Afturelding áfram í bikarnum eftir dramatík í framlengingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. maí 2019 21:48 Mjólkurbikarinn. Vísir/E. Stefán Völsungur, Augnablik, Tindastóll og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Mikil dramatík var í Mosfellsbæ þar sem Afturelding fékk Grindavík í heimsókn á Varmárvöll. Grindvíkingar komust tvíveigis yfir í fyrri hálfleik en heimakonur náðu að jafna. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir kom Grindvíkingum yfir í þriðja sinn á 58. mínútu en Eydís Embla Lúðvíksdóttir jafnaði metin enn á ný. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma skoraði Hafrún Rakel Halldórsdóttir fyrir heimakonur og kom þeim yfir eftir frábæra sókn. Gestirnir frá Grindavík jöfnuðu hins vegar í 4-4 í uppbótartíma með marki frá Unu Margréti Einarsdóttir og því varð að framlengja. Þegar allt stefndi í vítaspyrnukeppni nældi Hafrún Rakel í aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Grindavíkur. Hún tók spyrnuna sjálf og skoraði beint úr aukaspyrnunni. Þar fullkomnaði hún þrennuna og tryggði Aftureldingu dramatískan sigur. Tindastóll vann stórsigur á Hömrunum á Sauðárkróki þar sem Murielle Tiernan gerði þrennu fyrir heimakonur. Tiernan skoraði tvö mörk á fjórum mínútum snemma leiks og hún átti eftir að fullkomna þrennuna áður en hálfleikurinn var úti. Í millitíðinni settu María Dögg Jóhannesdóttir og Jacquelina Altschuld sitt markið hvor, staðan 5-0 í hálfleik. Leiknum lauk með 8-1 sigri, en Rakel Sjöfn Stefánsdóttir náði sárabótamarki fyrir Hamrana á 86. mínútu þegar staðan var orðin 8-0. Völsungur tók á móti Sindra á Húsavík. Harpa Ásgeirsdóttir kom heimakonum yfir úr víti á 41. mínútu og Krista Eik Harðardóttir tvöfaldaði forystuna í seinni hálfleik. Leiknum lauk með 2-0 sigri heimakvenna. Í Fífunni vann Augnablik 4-1 sigur á Gróttu. Heimakonur komust í 2-0 en Grótta náði að minnka muninn. Undir lok leiksins komu tvö mörk á fjórum mínútum sem tryggðu sigur Augnabliks. Völsungur, Augnablik, Tindastóll og Afturelding bætast í hóp ÍA og Þróttar sem voru búin að tryggja sig áfram úr annari umferð. Pepsi Max deildar liðin bætast svo í hóp þessara sex liða í pottinn fyrir 16-liða úrslitin. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Úrslit.net. Mjólkurbikarinn Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Völsungur, Augnablik, Tindastóll og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Mikil dramatík var í Mosfellsbæ þar sem Afturelding fékk Grindavík í heimsókn á Varmárvöll. Grindvíkingar komust tvíveigis yfir í fyrri hálfleik en heimakonur náðu að jafna. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir kom Grindvíkingum yfir í þriðja sinn á 58. mínútu en Eydís Embla Lúðvíksdóttir jafnaði metin enn á ný. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma skoraði Hafrún Rakel Halldórsdóttir fyrir heimakonur og kom þeim yfir eftir frábæra sókn. Gestirnir frá Grindavík jöfnuðu hins vegar í 4-4 í uppbótartíma með marki frá Unu Margréti Einarsdóttir og því varð að framlengja. Þegar allt stefndi í vítaspyrnukeppni nældi Hafrún Rakel í aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Grindavíkur. Hún tók spyrnuna sjálf og skoraði beint úr aukaspyrnunni. Þar fullkomnaði hún þrennuna og tryggði Aftureldingu dramatískan sigur. Tindastóll vann stórsigur á Hömrunum á Sauðárkróki þar sem Murielle Tiernan gerði þrennu fyrir heimakonur. Tiernan skoraði tvö mörk á fjórum mínútum snemma leiks og hún átti eftir að fullkomna þrennuna áður en hálfleikurinn var úti. Í millitíðinni settu María Dögg Jóhannesdóttir og Jacquelina Altschuld sitt markið hvor, staðan 5-0 í hálfleik. Leiknum lauk með 8-1 sigri, en Rakel Sjöfn Stefánsdóttir náði sárabótamarki fyrir Hamrana á 86. mínútu þegar staðan var orðin 8-0. Völsungur tók á móti Sindra á Húsavík. Harpa Ásgeirsdóttir kom heimakonum yfir úr víti á 41. mínútu og Krista Eik Harðardóttir tvöfaldaði forystuna í seinni hálfleik. Leiknum lauk með 2-0 sigri heimakvenna. Í Fífunni vann Augnablik 4-1 sigur á Gróttu. Heimakonur komust í 2-0 en Grótta náði að minnka muninn. Undir lok leiksins komu tvö mörk á fjórum mínútum sem tryggðu sigur Augnabliks. Völsungur, Augnablik, Tindastóll og Afturelding bætast í hóp ÍA og Þróttar sem voru búin að tryggja sig áfram úr annari umferð. Pepsi Max deildar liðin bætast svo í hóp þessara sex liða í pottinn fyrir 16-liða úrslitin. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Úrslit.net.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira