Ráðherra stóðst prófið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2019 20:00 Frá og með deginum í dag þurfa allir viðskiptavinir bílaleigunnar Hertz við Flugvallaveg að kynna sér fræðsluefni og taka stutt próf áður en þeir fá afhenta lyklana. Vísir/Elín Ekki er útilokað að allir viðskipavinir bílaleiga verði skyldaðir til að ljúka ítarlegri umferðarfræðslu áður en þeir fá afhenta lykla að bílaleigubíl. Markmið tilraunaverkefnis sem ýtt var úr vör í dag er að bæta hegðun ökumanna og fækka óhöppum. Ferðamálaráðherra stóðst prófið. Verkefnið er unnið af Safetravel í samstarfi við bílaleiguna Hertz en frá og með deginum í dag þurfa allir viðskiptavinir bílaleigunnar við Flugvallaveg að kynna sér fræðsluefni og taka stutt próf áður en þeir fá afhenta lyklana. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra var fyrst til að gangast undir prófið. „Ég gerði það, með glæsibrag. Það hefði nú verið verra ef ég hefði ekki komist í gegnum þetta próf,“ segði Þórdís Kolbrún. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir verkefnið hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma en það hafi sýnt sig að fræðsluátök í samstarfi við ferðaþjónustuna hafi gefið góða raun. „Það er verið að spyrja um hvernig ætlar þú að bregðast við í ákveðnum aðstæðum og fá fólk til að hugsa um inn í hvernig umhverfi það er að koma hérna á Ísland. Því að ég held að það sé nokkuð ljóst að fæstir gesta okkar sem koma hingað að keyra þekkja endilega aðstæðurnar,“ segir Smári. Hann kveðst vona að fleiri bílaleigur taki þátt og láti sína viðskiptavini undirgangast fræðslu, jafnvel að það verði lögboðin skylda. Ráðherra segir það ekki útilokað. „Það er algjörlega eitthvað sem kemur til greina og ég auðvitað fagna því sérstaklega þegar greinin sjálf, í samvinnu við Landsbjörg, ákveður að taka af skarið og gera þetta og þetta eru auðvitað hagsmunir okkar allra,“ segir Þórdís. „Vonandi munu aðrar bílaleigur taka þetta upp og á einhverjum tímapunkti verði þetta bara sjálfsagður partur af því að leigja sér bíl.“ Hendrik Berndsen, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Hertz, kveðst ekki hafa áhyggjur þótt afgreiðslan muni ganga hægar fyrir sig. „Við þurfum að upplýsa okkar ferðamenn um vegi og hætturnar í umferðinni,“ segir Hendrik. Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira
Ekki er útilokað að allir viðskipavinir bílaleiga verði skyldaðir til að ljúka ítarlegri umferðarfræðslu áður en þeir fá afhenta lykla að bílaleigubíl. Markmið tilraunaverkefnis sem ýtt var úr vör í dag er að bæta hegðun ökumanna og fækka óhöppum. Ferðamálaráðherra stóðst prófið. Verkefnið er unnið af Safetravel í samstarfi við bílaleiguna Hertz en frá og með deginum í dag þurfa allir viðskiptavinir bílaleigunnar við Flugvallaveg að kynna sér fræðsluefni og taka stutt próf áður en þeir fá afhenta lyklana. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra var fyrst til að gangast undir prófið. „Ég gerði það, með glæsibrag. Það hefði nú verið verra ef ég hefði ekki komist í gegnum þetta próf,“ segði Þórdís Kolbrún. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir verkefnið hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma en það hafi sýnt sig að fræðsluátök í samstarfi við ferðaþjónustuna hafi gefið góða raun. „Það er verið að spyrja um hvernig ætlar þú að bregðast við í ákveðnum aðstæðum og fá fólk til að hugsa um inn í hvernig umhverfi það er að koma hérna á Ísland. Því að ég held að það sé nokkuð ljóst að fæstir gesta okkar sem koma hingað að keyra þekkja endilega aðstæðurnar,“ segir Smári. Hann kveðst vona að fleiri bílaleigur taki þátt og láti sína viðskiptavini undirgangast fræðslu, jafnvel að það verði lögboðin skylda. Ráðherra segir það ekki útilokað. „Það er algjörlega eitthvað sem kemur til greina og ég auðvitað fagna því sérstaklega þegar greinin sjálf, í samvinnu við Landsbjörg, ákveður að taka af skarið og gera þetta og þetta eru auðvitað hagsmunir okkar allra,“ segir Þórdís. „Vonandi munu aðrar bílaleigur taka þetta upp og á einhverjum tímapunkti verði þetta bara sjálfsagður partur af því að leigja sér bíl.“ Hendrik Berndsen, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Hertz, kveðst ekki hafa áhyggjur þótt afgreiðslan muni ganga hægar fyrir sig. „Við þurfum að upplýsa okkar ferðamenn um vegi og hætturnar í umferðinni,“ segir Hendrik.
Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira