Nýlega var gengið frá stofnun nýs fjárfestingafélags, sem er með vel á annan milljarð króna í hlutafé og heitir Incrementum, en hluthafahópurinn samanstendur af fjársterkum einkafjárfestum og Kviku banka, samkvæmt heimildum Markaðarins.
Félagið mun fjárfesta í skráðum félögum í Kauphöllinni en fjárfestingastarfsemi Incrementum hófst fyrir fáum vikum. Fjárfestingafélagið á í samstarfi við Kviku en eignarhlutur bankans í Incrementum nemur tæplega tíu prósentum.
Stofnendur félagsins, sem jafnframt stýra starfseminni, eru þeir Ívar Guðjónsson, Baldvin Valtýsson og Smári Rúnar Þorvaldsson, sem eru meðal annars eigendur að ráðgjafarfyrirtækinu Akrar Consult. Störfuðu þeir allir saman á sínum tíma hjá Landsbankanum á árunum fyrir fall fjármálakerfisins.
Nýtt fjárfestingafélag með yfir milljarð í hlutafé
Hörður Ægisson skrifar

Mest lesið


Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna
Viðskipti innlent

Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum
Viðskipti erlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent

Um forvitna yfirmanninn
Atvinnulíf

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum
Viðskipti innlent

Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista
Viðskipti innlent

Kaffi heldur áfram að hækka í verði
Neytendur
