Hættulegur vegarkafli í Öræfum ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár Sighvatur Jónsson skrifar 18. maí 2019 19:30 Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. Rútuslysið á fimmtudaginn varð á mjög þröngum kafla á þjóðveginum nærri Fagurhólsmýri. Bæjarstjórinn í Hornafirði sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að íbúar væru á nálum yfir lélegu vegakerfi í gegnum sveitarfélagið. Úrbóta sé þörf og tímabært að breikka hringveginn á þessum slóðum. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, segir að umræddur vegarkafli sé mjög langur. „Við gerum okkur grein fyrir því að hann er mjór og umferðin þarna hefur aukist miklu meira á undanförnum árum heldur en reiknað var með fyrir 10-15 árum,“ segir G. Pétur. Tugprósenta aukning hefur orðið á umferð um Suðurland. Tölur frá Vegagerðinni sýna að meðaltalsumferð á dag yfir árið er orðin meiri á veginum við Reynisfjall við Vík en um Holtavörðuheiði fyrir norðan. Ef eingöngu er litið til vetrarumferðar frá desember til mars hefur hún aukist enn meira á Suðurlandi. Umferð um Kvísker í Öræfum er farin að nálgast umferð um Holtavörðuheiði.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að vegurinn með Suðurströndinni austur að Höfn sé ekinn miklu meira en vegurinn þoli.Skilurðu áhyggjur íbúa á svæðinu? „Mjög eðlilega.“Finnst þér þetta atvik gefa til kynna að það þurfi að fara fyrr í þennan kafla? „Það er það sem er gert, það er notuð tölfræði yfir óhöpp, atvik og slys til að forgangsraða með þeim hætti að fjármunirnir fari þangað sem mest þörf er á.“Þannig að þessi kafli, hann verður eins í það minnsta nokkur ár til viðbótar? „Samkvæmt þeim forgangsverkefnum sem við erum með í dag eru einhver ár í það já,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. Rútuslysið á fimmtudaginn varð á mjög þröngum kafla á þjóðveginum nærri Fagurhólsmýri. Bæjarstjórinn í Hornafirði sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að íbúar væru á nálum yfir lélegu vegakerfi í gegnum sveitarfélagið. Úrbóta sé þörf og tímabært að breikka hringveginn á þessum slóðum. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, segir að umræddur vegarkafli sé mjög langur. „Við gerum okkur grein fyrir því að hann er mjór og umferðin þarna hefur aukist miklu meira á undanförnum árum heldur en reiknað var með fyrir 10-15 árum,“ segir G. Pétur. Tugprósenta aukning hefur orðið á umferð um Suðurland. Tölur frá Vegagerðinni sýna að meðaltalsumferð á dag yfir árið er orðin meiri á veginum við Reynisfjall við Vík en um Holtavörðuheiði fyrir norðan. Ef eingöngu er litið til vetrarumferðar frá desember til mars hefur hún aukist enn meira á Suðurlandi. Umferð um Kvísker í Öræfum er farin að nálgast umferð um Holtavörðuheiði.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að vegurinn með Suðurströndinni austur að Höfn sé ekinn miklu meira en vegurinn þoli.Skilurðu áhyggjur íbúa á svæðinu? „Mjög eðlilega.“Finnst þér þetta atvik gefa til kynna að það þurfi að fara fyrr í þennan kafla? „Það er það sem er gert, það er notuð tölfræði yfir óhöpp, atvik og slys til að forgangsraða með þeim hætti að fjármunirnir fari þangað sem mest þörf er á.“Þannig að þessi kafli, hann verður eins í það minnsta nokkur ár til viðbótar? „Samkvæmt þeim forgangsverkefnum sem við erum með í dag eru einhver ár í það já,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira