Hátt í þúsund umsóknir borist á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 2. maí 2019 15:00 Undanfarin ár hefur verið sett upp bíó inni í Sundhöllinni. Mikil aðsókn er meðal kvikmyndagerðarfólks að komast með myndirnar sínar inn á RIFF í ár en nú þegar eru meðlimir dagskrárnefndarinnar búnir að fá hátt í þúsund umsóknir frá kvikmyndargerðarfólki hvaðanæva að. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Það er síðan undir dagskrárnefndinni komið að velja hvaða myndir komast inn á hátíðina og flokka þær niður. Opið er fyrir umsóknir til og með 7. júlí 2019. Í dagskrárnefndinni sitja Gosetti Giorgio listrænn stjórnandi Venice Days Film Festival, Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF og Guðrún Helga Jónasdóttir dagskrárstjóri heimildarmynda. Auk þeirra eru Ana Catalá dagskrárstjóri stuttmynda RIFF en hún hefur einnig starfað við undirbúning kvikmyndahátíðarinnar í Tribeca og Giorgia Huelsse sem hefur meðal annars unnið að Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín. Eins og sjá má er í nógu er að snúast hjá starfsfólki RIFF og nú þegar stendur einnig yfir undirbúningur að Reykjavík Talent Lab og Bransadögunum sem eru árlegir viðburðir á RIFF hátíðinni. Bransadagar eru vettvangur þar sem að íslenskt og erlent kvikmyndagerðarfólk getur komist í tengingu við alþjóðlega kvikmyndaheiminn. Þá koma fyrirlesarar úr kvikmyndaiðnaðinum og halda erindi um hin ýmsu mál sem brenna á fagfólki innan kvikmyndageirans. Reykjavík Talent Lab er fjölþjóðleg kvikmyndasmiðja fyrir hæfileikafólk. Smiðjan stendur í fjóra daga á meðan hátíð stendur og fer að þessu sinni fram á milli 1. og 5. október 2019. Menning RIFF Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Mikil aðsókn er meðal kvikmyndagerðarfólks að komast með myndirnar sínar inn á RIFF í ár en nú þegar eru meðlimir dagskrárnefndarinnar búnir að fá hátt í þúsund umsóknir frá kvikmyndargerðarfólki hvaðanæva að. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Það er síðan undir dagskrárnefndinni komið að velja hvaða myndir komast inn á hátíðina og flokka þær niður. Opið er fyrir umsóknir til og með 7. júlí 2019. Í dagskrárnefndinni sitja Gosetti Giorgio listrænn stjórnandi Venice Days Film Festival, Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF og Guðrún Helga Jónasdóttir dagskrárstjóri heimildarmynda. Auk þeirra eru Ana Catalá dagskrárstjóri stuttmynda RIFF en hún hefur einnig starfað við undirbúning kvikmyndahátíðarinnar í Tribeca og Giorgia Huelsse sem hefur meðal annars unnið að Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín. Eins og sjá má er í nógu er að snúast hjá starfsfólki RIFF og nú þegar stendur einnig yfir undirbúningur að Reykjavík Talent Lab og Bransadögunum sem eru árlegir viðburðir á RIFF hátíðinni. Bransadagar eru vettvangur þar sem að íslenskt og erlent kvikmyndagerðarfólk getur komist í tengingu við alþjóðlega kvikmyndaheiminn. Þá koma fyrirlesarar úr kvikmyndaiðnaðinum og halda erindi um hin ýmsu mál sem brenna á fagfólki innan kvikmyndageirans. Reykjavík Talent Lab er fjölþjóðleg kvikmyndasmiðja fyrir hæfileikafólk. Smiðjan stendur í fjóra daga á meðan hátíð stendur og fer að þessu sinni fram á milli 1. og 5. október 2019.
Menning RIFF Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein