Þekktur bandarískur gamanleikari í Ráðherranum Birgir Olgeirsson skrifar 15. maí 2019 11:32 Rainn Wilson sem Dwight Schrute í The Office. IMDB Bandaríski gamanleikarinn Rainn Wilson kom hingað til lands til að leika í þáttunum Ráðherranum. Þáttaröðin skartar Ólafi Darra Ólafssyni í aðalhlutverki en hún segir frá því þegar forsætisráðherra Íslands greinist með geðhvarfasýki. Aðstoðarmaður hans þarf að leggja bæði stöðugleika ríkisins og einkalíf sitt að veði til þess að halda sjúkdómnum leyndum fyrir þjóðinni. Rainn Wilson þessi er 53 ára gamall en hann er án efa þekktastur fyrir að leika Dwight Schrute í bandarísku útgáfunni af gamanþáttunum The Office. Fyrir það hlutverk hlaut hann þrjár tilnefningar til Emmy-verðlauna. Hann birti mynda af tökuliði Ráðherrans á Twitter á mánudag og sagði: „Þegar þú ert að taka upp íslenskan sjónvarpsþátt á Íslandi, þá er tökuliðið frekar íslenskt. “When you're shooting an Icelandic TV show in Iceland, the crew looks, well, downright Icelandic. #VikingCrew #TheMinister @OlafurDarri pic.twitter.com/hs7hXXQ5IJ— RainnWilson (@rainnwilson) May 13, 2019 Leikstjórar þáttanna eru Nanna Kristín Magnúsdóttir og Arnór Pálmi Arnarsson en með önnur hlutverk fara Blær Jóhannsdóttir, Aníta Briem, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Jóhann Sigurðsson. Handritshöfundar eru Birkir Blær Ingólfsson, Björg Magnúsdóttir og Jónas Margeir Ingólfsson. Þáttaröðin hefur hlotið þrjá handritastyrki frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, samtals 1,8 milljónir króna, og vilyrði fyrir framleiðslustyrk fyrir árið 2019 upp á 50 milljónir króna. Sagafilm framleiðir þættina en forstjóri fyrirtækisins, Hilmar Sigurðsson, vildi lítið gefa upp um aðkomu Rainn Wilson að þættinum en sagði þó að hann hefði líklegast yfirgefið landið í dag. Um er að ræða átta þætti sem meðal annars verða sýndir á RÚV haustið 2020. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Rainn Wilson og Ólafur Darri leiða saman hesta sína en síðast sáust þeir saman í hákarlamyndinni The Meg. Þá hefur Rainn Wilson einnig heimsótt Ísland áður en það var árið 2017. Rainn Wilson í The Meg.IMDB Íslandsvinir Tengdar fréttir Ólafur Darri og Jason Statham á eftir risahákarli Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk í nýjustu kvikmynd stórleikarans Jason Statham, The Meg. 12. apríl 2018 10:30 Aðalleikarinn úr Avatar á Íslandi Leikarinn Sam Worthington og eiginkona hans Lara Worthington eru stödd hér á landi og skelltu þau sér í Bláa Lónið í gær. 21. júní 2017 13:30 Búast við miklu af andlega veikum forsætisráðherra Breskt dreifingarfyrirtæki tryggir sér réttinn að Ráðherranum. 21. mars 2019 08:56 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríski gamanleikarinn Rainn Wilson kom hingað til lands til að leika í þáttunum Ráðherranum. Þáttaröðin skartar Ólafi Darra Ólafssyni í aðalhlutverki en hún segir frá því þegar forsætisráðherra Íslands greinist með geðhvarfasýki. Aðstoðarmaður hans þarf að leggja bæði stöðugleika ríkisins og einkalíf sitt að veði til þess að halda sjúkdómnum leyndum fyrir þjóðinni. Rainn Wilson þessi er 53 ára gamall en hann er án efa þekktastur fyrir að leika Dwight Schrute í bandarísku útgáfunni af gamanþáttunum The Office. Fyrir það hlutverk hlaut hann þrjár tilnefningar til Emmy-verðlauna. Hann birti mynda af tökuliði Ráðherrans á Twitter á mánudag og sagði: „Þegar þú ert að taka upp íslenskan sjónvarpsþátt á Íslandi, þá er tökuliðið frekar íslenskt. “When you're shooting an Icelandic TV show in Iceland, the crew looks, well, downright Icelandic. #VikingCrew #TheMinister @OlafurDarri pic.twitter.com/hs7hXXQ5IJ— RainnWilson (@rainnwilson) May 13, 2019 Leikstjórar þáttanna eru Nanna Kristín Magnúsdóttir og Arnór Pálmi Arnarsson en með önnur hlutverk fara Blær Jóhannsdóttir, Aníta Briem, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Jóhann Sigurðsson. Handritshöfundar eru Birkir Blær Ingólfsson, Björg Magnúsdóttir og Jónas Margeir Ingólfsson. Þáttaröðin hefur hlotið þrjá handritastyrki frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, samtals 1,8 milljónir króna, og vilyrði fyrir framleiðslustyrk fyrir árið 2019 upp á 50 milljónir króna. Sagafilm framleiðir þættina en forstjóri fyrirtækisins, Hilmar Sigurðsson, vildi lítið gefa upp um aðkomu Rainn Wilson að þættinum en sagði þó að hann hefði líklegast yfirgefið landið í dag. Um er að ræða átta þætti sem meðal annars verða sýndir á RÚV haustið 2020. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Rainn Wilson og Ólafur Darri leiða saman hesta sína en síðast sáust þeir saman í hákarlamyndinni The Meg. Þá hefur Rainn Wilson einnig heimsótt Ísland áður en það var árið 2017. Rainn Wilson í The Meg.IMDB
Íslandsvinir Tengdar fréttir Ólafur Darri og Jason Statham á eftir risahákarli Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk í nýjustu kvikmynd stórleikarans Jason Statham, The Meg. 12. apríl 2018 10:30 Aðalleikarinn úr Avatar á Íslandi Leikarinn Sam Worthington og eiginkona hans Lara Worthington eru stödd hér á landi og skelltu þau sér í Bláa Lónið í gær. 21. júní 2017 13:30 Búast við miklu af andlega veikum forsætisráðherra Breskt dreifingarfyrirtæki tryggir sér réttinn að Ráðherranum. 21. mars 2019 08:56 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ólafur Darri og Jason Statham á eftir risahákarli Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk í nýjustu kvikmynd stórleikarans Jason Statham, The Meg. 12. apríl 2018 10:30
Aðalleikarinn úr Avatar á Íslandi Leikarinn Sam Worthington og eiginkona hans Lara Worthington eru stödd hér á landi og skelltu þau sér í Bláa Lónið í gær. 21. júní 2017 13:30
Búast við miklu af andlega veikum forsætisráðherra Breskt dreifingarfyrirtæki tryggir sér réttinn að Ráðherranum. 21. mars 2019 08:56