Guardiola sagði leikmönnum sínum ekki að gleyma heldur lifa með sársaukanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2019 09:00 Pep Guardiola eftir að mark Raheem Sterling var dæmt af í Meistaradeildinni. Getty/Marc Atkins Pep Guardiola og lærisveinar hans unnu enska meistaratitilinn um síðustu helgi og geta bætt við öðrum titli á morgun þegar þeir spila til úrslita í ensku bikarkeppninni. Manchester City mætir þá Watford í úrslitaleiknum á Wembley sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Manchester City á þá möguleika að vinna þrennuna á þessu tímabili því liðið vann einnig enska deildabikarinn. „Þegar þú vinnur titil, þá ferð þú í sturtu en vilt svo strax vinna annan titil og svo annan,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við BBC Sport. „Að vinna titla gerir líf þitt betra og auðveldara. Að vinna titla hjálpar þér við að vinna fleiri titla og hjálpar líka til að gera þetta félag betra,“ sagði Guardiola."Winning is addictive". Here's one happy Man City manager. pic.twitter.com/Djy6p09Gp6 — BBC Sport (@BBCSport) May 12, 2019„Ef við vinnum ekki bikarinn þá mun það samt ekki breyta mínu lífi eða þá skoðun minni á því hvað við þurfum að afreka á næsta tímabili,“ sagði Pep Guardiola. Guardiola segir að það sé ávanabindandi að vinna titla en hann sjálfur hefur unnið titla hvert sem hann hefur farið. Guardiola fór yfir víðan völl í viðtalinu við breska ríkisútvarpið og ræddi meðal annars tapið á móti Tottenham í Meistaradeildinni, hugarfar sinna ótrúlegu leikmanna, áhrif fyrirliðans Vincent Kompany hjá félaginu og hvað þarf að varast á móti Watford í bikarúrslitaleiknum á morgun. Manchester City átti möguleika á fernunni en tapaði á móti Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guardiola og fleiri fögnuðu „sigurmarki“ Raheem Sterling í uppbótatíma en markið var síðan dæmt af í Varsjánni vegna rangstöðu. „Já það tók sinn tíma að jafna sig á þessu. Tveimur og hálfum degi síðar mættum við Tottenham aftur í deildinni. Það var erfitt,“ sagði Guardiola. „Það var ótrúlegt að sjá 60 þúsund stuðningsmenn njóta þess að liðið væri komið áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar en vera svo dottnir út sekúndu síðar. Þú ferð frá mikilli gleði í að vera algjörlega niðurbrotinn,“ sagði Guardiola. „Þú ert að hugsa að þetta getur ekki verið að gerast. Ég gat heldur ekki sagt við mína leikmenn að gleyma þessu. Ég sagði þeim að lifa með sársaukanum og nota þessa slæmu tilfinningu til að keyra sig áfram,“ sagði Guardiola. „Við urðum að sætta okkur við þetta. Stundum vinnur þú þegar þú átt það ekki skilið og stundum tapar þú. Svona er lífið. Lífið er ekki auðvelt og það kemur fer að það fer mig þangað sem þú vilt ekki fara,“ sagði Guardiola.In the last two seasons, Pep Guardiola has: -Amassed 198 points from a possible 228 as Man City manager -Become the first #PL manager since Ferguson to win consecutive titles -Recorded the most and second most points in a single #PL season Incredible #MCFCpic.twitter.com/ImqW8HCPZz — William Hill (@WilliamHill) May 12, 2019Guardiola hrósar liði sínu fyrir hvernig þeir tókust á við þetta mikla áfall. Liðið vann Tottenham, Manchester United og Burnley í næstu deildarleikjum og lagði með því grunninn að því að vinna enska meistaratitilinn annað árið í röð. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Sjá meira
Pep Guardiola og lærisveinar hans unnu enska meistaratitilinn um síðustu helgi og geta bætt við öðrum titli á morgun þegar þeir spila til úrslita í ensku bikarkeppninni. Manchester City mætir þá Watford í úrslitaleiknum á Wembley sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Manchester City á þá möguleika að vinna þrennuna á þessu tímabili því liðið vann einnig enska deildabikarinn. „Þegar þú vinnur titil, þá ferð þú í sturtu en vilt svo strax vinna annan titil og svo annan,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við BBC Sport. „Að vinna titla gerir líf þitt betra og auðveldara. Að vinna titla hjálpar þér við að vinna fleiri titla og hjálpar líka til að gera þetta félag betra,“ sagði Guardiola."Winning is addictive". Here's one happy Man City manager. pic.twitter.com/Djy6p09Gp6 — BBC Sport (@BBCSport) May 12, 2019„Ef við vinnum ekki bikarinn þá mun það samt ekki breyta mínu lífi eða þá skoðun minni á því hvað við þurfum að afreka á næsta tímabili,“ sagði Pep Guardiola. Guardiola segir að það sé ávanabindandi að vinna titla en hann sjálfur hefur unnið titla hvert sem hann hefur farið. Guardiola fór yfir víðan völl í viðtalinu við breska ríkisútvarpið og ræddi meðal annars tapið á móti Tottenham í Meistaradeildinni, hugarfar sinna ótrúlegu leikmanna, áhrif fyrirliðans Vincent Kompany hjá félaginu og hvað þarf að varast á móti Watford í bikarúrslitaleiknum á morgun. Manchester City átti möguleika á fernunni en tapaði á móti Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guardiola og fleiri fögnuðu „sigurmarki“ Raheem Sterling í uppbótatíma en markið var síðan dæmt af í Varsjánni vegna rangstöðu. „Já það tók sinn tíma að jafna sig á þessu. Tveimur og hálfum degi síðar mættum við Tottenham aftur í deildinni. Það var erfitt,“ sagði Guardiola. „Það var ótrúlegt að sjá 60 þúsund stuðningsmenn njóta þess að liðið væri komið áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar en vera svo dottnir út sekúndu síðar. Þú ferð frá mikilli gleði í að vera algjörlega niðurbrotinn,“ sagði Guardiola. „Þú ert að hugsa að þetta getur ekki verið að gerast. Ég gat heldur ekki sagt við mína leikmenn að gleyma þessu. Ég sagði þeim að lifa með sársaukanum og nota þessa slæmu tilfinningu til að keyra sig áfram,“ sagði Guardiola. „Við urðum að sætta okkur við þetta. Stundum vinnur þú þegar þú átt það ekki skilið og stundum tapar þú. Svona er lífið. Lífið er ekki auðvelt og það kemur fer að það fer mig þangað sem þú vilt ekki fara,“ sagði Guardiola.In the last two seasons, Pep Guardiola has: -Amassed 198 points from a possible 228 as Man City manager -Become the first #PL manager since Ferguson to win consecutive titles -Recorded the most and second most points in a single #PL season Incredible #MCFCpic.twitter.com/ImqW8HCPZz — William Hill (@WilliamHill) May 12, 2019Guardiola hrósar liði sínu fyrir hvernig þeir tókust á við þetta mikla áfall. Liðið vann Tottenham, Manchester United og Burnley í næstu deildarleikjum og lagði með því grunninn að því að vinna enska meistaratitilinn annað árið í röð.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Sjá meira