Óháð fagráð verði skipað til að bregðast við #metoo-málum Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2019 13:21 Stýrihópurinn leggur meðal annars til að Stjórnarráðsdagurinn 2019 verði helgaður #metoo. vísir/vilhelm Sérstakur stýrihópur stjórnvalda um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi hefur lagt til að skipað verði óháð fagráð til að bregðast við tilkynningum og ábendingum um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni eða ofbeldi innan Stjórnarráðs Íslands. Skýrsla stýrihópsins um #metoo og Stjórnarráð Íslands sem vinnustað var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Í tilkynningu frá forsætisráðuneyti segir að í skýrslunni komi fram að samkvæmt niðurstöðum kannana sé kynferðisleg áreitni ekki mjög algeng innan ráðuneytanna. Kannanir bendi þó til að þolendur áreitni séu hikandi við að kvarta formlega og þegar þeir gera það séu þeir ekki endilega sáttir við málsmeðferð. „Í skýrslunni eru lagðar til eftirfarandi aðgerðir: 1. Skipað verði óháð fagráð, sem hafi það hlutverk að taka við, meta og fara með tilkynningar og ábendingar sem því berast um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 2. Endurskoðun á Stefnu og áætlun Stjórnarráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni og kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi verði fram haldið og skerpt verði á verkferlum í tilfellum þar sem undirstofnanir leita ráða um málsmeðferð. 3. Stjórnarráðsdagurinn 2019 verði helgaður #metoo. 4. Gert verði átak í að efla fræðslu og umræðu til að byggja upp vinnustaðamenningu þar sem kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi fær ekki að líðast. Jafnréttisstofu verði falið að taka saman yfirlit yfir fræðsluefni sem þegar er til og að útbúa fræðslupakka til þriggja ára sem ráðuneytin geta nýtt sér. Þá verði Jafnréttisstofu falið að gera tillögu um bætta fræðslu fyrir nýliða innan Stjórnarráðsins. 5. Kannaður verði fýsileiki þess að útbúa Jafnréttisskref fyrir starfsemi vinnustaða, sambærileg Grænu skrefunum um vistvænan rekstur. 6. Ráðuneytin tryggi að jafnréttisfulltrúar hafi forsendur, burði og svigrúm til að sinna þeim mikilvægu verkefnum sem á borði þeirra eru.“ MeToo Stjórnsýsla Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Sérstakur stýrihópur stjórnvalda um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi hefur lagt til að skipað verði óháð fagráð til að bregðast við tilkynningum og ábendingum um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni eða ofbeldi innan Stjórnarráðs Íslands. Skýrsla stýrihópsins um #metoo og Stjórnarráð Íslands sem vinnustað var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Í tilkynningu frá forsætisráðuneyti segir að í skýrslunni komi fram að samkvæmt niðurstöðum kannana sé kynferðisleg áreitni ekki mjög algeng innan ráðuneytanna. Kannanir bendi þó til að þolendur áreitni séu hikandi við að kvarta formlega og þegar þeir gera það séu þeir ekki endilega sáttir við málsmeðferð. „Í skýrslunni eru lagðar til eftirfarandi aðgerðir: 1. Skipað verði óháð fagráð, sem hafi það hlutverk að taka við, meta og fara með tilkynningar og ábendingar sem því berast um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 2. Endurskoðun á Stefnu og áætlun Stjórnarráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni og kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi verði fram haldið og skerpt verði á verkferlum í tilfellum þar sem undirstofnanir leita ráða um málsmeðferð. 3. Stjórnarráðsdagurinn 2019 verði helgaður #metoo. 4. Gert verði átak í að efla fræðslu og umræðu til að byggja upp vinnustaðamenningu þar sem kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi fær ekki að líðast. Jafnréttisstofu verði falið að taka saman yfirlit yfir fræðsluefni sem þegar er til og að útbúa fræðslupakka til þriggja ára sem ráðuneytin geta nýtt sér. Þá verði Jafnréttisstofu falið að gera tillögu um bætta fræðslu fyrir nýliða innan Stjórnarráðsins. 5. Kannaður verði fýsileiki þess að útbúa Jafnréttisskref fyrir starfsemi vinnustaða, sambærileg Grænu skrefunum um vistvænan rekstur. 6. Ráðuneytin tryggi að jafnréttisfulltrúar hafi forsendur, burði og svigrúm til að sinna þeim mikilvægu verkefnum sem á borði þeirra eru.“
MeToo Stjórnsýsla Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira