalveiðum en 22 prósent andvíg. Um þriðjungur kvenna er hins vegar hvorki hlynntur né andvígur banninu. Helmingur karla er andvígur banni við hvalveiðum, tæpur þriðjungur er fylgjandi banni og tæpur fimmtungur er hvorki hlynntur né andvígur. Þá er stuðningur við hvalveiðibann talsvert meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Könnun Zenter rannsókna var netkönnun framkvæmd 10. til 13. maí síðastliðinn. Alls voru tvö þúsund manns í úrtakinu og var svarhlutfall 50 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku tæp 96 prósent afstöðu til spurningarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Af þeim sem tóku afstöðu eru 38,2 prósent fylgjandi banni við hvalveiðum en 36,3 prósent eru því andvíg. Um fjórðungur er hvorki fylgjandi né andvígur. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í febrúar síðastliðnum reglugerð sem heimilar veiðar á hrefnu og langreyði til ársins 2023. „Mér finnst þetta vera mjög áhugaverðar niðurstöður. Við sjáum þarna ákveðinn kynslóðamun en þetta er í takt við það sem maður hefur fundið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Þorgerður Katrín hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að gerð verði könnun á viðhorfi almennings í helstu viðskiptalöndum Íslands til áframhaldandi hvalveiða. „Ég vona að þessi vanhugsaða ákvörðun Kristjáns Þórs undir forystu ríkisstjórnar Vinstri grænna verði ekki til þess að það verði varanlegur orðsporsskaði af þessu,“ segir Þorgerður Katrín. Langmestur stuðningur við að hvalveiðar verði bannaðar mælist í yngsta aldurshópnum, 69 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-24 ára eru fylgjandi banni en aðeins tíu prósent því andvíg. Þá styðja töluvert fleiri í aldurshópnum 25-34 ára bann við hvalveiðum en eru því andvíg. Í öllum öðrum aldurshópum eru andstæðingar banns við hvalveiðum hins vegar fleiri en stuðningsmenn. Mesta andstaðan við bannið mælist í elstu aldurshópunum. Um helmingur þeirra sem eru eldri en 55 ára er andvígur banni en 28 prósent fylgjandi. „Unga fólkið skynjar þetta. Það skynjar hjartslátt samtímans og vill ekki þessar dýrapíningar sem ríkisstjórnin er að standa fyrir. Það hefði þurft að segja mér þetta tvisvar og þrisvar að hvalveiðar myndu hefjast aftur undir forystu Vinstri grænna,“ segir Þorgerður Katrín. Konur eru mun líklegri til að styðja bann við hvalveiðum en karlar. 45 prósent kvenna eru hlynnt banni við hvalveiðum en 22 prósent andvíg. Um þriðjungur kvenna er hins vegar hvorki hlynntur né andvígur banninu. Helmingur karla er andvígur banni við hvalveiðum, tæpur þriðjungur er fylgjandi banni og tæpur fimmtungur er hvorki hlynntur né andvígur. Þá er stuðningur við hvalveiðibann talsvert meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Könnun Zenter rannsókna var netkönnun framkvæmd 10. til 13. maí síðastliðinn. Alls voru tvö þúsund manns í úrtakinu og var svarhlutfall 50 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku tæp 96 prósent afstöðu til spurningarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels