41 árs og á leiðinni á sitt sjöunda heimsmeistaramót í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2019 23:00 Formiga hefur tekið þátt í sex heimsmeistaramótum og keppt á sex Ólympíuleikum. Getty/Mark Kolbe Brasilíska knattspyrnukonan Formiga mun seta nýtt met í sumar þegar hún tekur þátt í sínu sjöunda heimsmeistaramóti í fótbolta á HM í Frakklandi. Formiga er í brasilíska HM-hópnum og bætir þar með met sitt og hinnar japönsku Homare Sawa en þær voru báðar með í sjötta sinn á HM í Kanada 2015. Enginn karl eða kona hefur tekið þátt í sjö heimsmeistaramótum í stærstu íþróttagrein heims. Þrír karlar deila metinu en þeir Rafael Marquez, Antonio Carbajal og Lothar Matthaeus tóku allir þátt í fimm heimsmeistaramótumn. Formiga er leikmaður franska liðsins Paris Saint-Germain og hefur verið það frá árinu 2017 en hún hefur leikið í Bandaríkjunum og Svíþjóð auk heimalandsins.41-year-old Formiga is headed to her record 7th World Cup pic.twitter.com/XqAYgQXwLT — B/R Football (@brfootball) May 16, 2019Formiga var fyrst með á HM 1995 í Svíþjóð þá aðeins sautján ára gömul. Hún var einnig með Brasilíu á HM 1999, HM 2003, HM 2007, HM 2011 og HM 2015. Alls hefur hún spilað 24 leiki í úrslitakeppni HM. Formiga hefur einnig tekið þátt í sex Ólympíuleikum eða allt frá ÓL í Atalanta 1996 til ÓL í Ríó 2016. Formiga hætti í landsliðinu árið 2016 en tók landsliðsskóna af hilluna fyrir Suðurameríkukeppnina í fyrra. Um leið og Formiga tekur þátt í leik í sumar verður hún sú elsta til að spila á heimsmeistaramóti. Hún fæddist 3. mars 1978. Formiga er ekki eini reynsluboltinn í brasilíska HM-hópnum því Marta er á leiðinni á sitt fimmta heimsmeistaramót. Marta hefur skoraði fimmtán mörk í úrslitakeppni HM eða fleiri en nokkur önnur kona. Fyrsti leikur Brasilíu á HM 2019 verður á móti Jamaíka 9. júní en svo taka við leikir á móti Ástralíu og Ítalíu. Brasilíska kvennalandsliðið hefur aldrei náð að vinna heimsmeistaramótið en komst næst því á HM 2007 í Þýskalandi þegar liðið varð í öðru sæti. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Brasilíska knattspyrnukonan Formiga mun seta nýtt met í sumar þegar hún tekur þátt í sínu sjöunda heimsmeistaramóti í fótbolta á HM í Frakklandi. Formiga er í brasilíska HM-hópnum og bætir þar með met sitt og hinnar japönsku Homare Sawa en þær voru báðar með í sjötta sinn á HM í Kanada 2015. Enginn karl eða kona hefur tekið þátt í sjö heimsmeistaramótum í stærstu íþróttagrein heims. Þrír karlar deila metinu en þeir Rafael Marquez, Antonio Carbajal og Lothar Matthaeus tóku allir þátt í fimm heimsmeistaramótumn. Formiga er leikmaður franska liðsins Paris Saint-Germain og hefur verið það frá árinu 2017 en hún hefur leikið í Bandaríkjunum og Svíþjóð auk heimalandsins.41-year-old Formiga is headed to her record 7th World Cup pic.twitter.com/XqAYgQXwLT — B/R Football (@brfootball) May 16, 2019Formiga var fyrst með á HM 1995 í Svíþjóð þá aðeins sautján ára gömul. Hún var einnig með Brasilíu á HM 1999, HM 2003, HM 2007, HM 2011 og HM 2015. Alls hefur hún spilað 24 leiki í úrslitakeppni HM. Formiga hefur einnig tekið þátt í sex Ólympíuleikum eða allt frá ÓL í Atalanta 1996 til ÓL í Ríó 2016. Formiga hætti í landsliðinu árið 2016 en tók landsliðsskóna af hilluna fyrir Suðurameríkukeppnina í fyrra. Um leið og Formiga tekur þátt í leik í sumar verður hún sú elsta til að spila á heimsmeistaramóti. Hún fæddist 3. mars 1978. Formiga er ekki eini reynsluboltinn í brasilíska HM-hópnum því Marta er á leiðinni á sitt fimmta heimsmeistaramót. Marta hefur skoraði fimmtán mörk í úrslitakeppni HM eða fleiri en nokkur önnur kona. Fyrsti leikur Brasilíu á HM 2019 verður á móti Jamaíka 9. júní en svo taka við leikir á móti Ástralíu og Ítalíu. Brasilíska kvennalandsliðið hefur aldrei náð að vinna heimsmeistaramótið en komst næst því á HM 2007 í Þýskalandi þegar liðið varð í öðru sæti.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki