Aaron Ramsey hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Arsenal en hann mun ekki taka þátt í lokaleikjum liðsins á tímabilinu vegna meiðsla.
Ramesy, sem hefur spilað fyrir Arsenal síðan 2008, meiddist aftan í læri í leik Arsenal og Napólí í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar um miðjan apríl.
Arsenal vonaðist eftir því að Walesverjinn næði síðustu leikjum ensku úrvalsdeildarinnar eða mögulega úrslitaleik Evrópudeildarinnar, ef Skytturnar komast þangað, en nú er ljóst að hann nær því ekki.
Það þýðir að Ramsey hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið þar sem hann er á förum í sumar.
Samningur Ramsey rennur út 30. júní og hann er nú þegar búinn að semja við Juventus og mun ganga til liðs við Ítalíumeistaranna.
Ramsey á 64 mörk í 369 leikjum fyrir Arsenal, en er á þessu tímabili búinn að skora sex í 40 leikjum.
Ramsey búinn að spila síðasta leikinn fyrir Arsenal

Tengdar fréttir

Söngvari Prodigy sá sautjándi sem kveður eftir mark frá Aaron Ramsey
Leikmaður Arsenal heldur áfram að stráfella heimsþekkta einstaklinga með mörkum sínum.

Ramsey búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Juve
Aaron Ramsey er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Ítalíumeistara Juventus.

Emery gæti fundið staðgengil Ramsey í unglingastarfi Arsenal
Unai Emery, stjóri Arsenal, kveðst ekki vera búinn að gera það upp við sig hvort hann muni láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar.