Mótmæla þriðja orkupakkanum á Austurvelli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. maí 2019 16:15 Ólafur Vigfús Ólafsson. Vísir/Baldur Mótmæli gegn þriðja orkupakkanum fara nú fram á Austurvelli. Á annað hundrað manns komu saman fyrir utan Alþingishúsið. Á Facebook-viðburði mótmælanna, sem bar yfirskriftina „Mótmæli gegn Orkupakka 3,“ er auglýst þverpólitísk dagskrá þar sem landsþekktar persónur koma fram. Mótmælin voru skipulögð af tvennum samtökum, Gulu vestunum annars vegar, og Orkunni okkar hins vegar. Meðal þeirra hvers koma var boðuð á mótmælafundinn voru Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og Ómar Ragnarsson, flugmaður, dagskrárgerðarmaður, tónlistarmaður og náttúruverndarsinni. Þá var Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem BlazRoca, með „geggjað atriði,“ að því er kemur fram í lýsingu viðburðarins. Ólafur Vigfús Ólafsson hjá Orkunni okkar segir samtökin samanstanda af fólki úr öllum flokkum, sem vilji halda orkuauðlindum í eigu íslensku þjóðarinnar. „Þetta eru einmála samtök sem vilja halda orkuauðlindinni hjá þjóðinni. Við viljum ekki láta græðgisvæða þetta og hrifsa þetta af okkur með tilheyrandi hækkun á rafmagnsreikningum, hugsanlega sæstreng, og ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“Samþykkt orkupakkans sé landráð Ólafur bar skilti á mótmælunum, en á skiltinu stóð „Samþykkt orkupakka 3 er LANDRÁÐ.“ Inntur eftir rökstuðningi fyrir því sagði hann landráð að „afhenda orkuauðlindir úr landi.“ „Við eigum ekki gull, við eigum ekki olíu og við eigum ekki gas. Við eigum þennan fisk í sjónum og við eigum þessa orku okkar. Við höfum ekki meira hérna. Ef það á að taka þetta af þjóðinni, þá eru það landráð. Svik við þjóðina. Svik við fólkið í landinu.“Ögmundur Jónasson tók til máls.Vísir/SighvaturÁ annað hundrað manns komu saman á Austurvelli.Vísir/SighvaturÓmar Ragnarsson mætti í gulu vesti á mótmælin.Vísir/Sighvatur Reykjavík Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56 Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00 Afgreiðsla þriðja orkupakkans fer fyrir brjóstið á Miðflokknum Þriðji orkupakkinn var í dag afgreiddur út úr utanríkismálanefnd Alþingis en þingmenn Miðflokksins eru óánægðir og telja að ætlunin sé að þröngva málinu í gegn. 13. maí 2019 13:42 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Mótmæli gegn þriðja orkupakkanum fara nú fram á Austurvelli. Á annað hundrað manns komu saman fyrir utan Alþingishúsið. Á Facebook-viðburði mótmælanna, sem bar yfirskriftina „Mótmæli gegn Orkupakka 3,“ er auglýst þverpólitísk dagskrá þar sem landsþekktar persónur koma fram. Mótmælin voru skipulögð af tvennum samtökum, Gulu vestunum annars vegar, og Orkunni okkar hins vegar. Meðal þeirra hvers koma var boðuð á mótmælafundinn voru Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og Ómar Ragnarsson, flugmaður, dagskrárgerðarmaður, tónlistarmaður og náttúruverndarsinni. Þá var Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem BlazRoca, með „geggjað atriði,“ að því er kemur fram í lýsingu viðburðarins. Ólafur Vigfús Ólafsson hjá Orkunni okkar segir samtökin samanstanda af fólki úr öllum flokkum, sem vilji halda orkuauðlindum í eigu íslensku þjóðarinnar. „Þetta eru einmála samtök sem vilja halda orkuauðlindinni hjá þjóðinni. Við viljum ekki láta græðgisvæða þetta og hrifsa þetta af okkur með tilheyrandi hækkun á rafmagnsreikningum, hugsanlega sæstreng, og ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“Samþykkt orkupakkans sé landráð Ólafur bar skilti á mótmælunum, en á skiltinu stóð „Samþykkt orkupakka 3 er LANDRÁÐ.“ Inntur eftir rökstuðningi fyrir því sagði hann landráð að „afhenda orkuauðlindir úr landi.“ „Við eigum ekki gull, við eigum ekki olíu og við eigum ekki gas. Við eigum þennan fisk í sjónum og við eigum þessa orku okkar. Við höfum ekki meira hérna. Ef það á að taka þetta af þjóðinni, þá eru það landráð. Svik við þjóðina. Svik við fólkið í landinu.“Ögmundur Jónasson tók til máls.Vísir/SighvaturÁ annað hundrað manns komu saman á Austurvelli.Vísir/SighvaturÓmar Ragnarsson mætti í gulu vesti á mótmælin.Vísir/Sighvatur
Reykjavík Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56 Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00 Afgreiðsla þriðja orkupakkans fer fyrir brjóstið á Miðflokknum Þriðji orkupakkinn var í dag afgreiddur út úr utanríkismálanefnd Alþingis en þingmenn Miðflokksins eru óánægðir og telja að ætlunin sé að þröngva málinu í gegn. 13. maí 2019 13:42 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56
Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00
Afgreiðsla þriðja orkupakkans fer fyrir brjóstið á Miðflokknum Þriðji orkupakkinn var í dag afgreiddur út úr utanríkismálanefnd Alþingis en þingmenn Miðflokksins eru óánægðir og telja að ætlunin sé að þröngva málinu í gegn. 13. maí 2019 13:42