Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál Sighvatur Jónsson skrifar 1. maí 2019 19:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í þriggja daga heimsókn í Bretlandi. Í dag hitti hún Jeremy Corbyn í breska þinghúsinu. Mynd/Halla Gunnarsdóttir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu. Í gær ræddi Katrín Jakobsdóttir um aðgerðir í loftslagsmálum við Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands, á fundi þeirra í Edinborg. Um hádegisbil flaug Katrín ásamt fylgdarliði yfir til London. Síðdegis átti hún fund í breska þinghúsinu með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Katrín segir að líkt og í gær hafi aðallega verið rætt um loftslagsmál.Frá fundi Katrínar Jakobsdóttur og Jeremy Corbyn í dag.Mynd/Halla GunnarsdóttirBresk umræða um neyðarástand í loftslagsmálum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd samþykktu ályktun á aðalfundi í gær þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Þetta er umræða sem kemur einmitt héðan frá Bretlandi þar sem bæði Nicola Sturgeon og Jeremy Corbyn hafa talað fyrir því. Fyrir mig snúast þessi mál fyrst og fremst um til hvaða aðgerða er verið að grípa. Nú er það svo að við höfum lagt fram mjög ítarlega aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem við vitum að mun þurfa að endurskoða með reglulegum hætti. Þetta er í fyrsta sinn sem verið er að setja raunverulega fjármuni inn í loftslagsmálin,“ segir Katrín. Hún segir að þeir forystumenn í breskum stjórnmálum sem hún hafi rætt við líti til aðgerða Íslendinga í loftslagsmálum.Tilkynnt um aðgerðir í maí Framkvæmdastjóri Landverndar gagnrýndi í hádegisfréttum Bylgjunnar að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum væri hvorki tímasett né magnbundin. „Við höfum auðvitað sagt það mjög skýrt, við vildum fara í gang strax í haust með okkar aðgerðaráætlun og teljum hins vegar að hana þurfi að endurskoða með reglulegum hætti. Nú í maí mun umhverfisráðherra og ríkisstjórnin kynna til hvaða aðgerða verður gripið næstu misserin sem er afrakstur þeirra vinnu sem hefur staðið yfir frá því í haust. Við þurfum að taka öll höndum saman því það deilir enginn um það hversu brýnt þetta mál er,“ segir Katrín forsætisráðherra. Á morgun hittir Katrín meðal annarra Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Búast má við því að Brexit komi til umræðu en Katrín segir úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu bera á góma á nær hverjum fundi ferðar hennar. Bretland Brexit Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu. Í gær ræddi Katrín Jakobsdóttir um aðgerðir í loftslagsmálum við Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands, á fundi þeirra í Edinborg. Um hádegisbil flaug Katrín ásamt fylgdarliði yfir til London. Síðdegis átti hún fund í breska þinghúsinu með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Katrín segir að líkt og í gær hafi aðallega verið rætt um loftslagsmál.Frá fundi Katrínar Jakobsdóttur og Jeremy Corbyn í dag.Mynd/Halla GunnarsdóttirBresk umræða um neyðarástand í loftslagsmálum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd samþykktu ályktun á aðalfundi í gær þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Þetta er umræða sem kemur einmitt héðan frá Bretlandi þar sem bæði Nicola Sturgeon og Jeremy Corbyn hafa talað fyrir því. Fyrir mig snúast þessi mál fyrst og fremst um til hvaða aðgerða er verið að grípa. Nú er það svo að við höfum lagt fram mjög ítarlega aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem við vitum að mun þurfa að endurskoða með reglulegum hætti. Þetta er í fyrsta sinn sem verið er að setja raunverulega fjármuni inn í loftslagsmálin,“ segir Katrín. Hún segir að þeir forystumenn í breskum stjórnmálum sem hún hafi rætt við líti til aðgerða Íslendinga í loftslagsmálum.Tilkynnt um aðgerðir í maí Framkvæmdastjóri Landverndar gagnrýndi í hádegisfréttum Bylgjunnar að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum væri hvorki tímasett né magnbundin. „Við höfum auðvitað sagt það mjög skýrt, við vildum fara í gang strax í haust með okkar aðgerðaráætlun og teljum hins vegar að hana þurfi að endurskoða með reglulegum hætti. Nú í maí mun umhverfisráðherra og ríkisstjórnin kynna til hvaða aðgerða verður gripið næstu misserin sem er afrakstur þeirra vinnu sem hefur staðið yfir frá því í haust. Við þurfum að taka öll höndum saman því það deilir enginn um það hversu brýnt þetta mál er,“ segir Katrín forsætisráðherra. Á morgun hittir Katrín meðal annarra Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Búast má við því að Brexit komi til umræðu en Katrín segir úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu bera á góma á nær hverjum fundi ferðar hennar.
Bretland Brexit Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent