Lyon mun líklegra til þess að vinna Meistaradeild Evrópu Hjörvar Ólafsson skrifar 18. maí 2019 10:00 Ada Hegerberg, besti leikmaður heims 2018, á æfingu fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. vísir/getty Fótbolti Franska knattspyrnufélagið Lyon getur í dag tryggt sér sigur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna í sjötta skipti en liðið er sigursælasta liðið í sögu keppninnar. Ljónið á vegi Lyon er Barcelona en spænska liðið er algerlega blautt á bak við eyrun á þessu stigi keppninnar. Fari Barcelona með sigur af hólmi í þessum leik þá brýtur félagið blað í sögunni en spænska félagið verður þá það fyrsta til þess að eiga lið sem hefur unnið keppnina bæði í kvenna- og karlaflokki. Barcelona hefur undanfarið vaknað til lífsins hvað kvennaknattspyrnu varðar og eytt miklu púðri í liðið. Fréttablaðið fékk Daða Rafnsson, sérfræðing um kvennaknattspyrnu, til þess að ræða það hvernig leik búast megi við og líklegri þróun hans. „Lyon er með mun sterkara lið á pappírnum og ef farið er yfir byrjunarlið og leikmannahóp liðanna leikmann fyrir leikmann þá er Lyon með sterkari leikmenn í öllum stöðum. Ég myndi segja að getumunurinn sé þó nokkur og ef allt verður eðlilegt fer Lyon með sannfærandi sigur af hólmi,“ segir Daði um leikinn. „Barcelona er með mjög spennandi lið sem er rísandi stórveldi í kvennaknattspyrnu en liðið er ekki komið á þann stall sem Lyon er á. Að mínu mati er Wolfsburg með næstbesta lið Evrópu um þessar mundir og Lyon sló þýska liðið úr leik fyrr í keppninni að þessu sinni. Það er mikill uppgangur í spænskri kvennaknattspyrnu og til að mynda eru spænsku yngri landsliðin í fremsta gæðaflokki. Barcelona er svo að bæta við sig mjög sterkum leikmönnum fyrir næsta tímabil og orðað við fremstu leikmenn heims og ég held að spænsk félags- og landslið muni ýta við valdajafnvæginu í kvennaknattspyrnunni í Evrópu og í heiminum næsta áratuginn,“ segir Daði enn fremur. „Lyon er hins vegar bara með draumalið og hefur á að skipa Ödu Hegerberg sem er besti leikmaður heims og varnarlína Barcelona er veikasti hluti liðsins. Ég held að Barcelona muni eiga í miklum vandræðum með hana og aðra framherja liðsins. Það verður mjög gaman að sjá einvígi Asisat Oshoala, nígeríska framherjans í liði Barcelona, og Wendie Renard, burðaráss í vörn Lyon. Oshoala er stór og sterkur framherji sem getur velgt Renard undir uggum hvað varðar hæð, styrk og hraða,“ segir hann þegar hann er beðinn um að bera liðin saman. „Barcelona er svo með leikmenn á borð við Lieke Mertens og Tony Duggan sem geta hæglega sært vörn Lyon en ég held hins vegar að franska liðið muni ná að halda þeim í skefjum. Barcelona spilar skemmtilegan fótbolta með snöggu spili og tæknilega góða leikmenn í flestum stöðum. Þær munu ekki leggjast í vörn og reyna að hafa betur í þessum leik. Þetta eru tvö mjög vel spilandi og skemmtileg knattspyrnulið og það verður mjög gaman að horfa á þennan leik. Ef ég ætti að leggja pening undir á það hvernig leikurinn fer þá myndi ég tippa á Lyon og myndi ávaxta pund mitt vel ef ég spáði fyrir um spænskan sigur,“ segir Daði um líklegan sigurvegara leiksins. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Sjá meira
Fótbolti Franska knattspyrnufélagið Lyon getur í dag tryggt sér sigur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna í sjötta skipti en liðið er sigursælasta liðið í sögu keppninnar. Ljónið á vegi Lyon er Barcelona en spænska liðið er algerlega blautt á bak við eyrun á þessu stigi keppninnar. Fari Barcelona með sigur af hólmi í þessum leik þá brýtur félagið blað í sögunni en spænska félagið verður þá það fyrsta til þess að eiga lið sem hefur unnið keppnina bæði í kvenna- og karlaflokki. Barcelona hefur undanfarið vaknað til lífsins hvað kvennaknattspyrnu varðar og eytt miklu púðri í liðið. Fréttablaðið fékk Daða Rafnsson, sérfræðing um kvennaknattspyrnu, til þess að ræða það hvernig leik búast megi við og líklegri þróun hans. „Lyon er með mun sterkara lið á pappírnum og ef farið er yfir byrjunarlið og leikmannahóp liðanna leikmann fyrir leikmann þá er Lyon með sterkari leikmenn í öllum stöðum. Ég myndi segja að getumunurinn sé þó nokkur og ef allt verður eðlilegt fer Lyon með sannfærandi sigur af hólmi,“ segir Daði um leikinn. „Barcelona er með mjög spennandi lið sem er rísandi stórveldi í kvennaknattspyrnu en liðið er ekki komið á þann stall sem Lyon er á. Að mínu mati er Wolfsburg með næstbesta lið Evrópu um þessar mundir og Lyon sló þýska liðið úr leik fyrr í keppninni að þessu sinni. Það er mikill uppgangur í spænskri kvennaknattspyrnu og til að mynda eru spænsku yngri landsliðin í fremsta gæðaflokki. Barcelona er svo að bæta við sig mjög sterkum leikmönnum fyrir næsta tímabil og orðað við fremstu leikmenn heims og ég held að spænsk félags- og landslið muni ýta við valdajafnvæginu í kvennaknattspyrnunni í Evrópu og í heiminum næsta áratuginn,“ segir Daði enn fremur. „Lyon er hins vegar bara með draumalið og hefur á að skipa Ödu Hegerberg sem er besti leikmaður heims og varnarlína Barcelona er veikasti hluti liðsins. Ég held að Barcelona muni eiga í miklum vandræðum með hana og aðra framherja liðsins. Það verður mjög gaman að sjá einvígi Asisat Oshoala, nígeríska framherjans í liði Barcelona, og Wendie Renard, burðaráss í vörn Lyon. Oshoala er stór og sterkur framherji sem getur velgt Renard undir uggum hvað varðar hæð, styrk og hraða,“ segir hann þegar hann er beðinn um að bera liðin saman. „Barcelona er svo með leikmenn á borð við Lieke Mertens og Tony Duggan sem geta hæglega sært vörn Lyon en ég held hins vegar að franska liðið muni ná að halda þeim í skefjum. Barcelona spilar skemmtilegan fótbolta með snöggu spili og tæknilega góða leikmenn í flestum stöðum. Þær munu ekki leggjast í vörn og reyna að hafa betur í þessum leik. Þetta eru tvö mjög vel spilandi og skemmtileg knattspyrnulið og það verður mjög gaman að horfa á þennan leik. Ef ég ætti að leggja pening undir á það hvernig leikurinn fer þá myndi ég tippa á Lyon og myndi ávaxta pund mitt vel ef ég spáði fyrir um spænskan sigur,“ segir Daði um líklegan sigurvegara leiksins.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn