Eiga lífeyrisþegar að fela peninga? Björn Berg Gunnarsson skrifar 15. maí 2019 08:00 Kona nokkur var á ruslahaugunum árið 2013. Þar fann hún skemmtara sem hún hugsaði að væri nú kjörin gjöf fyrir Heklu vinkonu sína. Tveimur árum síðar ákvað Hekla af einhverjum ástæðum að taka skemmtarann í sundur og hvað kom þá í ljós inni í græjunni annað en seðlar frá árinu 1983! Um var að ræða 300 krónur sem ætlaðar voru Ólafi nokkrum á fermingardaginn. Ólafur hefur væntanlega ekki viljað leggja peningana fyrir í banka og ekki ætlaði hann að láta einhverja fingralanga finna þá svo hann tróð þeim eðlilega inn í skemmtarann sinn. Á verðlagi dagsins í dag jafngildir fermingargjöfin 2.240 krónum. Seðlarnir hafa heldur betur rýrnað að raunvirði fyrir utan að það gæti reynst erfitt fyrir Heklu að greiða með 10 krónu seðlum úti í búð. Þetta gerir krónan okkar, hún missir verðgildi sitt yfir tíma. Stundum hratt, stundum hægar en við getum verið nokkuð viss um að slæmt sé að geyma krónur í seðlaformi. Þrátt fyrir þetta virðist nokkuð algengt að fólk á lífeyrisaldri kjósi að geyma sparifé sitt í seðlum. Einhverjir vantreysta bönkum, aðrir krónunni og sumir sjá ekki ávinning í ávöxtun fjármuna samhliða dvöl á hjúkrunarheimili. En fleiri, reikna ég þó með, telja sig með þessu koma betur út gagnvart lífeyrisgreiðslum Tryggingastofnunar (TR) og skattinum. Betra sé að fá enga ávöxtun eða vexti af sparifé þar sem TR skerði hvort eð er vegna þeirra og skatturinn hirði sitt. Þetta er bagaleg og kostnaðarsöm mýta. Frítekjumark fjármagnstekna hjá skattinum (150.000 krónur á einstakling á ári, 300.000 krónur hjá hjónum) hefur þau áhrif að margir borga lítinn sem engan skatt af vöxtum. TR skerðir vissulega greiðslur vegna vaxta en þar munar einungis um 27 aurum á móti hverri krónu að teknu tilliti til skatta, sem er víðsfjarri þeirri krónu á móti krónu skerðingu sem oft er ranglega sögð gilda varðandi ellilífeyri stofnunarinnar. Hjón sem ávaxta 10 milljónir á 3% vöxtum fá 300.000 krónur í vexti það árið. Þau borga engan fjármagnstekjuskatt vegna frítekjumarksins en greiðslur TR lækka um 81.900 eftir skatt. Eftir standa ríflega 218 þúsund krónur. Sitt getur hverjum sýnst um hvort það sé myndarleg lokaávöxtun eða ekki, en fáir ættu þó að efast um að það sé betra en ekkert og skárri kostur en að spariféð í skemmtaranum brenni upp jafnt og þétt í verðbólgunni.Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Kona nokkur var á ruslahaugunum árið 2013. Þar fann hún skemmtara sem hún hugsaði að væri nú kjörin gjöf fyrir Heklu vinkonu sína. Tveimur árum síðar ákvað Hekla af einhverjum ástæðum að taka skemmtarann í sundur og hvað kom þá í ljós inni í græjunni annað en seðlar frá árinu 1983! Um var að ræða 300 krónur sem ætlaðar voru Ólafi nokkrum á fermingardaginn. Ólafur hefur væntanlega ekki viljað leggja peningana fyrir í banka og ekki ætlaði hann að láta einhverja fingralanga finna þá svo hann tróð þeim eðlilega inn í skemmtarann sinn. Á verðlagi dagsins í dag jafngildir fermingargjöfin 2.240 krónum. Seðlarnir hafa heldur betur rýrnað að raunvirði fyrir utan að það gæti reynst erfitt fyrir Heklu að greiða með 10 krónu seðlum úti í búð. Þetta gerir krónan okkar, hún missir verðgildi sitt yfir tíma. Stundum hratt, stundum hægar en við getum verið nokkuð viss um að slæmt sé að geyma krónur í seðlaformi. Þrátt fyrir þetta virðist nokkuð algengt að fólk á lífeyrisaldri kjósi að geyma sparifé sitt í seðlum. Einhverjir vantreysta bönkum, aðrir krónunni og sumir sjá ekki ávinning í ávöxtun fjármuna samhliða dvöl á hjúkrunarheimili. En fleiri, reikna ég þó með, telja sig með þessu koma betur út gagnvart lífeyrisgreiðslum Tryggingastofnunar (TR) og skattinum. Betra sé að fá enga ávöxtun eða vexti af sparifé þar sem TR skerði hvort eð er vegna þeirra og skatturinn hirði sitt. Þetta er bagaleg og kostnaðarsöm mýta. Frítekjumark fjármagnstekna hjá skattinum (150.000 krónur á einstakling á ári, 300.000 krónur hjá hjónum) hefur þau áhrif að margir borga lítinn sem engan skatt af vöxtum. TR skerðir vissulega greiðslur vegna vaxta en þar munar einungis um 27 aurum á móti hverri krónu að teknu tilliti til skatta, sem er víðsfjarri þeirri krónu á móti krónu skerðingu sem oft er ranglega sögð gilda varðandi ellilífeyri stofnunarinnar. Hjón sem ávaxta 10 milljónir á 3% vöxtum fá 300.000 krónur í vexti það árið. Þau borga engan fjármagnstekjuskatt vegna frítekjumarksins en greiðslur TR lækka um 81.900 eftir skatt. Eftir standa ríflega 218 þúsund krónur. Sitt getur hverjum sýnst um hvort það sé myndarleg lokaávöxtun eða ekki, en fáir ættu þó að efast um að það sé betra en ekkert og skárri kostur en að spariféð í skemmtaranum brenni upp jafnt og þétt í verðbólgunni.Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun