Ísland eitt fárra landa í Vestur-Evrópu án aðlögunaráætlunar vegna loftslagsbreytinga Sighvatur Jónsson skrifar 16. maí 2019 12:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði við upphaf ráðstefnunnar í morgun að það kalli á nýjan hugsunarhátt að leiða hugann að aðlögun loftslagsbreytinga. Vísir/Vilhelm Ísland er eitt fárra landa í vestanverðri Evrópu sem hefur ekki sett saman aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga. Þetta kom fram í erindi forstjóra Veðurstofu Íslands á ráðstefnu loftslagsráðs um aðlögun Íslands að breytingum á loftslagi. Hann segir næstu skref vera að setja á fót svokallað loftslagssetur hér á landi. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipað loftslagsráð fyrir einu ári. Ráðið á að veita stjórnvöldum aðhald með ráðgjöf varðandi stefnu í loftslagsmálum á Íslandi. Loftslagsráð er sjálfstætt og á að leiða saman krafta ríkis, sveitarfélaga, atvinnulífs, vísindasamfélagsins og almennings. Ráðið boðaði til ráðstefnunnar „Erum við viðbúin“, þar sem fjallað var um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á ráðstefnu loftslagsráðs í morgun.Vísir/VilhelmGuðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði við upphaf ráðstefnunnar í morgun að það kalli á nýjan hugsunarhátt að leiða hugann að aðlögun loftslagsbreytinga. Þannig sé sjónum beint að forvörnum gegn breytingum á loftslagi. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í erindi um næstu skref aðlögunaráætlunar loftslagsbreytinga að setja yrði á fót loftslagssetur sem yrði samráðsvettvangur um loftslagsmál. „Það er fyrst og fremst að skapa samráð við gerð rannsóknaráætlunar um vísindalegar forsendur aðgerðaáætlunar um útlosun og aðlögun og forgangsraða þar verkefnum. Þetta er þá samhæfingarhlutverk gagnvart rannsóknum og eftirliti á náttúrufarsbreytingum en auðvitað samfélagslegum breytingum líka, vinna við gerð sviðsmynda sem er mjög mikilvægt að sé í mjög skýrum farvegi, vinna að úttekt á rannsókn á vöktunarþörf og þá í samvinnu við hagsmunaaðila, samræma og sinna mati á áhrifum og áhættu, eins og við höfum talað um áður, og síðan að miðla upplýsingum mjög markvisst.“Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, á ráðstefnu um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum.Vísir/VilhelmÁrni sagði að málið væri einnig til skoðunar hjá fleiri löndum Vestur-Evrópu. „Hvað varðar Vestur-Evrópu, þá er hægt að segja að öll lönd, nema kannski við, af þessum hópi, hafa sett einhverjar reglur eða lög um einhverja stefnu um aðlögun landsins,“ sagði Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands. Umhverfismál Veður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Ísland er eitt fárra landa í vestanverðri Evrópu sem hefur ekki sett saman aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga. Þetta kom fram í erindi forstjóra Veðurstofu Íslands á ráðstefnu loftslagsráðs um aðlögun Íslands að breytingum á loftslagi. Hann segir næstu skref vera að setja á fót svokallað loftslagssetur hér á landi. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipað loftslagsráð fyrir einu ári. Ráðið á að veita stjórnvöldum aðhald með ráðgjöf varðandi stefnu í loftslagsmálum á Íslandi. Loftslagsráð er sjálfstætt og á að leiða saman krafta ríkis, sveitarfélaga, atvinnulífs, vísindasamfélagsins og almennings. Ráðið boðaði til ráðstefnunnar „Erum við viðbúin“, þar sem fjallað var um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á ráðstefnu loftslagsráðs í morgun.Vísir/VilhelmGuðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði við upphaf ráðstefnunnar í morgun að það kalli á nýjan hugsunarhátt að leiða hugann að aðlögun loftslagsbreytinga. Þannig sé sjónum beint að forvörnum gegn breytingum á loftslagi. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í erindi um næstu skref aðlögunaráætlunar loftslagsbreytinga að setja yrði á fót loftslagssetur sem yrði samráðsvettvangur um loftslagsmál. „Það er fyrst og fremst að skapa samráð við gerð rannsóknaráætlunar um vísindalegar forsendur aðgerðaáætlunar um útlosun og aðlögun og forgangsraða þar verkefnum. Þetta er þá samhæfingarhlutverk gagnvart rannsóknum og eftirliti á náttúrufarsbreytingum en auðvitað samfélagslegum breytingum líka, vinna við gerð sviðsmynda sem er mjög mikilvægt að sé í mjög skýrum farvegi, vinna að úttekt á rannsókn á vöktunarþörf og þá í samvinnu við hagsmunaaðila, samræma og sinna mati á áhrifum og áhættu, eins og við höfum talað um áður, og síðan að miðla upplýsingum mjög markvisst.“Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, á ráðstefnu um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum.Vísir/VilhelmÁrni sagði að málið væri einnig til skoðunar hjá fleiri löndum Vestur-Evrópu. „Hvað varðar Vestur-Evrópu, þá er hægt að segja að öll lönd, nema kannski við, af þessum hópi, hafa sett einhverjar reglur eða lög um einhverja stefnu um aðlögun landsins,“ sagði Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands.
Umhverfismál Veður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira