Afturelding áfram í bikarnum eftir dramatík í framlengingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. maí 2019 21:48 Mjólkurbikarinn. Vísir/E. Stefán Völsungur, Augnablik, Tindastóll og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Mikil dramatík var í Mosfellsbæ þar sem Afturelding fékk Grindavík í heimsókn á Varmárvöll. Grindvíkingar komust tvíveigis yfir í fyrri hálfleik en heimakonur náðu að jafna. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir kom Grindvíkingum yfir í þriðja sinn á 58. mínútu en Eydís Embla Lúðvíksdóttir jafnaði metin enn á ný. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma skoraði Hafrún Rakel Halldórsdóttir fyrir heimakonur og kom þeim yfir eftir frábæra sókn. Gestirnir frá Grindavík jöfnuðu hins vegar í 4-4 í uppbótartíma með marki frá Unu Margréti Einarsdóttir og því varð að framlengja. Þegar allt stefndi í vítaspyrnukeppni nældi Hafrún Rakel í aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Grindavíkur. Hún tók spyrnuna sjálf og skoraði beint úr aukaspyrnunni. Þar fullkomnaði hún þrennuna og tryggði Aftureldingu dramatískan sigur. Tindastóll vann stórsigur á Hömrunum á Sauðárkróki þar sem Murielle Tiernan gerði þrennu fyrir heimakonur. Tiernan skoraði tvö mörk á fjórum mínútum snemma leiks og hún átti eftir að fullkomna þrennuna áður en hálfleikurinn var úti. Í millitíðinni settu María Dögg Jóhannesdóttir og Jacquelina Altschuld sitt markið hvor, staðan 5-0 í hálfleik. Leiknum lauk með 8-1 sigri, en Rakel Sjöfn Stefánsdóttir náði sárabótamarki fyrir Hamrana á 86. mínútu þegar staðan var orðin 8-0. Völsungur tók á móti Sindra á Húsavík. Harpa Ásgeirsdóttir kom heimakonum yfir úr víti á 41. mínútu og Krista Eik Harðardóttir tvöfaldaði forystuna í seinni hálfleik. Leiknum lauk með 2-0 sigri heimakvenna. Í Fífunni vann Augnablik 4-1 sigur á Gróttu. Heimakonur komust í 2-0 en Grótta náði að minnka muninn. Undir lok leiksins komu tvö mörk á fjórum mínútum sem tryggðu sigur Augnabliks. Völsungur, Augnablik, Tindastóll og Afturelding bætast í hóp ÍA og Þróttar sem voru búin að tryggja sig áfram úr annari umferð. Pepsi Max deildar liðin bætast svo í hóp þessara sex liða í pottinn fyrir 16-liða úrslitin. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Úrslit.net. Mjólkurbikarinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Sjá meira
Völsungur, Augnablik, Tindastóll og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Mikil dramatík var í Mosfellsbæ þar sem Afturelding fékk Grindavík í heimsókn á Varmárvöll. Grindvíkingar komust tvíveigis yfir í fyrri hálfleik en heimakonur náðu að jafna. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir kom Grindvíkingum yfir í þriðja sinn á 58. mínútu en Eydís Embla Lúðvíksdóttir jafnaði metin enn á ný. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma skoraði Hafrún Rakel Halldórsdóttir fyrir heimakonur og kom þeim yfir eftir frábæra sókn. Gestirnir frá Grindavík jöfnuðu hins vegar í 4-4 í uppbótartíma með marki frá Unu Margréti Einarsdóttir og því varð að framlengja. Þegar allt stefndi í vítaspyrnukeppni nældi Hafrún Rakel í aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Grindavíkur. Hún tók spyrnuna sjálf og skoraði beint úr aukaspyrnunni. Þar fullkomnaði hún þrennuna og tryggði Aftureldingu dramatískan sigur. Tindastóll vann stórsigur á Hömrunum á Sauðárkróki þar sem Murielle Tiernan gerði þrennu fyrir heimakonur. Tiernan skoraði tvö mörk á fjórum mínútum snemma leiks og hún átti eftir að fullkomna þrennuna áður en hálfleikurinn var úti. Í millitíðinni settu María Dögg Jóhannesdóttir og Jacquelina Altschuld sitt markið hvor, staðan 5-0 í hálfleik. Leiknum lauk með 8-1 sigri, en Rakel Sjöfn Stefánsdóttir náði sárabótamarki fyrir Hamrana á 86. mínútu þegar staðan var orðin 8-0. Völsungur tók á móti Sindra á Húsavík. Harpa Ásgeirsdóttir kom heimakonum yfir úr víti á 41. mínútu og Krista Eik Harðardóttir tvöfaldaði forystuna í seinni hálfleik. Leiknum lauk með 2-0 sigri heimakvenna. Í Fífunni vann Augnablik 4-1 sigur á Gróttu. Heimakonur komust í 2-0 en Grótta náði að minnka muninn. Undir lok leiksins komu tvö mörk á fjórum mínútum sem tryggðu sigur Augnabliks. Völsungur, Augnablik, Tindastóll og Afturelding bætast í hóp ÍA og Þróttar sem voru búin að tryggja sig áfram úr annari umferð. Pepsi Max deildar liðin bætast svo í hóp þessara sex liða í pottinn fyrir 16-liða úrslitin. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Úrslit.net.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Sjá meira