Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi Sóleyjar Sighvatur Jónsson skrifar 18. maí 2019 12:15 Frá björgunaraðgerðum í morgun. Mynd/Guðmundur St. Valdimarsson Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns þegar eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi. Vegna rafmagnsleysis hefur ekki verið unnt að draga tvö troll skipsins inn og því er tímafrekt að draga skipið til Akureyrar, að sögn skipstjóra rækjutogarans Múlabergs sem dregur Sóleyju til hafnar. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um eld í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns GK. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang ásamt varðskipinu Tý. Togarinn Múlaberg SI var við rækjuveiðar í 25 sjómílna fjarlægð. Finnur Bernharð Sigurbjörnsson, skipstjóri á Múlabergi, segir að strax hafi veri híft og siglt á vettvang þegar neyðarkall barst frá áhöfn Sóleyjar. Tilkynnt hafi verið um mikinn reyk í vélarrúmi. Rafmagnslaust var um borð í Sóleyju og vél skipsins ekki gangfær. Átta manna áhöfn Sóleyjar var í flotgöllum í brú skipsins. „Við náðum að koma taug á milli skipanna í annarri tilraun, það var svolítil hreyfing á skipunum,“ segir Finnur. Símasambandslaust hefur verið við Sóleyju vegna rafmagnsleysis um borð. „Það brunnu þrjár rafmagnstöflur og eitthvað meira í vélarrúminu. En það er búið að koma vararafstöð frá varðskipi um borð.“Ganga menn þá út frá því að það hafi kviknað í út frá rafmagni? „Já, það eru allar líkur á því að það hafi orðið einhver sprenging í rafmagnstöflunni. Þetta lítur illa út skildist mér á vélstjóranum þeirra.“Varðskipið Týr var sent á vettvang ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.Mynd/Guðmundur St. ValdimarssonVélstjórinn nýrfarinn þegar eldur kviknaði Finnur segir að áhöfnin sé ómeidd. Vélstjórinn hafi verið nýfarinn úr vélarrúmi þegar eldurinn kviknaði. „Þyrlan tók tvo menn til að létta á hjá þeim, þetta er enginn aðbúnaður um borð í skipi þegar allt er dautt - rafmagnslaust, ljóslaust og allslaust,“ segir Finnur skipstjóri á Múlabergi. Hann segir að ferðin sækist hægt og býst við að koma til hafnar á Akureyri eftir um sólarhring. Þetta er í þriðja skipti sem eldur kemur upp í togaranum Sóleyju Sigurjóns sem er í eigu Nesfisks. Eldur kom upp í vélarrúmi skipsins 2015 og 2008. Akureyri Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi Sjá meira
Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns þegar eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi. Vegna rafmagnsleysis hefur ekki verið unnt að draga tvö troll skipsins inn og því er tímafrekt að draga skipið til Akureyrar, að sögn skipstjóra rækjutogarans Múlabergs sem dregur Sóleyju til hafnar. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um eld í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns GK. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang ásamt varðskipinu Tý. Togarinn Múlaberg SI var við rækjuveiðar í 25 sjómílna fjarlægð. Finnur Bernharð Sigurbjörnsson, skipstjóri á Múlabergi, segir að strax hafi veri híft og siglt á vettvang þegar neyðarkall barst frá áhöfn Sóleyjar. Tilkynnt hafi verið um mikinn reyk í vélarrúmi. Rafmagnslaust var um borð í Sóleyju og vél skipsins ekki gangfær. Átta manna áhöfn Sóleyjar var í flotgöllum í brú skipsins. „Við náðum að koma taug á milli skipanna í annarri tilraun, það var svolítil hreyfing á skipunum,“ segir Finnur. Símasambandslaust hefur verið við Sóleyju vegna rafmagnsleysis um borð. „Það brunnu þrjár rafmagnstöflur og eitthvað meira í vélarrúminu. En það er búið að koma vararafstöð frá varðskipi um borð.“Ganga menn þá út frá því að það hafi kviknað í út frá rafmagni? „Já, það eru allar líkur á því að það hafi orðið einhver sprenging í rafmagnstöflunni. Þetta lítur illa út skildist mér á vélstjóranum þeirra.“Varðskipið Týr var sent á vettvang ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.Mynd/Guðmundur St. ValdimarssonVélstjórinn nýrfarinn þegar eldur kviknaði Finnur segir að áhöfnin sé ómeidd. Vélstjórinn hafi verið nýfarinn úr vélarrúmi þegar eldurinn kviknaði. „Þyrlan tók tvo menn til að létta á hjá þeim, þetta er enginn aðbúnaður um borð í skipi þegar allt er dautt - rafmagnslaust, ljóslaust og allslaust,“ segir Finnur skipstjóri á Múlabergi. Hann segir að ferðin sækist hægt og býst við að koma til hafnar á Akureyri eftir um sólarhring. Þetta er í þriðja skipti sem eldur kemur upp í togaranum Sóleyju Sigurjóns sem er í eigu Nesfisks. Eldur kom upp í vélarrúmi skipsins 2015 og 2008.
Akureyri Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent