Við ætlum að breyta þjóðfélaginu Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. maí 2019 06:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. Þær voru meðal ræðumanna á Ingólfstorgi í gær ásamt Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formannni BSRB. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við ætlum ekki lengur að fórna okkur sjálfum fyrir þjóðfélag sem byggir á óréttlæti og arðráni. Nei, við ætlum að breyta þjóðfélaginu,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í ræðu sinni á útifundi á Ingólfstorgi í gær á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Sólveig Anna fór í ræðu sinni yfir viðburðaríkan vetur kjarabaráttu og verkfalla. Hún sagði að andlýðræðislegasta fólkið á Íslandi hafi brjálast vegna krafna verkalýðshreyfingarinnar. Hreyfingin hafi verið úthrópuð og kölluð glæpafólk, landráðamenn og hyski. „Þau sem hafa látið sem það væri náttúrulögmál að þau hafi endalaus völd til þess að ákveða lífsskilyrði okkar, afkomu, aðstæður, voru opinberuð sem vanstilltir loddarar og arðránskerfið opinberaðist sem það svo sannarlega er. Kerfi tryllts óréttlætis hefur fengið að stigmagnast síðustu áratugi,“ sagði Sólveig Anna. Sá tími væri liðinn að verkalýðshreyfingin væri aðeins í baráttuhug einu sinni á ári. „Sá tími er liðinn að við látum okkur nægja að bíða og biðja. Sá tími er liðinn að við látum okkur nægja að fara bónleið til að kreista út þúsundkalla frá auðstéttinni. Við erum hér og þau skulu venjast því.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, hélt aðalræðuna í dagskrá hátíðarhaldanna á Akureyri. Drífa lagði í ræðu sinni áherslu á að þau samfélög þar sem jöfnuður ríkti væru undantekningalaust betri samfélög en þau þar sem ójöfnuður ríkti. „Barátta verkalýðshreyfingarinnar er því ekki barátta einstakra hópa fyrir betri kjörum heldur barátta fyrir betri heild og betra samfélagi,“ sagði Drífa. Það væri áhyggjuefni að misrétti hafi verið að aukast undanfarna áratugi. Þá væri mikilvægt að hrinda árásum á lýðræðið. Til væru þeir sem sjái sér hag í því að grafa undan trú fólks á lýðræðinu, meðal annars með því að ala á andúð gagnvart minnihlutahópum. „Það er gömul saga og ný að til að ná völdum er minnihlutahópum stundum att saman, eins og til dæmis öryrkjum og innflytjendum eða láglaunafólki og eldri borgurum. Það er nauðsynlegt fyrir lýðræði og mannréttindi að við látum ekki glepjast af slíkum tilraunum.“ Drífa fór einnig yfir þær breytingar sem eru að eiga sér stað á vinnumarkaði. Verkalýðshreyfingin þurfi að þróast í takt við tíðarandann til að takast á við risavaxnar áskoranir. „Við megum aldrei gefa afslátt af áunnum réttindum, kjörum og öryggi á vinnustað heldur leita leiða til að bæta enn frekar í. Það eru stór verkefni sem bíða okkar en verkalýðshreyfingin á Íslandi er vel skipulögð grasrótarhreyfing og tilbúin í það sem koma skal.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Verkalýðslömb í Húsdýragarðinum Ærin Bílda sem býr í Húsdýragarðinum í Reykjavík bar í nótt tveimur gimbrum. 1. maí 2019 10:47 Grái herinn krefst þess að lægstu eftirlaun verði aldrei lægri en lágmarkslaun Þetta kom fram í hátíðarræðu Ágústu Skúladóttur, leikstjóra og eins af stofnendum Gráa hersins, á fundi á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins á Húsavík í dag. 1. maí 2019 14:38 Þykir ógeðfellt að verslanir auglýsi sérstök tilboð sem gilda aðeins á verkalýðsdaginn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Við ætlum ekki lengur að fórna okkur sjálfum fyrir þjóðfélag sem byggir á óréttlæti og arðráni. Nei, við ætlum að breyta þjóðfélaginu,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í ræðu sinni á útifundi á Ingólfstorgi í gær á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Sólveig Anna fór í ræðu sinni yfir viðburðaríkan vetur kjarabaráttu og verkfalla. Hún sagði að andlýðræðislegasta fólkið á Íslandi hafi brjálast vegna krafna verkalýðshreyfingarinnar. Hreyfingin hafi verið úthrópuð og kölluð glæpafólk, landráðamenn og hyski. „Þau sem hafa látið sem það væri náttúrulögmál að þau hafi endalaus völd til þess að ákveða lífsskilyrði okkar, afkomu, aðstæður, voru opinberuð sem vanstilltir loddarar og arðránskerfið opinberaðist sem það svo sannarlega er. Kerfi tryllts óréttlætis hefur fengið að stigmagnast síðustu áratugi,“ sagði Sólveig Anna. Sá tími væri liðinn að verkalýðshreyfingin væri aðeins í baráttuhug einu sinni á ári. „Sá tími er liðinn að við látum okkur nægja að bíða og biðja. Sá tími er liðinn að við látum okkur nægja að fara bónleið til að kreista út þúsundkalla frá auðstéttinni. Við erum hér og þau skulu venjast því.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, hélt aðalræðuna í dagskrá hátíðarhaldanna á Akureyri. Drífa lagði í ræðu sinni áherslu á að þau samfélög þar sem jöfnuður ríkti væru undantekningalaust betri samfélög en þau þar sem ójöfnuður ríkti. „Barátta verkalýðshreyfingarinnar er því ekki barátta einstakra hópa fyrir betri kjörum heldur barátta fyrir betri heild og betra samfélagi,“ sagði Drífa. Það væri áhyggjuefni að misrétti hafi verið að aukast undanfarna áratugi. Þá væri mikilvægt að hrinda árásum á lýðræðið. Til væru þeir sem sjái sér hag í því að grafa undan trú fólks á lýðræðinu, meðal annars með því að ala á andúð gagnvart minnihlutahópum. „Það er gömul saga og ný að til að ná völdum er minnihlutahópum stundum att saman, eins og til dæmis öryrkjum og innflytjendum eða láglaunafólki og eldri borgurum. Það er nauðsynlegt fyrir lýðræði og mannréttindi að við látum ekki glepjast af slíkum tilraunum.“ Drífa fór einnig yfir þær breytingar sem eru að eiga sér stað á vinnumarkaði. Verkalýðshreyfingin þurfi að þróast í takt við tíðarandann til að takast á við risavaxnar áskoranir. „Við megum aldrei gefa afslátt af áunnum réttindum, kjörum og öryggi á vinnustað heldur leita leiða til að bæta enn frekar í. Það eru stór verkefni sem bíða okkar en verkalýðshreyfingin á Íslandi er vel skipulögð grasrótarhreyfing og tilbúin í það sem koma skal.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Verkalýðslömb í Húsdýragarðinum Ærin Bílda sem býr í Húsdýragarðinum í Reykjavík bar í nótt tveimur gimbrum. 1. maí 2019 10:47 Grái herinn krefst þess að lægstu eftirlaun verði aldrei lægri en lágmarkslaun Þetta kom fram í hátíðarræðu Ágústu Skúladóttur, leikstjóra og eins af stofnendum Gráa hersins, á fundi á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins á Húsavík í dag. 1. maí 2019 14:38 Þykir ógeðfellt að verslanir auglýsi sérstök tilboð sem gilda aðeins á verkalýðsdaginn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Verkalýðslömb í Húsdýragarðinum Ærin Bílda sem býr í Húsdýragarðinum í Reykjavík bar í nótt tveimur gimbrum. 1. maí 2019 10:47
Grái herinn krefst þess að lægstu eftirlaun verði aldrei lægri en lágmarkslaun Þetta kom fram í hátíðarræðu Ágústu Skúladóttur, leikstjóra og eins af stofnendum Gráa hersins, á fundi á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins á Húsavík í dag. 1. maí 2019 14:38
Þykir ógeðfellt að verslanir auglýsi sérstök tilboð sem gilda aðeins á verkalýðsdaginn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30