Ógilda kaup Samkaupa á tveimur verslunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2019 16:33 Samkaup reka Nettó. Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að það hafi verið mat stofnunarinnar að kaupin hefðu „raskað verulega samkeppni á þessum tilteknu landssvæðum.“ Þannig hefði eiginlegum keppinautum fækkað úr þremur í tvo á Akureyri og úr fjórum í þrjá í Reykjanesbæ. Hefði samruninn þannig verið neytendum til tjóns að mati Samkeppniseftirlitsins. Áður hefur Samkeppniseftirlitið heimilað kaup Samkaupa á eignum 12 verslana Basko. „Í því máli, sem varðaði upphaflega 14 verslanir, gaf Samkeppniseftirlitið til kynna strax á fyrstu stigum máls að því sýndist að samruninn hefði ekki skaðleg áhrif á samkeppni á höfuðborgarsvæðinu, en líkur væru á því að samkeppni myndi skaðast á staðbundnum svæðum, þ.e. einkum á Suðurnesjum og á Akureyri,“ segir í mati Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Samkaup kaupir tólf verslanir Baskó „Afréðu samrunaaðilar þá að undanskilja verslanir á Akureyri og í Reykjanesbæ upphaflegum samningi. Á þeim grunni var Samkeppniseftirlitinu kleift að taka afstöðu til kaupa Samkaupa á 12 verslunum Basko, sbr. fyrrgreinda ákvörðun. Í framhaldinu tilkynntu samrunaaðilar að nýju kaup Samkaupa á útistandandi tveimur verslunum Basko,“ segir þar ennfremur og bætt við: „Framangreind kaup Samkaupa á verslunum Basko á höfuðborgarsvæðinu hafa styrkt stöðu Samkaupa sem þriðja stærsta keppinautarins á dagvörumarkaði. Það má hins vegar ekki verða á kostnað neytenda í Reykjanesbæ og á Akureyri. Því var óhjákvæmilegt að ógilda samrunann að því leyti.“ Nánar má fræðast um ógildinguna í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Akureyri Neytendur Reykjanesbær Samkeppnismál Tengdar fréttir Hagnaður Samkaupa jókst um 30 prósent milli ára Hagnaður Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, jókst um 30 prósent og var 336 milljónir króna árið 2018. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Kaupfélags Suðurnesja, sem á 59 prósenta hlut í matvörukeðjunni. 25. apríl 2019 10:00 Samkaup kaupir tólf verslanir Baskó Samkaup hafa keypt tólf verslanir Baskó á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal verslanir undir merkjum Iceland og valdar verslanir þar sem nú eru reknar 10-11 verslanir. 18. nóvember 2018 11:49 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að það hafi verið mat stofnunarinnar að kaupin hefðu „raskað verulega samkeppni á þessum tilteknu landssvæðum.“ Þannig hefði eiginlegum keppinautum fækkað úr þremur í tvo á Akureyri og úr fjórum í þrjá í Reykjanesbæ. Hefði samruninn þannig verið neytendum til tjóns að mati Samkeppniseftirlitsins. Áður hefur Samkeppniseftirlitið heimilað kaup Samkaupa á eignum 12 verslana Basko. „Í því máli, sem varðaði upphaflega 14 verslanir, gaf Samkeppniseftirlitið til kynna strax á fyrstu stigum máls að því sýndist að samruninn hefði ekki skaðleg áhrif á samkeppni á höfuðborgarsvæðinu, en líkur væru á því að samkeppni myndi skaðast á staðbundnum svæðum, þ.e. einkum á Suðurnesjum og á Akureyri,“ segir í mati Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Samkaup kaupir tólf verslanir Baskó „Afréðu samrunaaðilar þá að undanskilja verslanir á Akureyri og í Reykjanesbæ upphaflegum samningi. Á þeim grunni var Samkeppniseftirlitinu kleift að taka afstöðu til kaupa Samkaupa á 12 verslunum Basko, sbr. fyrrgreinda ákvörðun. Í framhaldinu tilkynntu samrunaaðilar að nýju kaup Samkaupa á útistandandi tveimur verslunum Basko,“ segir þar ennfremur og bætt við: „Framangreind kaup Samkaupa á verslunum Basko á höfuðborgarsvæðinu hafa styrkt stöðu Samkaupa sem þriðja stærsta keppinautarins á dagvörumarkaði. Það má hins vegar ekki verða á kostnað neytenda í Reykjanesbæ og á Akureyri. Því var óhjákvæmilegt að ógilda samrunann að því leyti.“ Nánar má fræðast um ógildinguna í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.
Akureyri Neytendur Reykjanesbær Samkeppnismál Tengdar fréttir Hagnaður Samkaupa jókst um 30 prósent milli ára Hagnaður Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, jókst um 30 prósent og var 336 milljónir króna árið 2018. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Kaupfélags Suðurnesja, sem á 59 prósenta hlut í matvörukeðjunni. 25. apríl 2019 10:00 Samkaup kaupir tólf verslanir Baskó Samkaup hafa keypt tólf verslanir Baskó á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal verslanir undir merkjum Iceland og valdar verslanir þar sem nú eru reknar 10-11 verslanir. 18. nóvember 2018 11:49 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Hagnaður Samkaupa jókst um 30 prósent milli ára Hagnaður Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, jókst um 30 prósent og var 336 milljónir króna árið 2018. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Kaupfélags Suðurnesja, sem á 59 prósenta hlut í matvörukeðjunni. 25. apríl 2019 10:00
Samkaup kaupir tólf verslanir Baskó Samkaup hafa keypt tólf verslanir Baskó á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal verslanir undir merkjum Iceland og valdar verslanir þar sem nú eru reknar 10-11 verslanir. 18. nóvember 2018 11:49