Nýtt jafnvægi Hörður Ægisson skrifar 3. maí 2019 08:00 Eftir að hafa umbylt íslensku efnahagslífi á aðeins örfáum árum hefur ferðaþjónustunni, okkar stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, verið skellt niður á jörðina. Það var aðeins tímaspursmál. Á hinum ævintýralega vexti síðustu ára, sem var hvorki sjálfbær né eftirsóknarverður til frambúðar, tók að hægja mjög í byrjun síðasta árs. Við gjaldþrot flugfélagins WOW air er nú ljóst að talsverður samdráttur er í kortunum til skemmri tíma litið. Fækkun ferðamanna á eftir að hitta mörg fyrirtæki illa fyrir, þau sem hafa spennt bogann of hátt í fjárfestingum sökum væntinga um að til landsins myndu áfram streyma ferðamenn á grundvelli ódýrra flugfargjalda. Í febrúar sagðist um þriðjungur fyrirtækja í ferðaþjónustu ætla að fækka starfsfólki á næstu sex mánuðum, en aðeins þrjú prósent vildu fjölga þeim. Sú mynd er án efa orðin enn dekkri nú þegar WOW air er horfið af sjónarsviðinu. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu, sem var kynnt í gær, kemur skýrt fram að atvinnugreinin stendur nú á tímamótum. Í fyrsta sinn frá 2011 mun draga úr fjölda ferðamanna til landsins og horfur eru á að gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar skreppi nokkuð saman í ár. Eftir sem áður mun ferðaþjónustan skila sambærilegum gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins og sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt. Þótt fækkun ferðamanna þýði að viðskiptaafgangur, sem hefur verið viðvarandi og mikill allt frá falli bankanna, verði hverfandi þá er ólíklegt að slíkt hafi mikil áhrif á gengi krónunnar. Hrein eignastaða við útlönd hefur aldrei verið betri, Seðlabankinn ræður yfir meira en 700 milljarða gjaldeyrisforða, sem er ekki fjármagnaður með erlendum lántökum, stoðir hagkerfisins eru almennt afar traustar og efnahagshorfurnar góðar til lengri tíma litið. Allt ætti þetta að styðja við að raungengið verði áfram nokkuð hátt á komandi árum. Það er þekkt staðreynd, eins og á oft við um nýjar og ört vaxandi atvinnugreinar, að ferðaþjónustan á Íslandi einkennist af mjög fáum stórum fyrirtækjum og mörgum litlum. Þannig mynda lítil fyrirtæki, sem eru með 500 milljónir króna eða minna í tekjur, saman um 93 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í greininni. Fyrirséð er að þessi mynd taki stórum breytingum á næstu árum – og þó fyrr hefði verið – samhliða erfiðara rekstrarumhverfi. Of mikið framboð, meðal annars hjá hótelrekendum og bílaleigum, á eftir að skapa þrýsting til verðlækkana sem mun reyna mjög á lítil og meðalstór fyrirtæki sem standa mörg hver höllum fæti. Samanlagður hagnaður greinarinnar á árinu 2018 var aðeins um 27 milljarðar, sem var um 60 prósenta samdráttur frá fyrra ári, og arðsemin var heilt yfir afar lítil. Þetta gengur ekki upp til lengdar. Það er þess vegna tími hagræðingar og samþjöppunar fram undan þar sem fyrirtækjunum mun fækka og einingarnar stækka. Á þeirri vegferð munum við sjá talsvert af erlendum fyrirtækjum og fjárfestingarsjóðum sem sýna íslenskri ferðaþjónustu nú vaxandi áhuga. Ólíkt því sem sumir héldu þá er líf eftir WOW air en aðlögunin að nýju jafnvægi verður vitaskuld ekki sársaukalaus. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjónustuland. Og það er ekki að fara að breytast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa umbylt íslensku efnahagslífi á aðeins örfáum árum hefur ferðaþjónustunni, okkar stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, verið skellt niður á jörðina. Það var aðeins tímaspursmál. Á hinum ævintýralega vexti síðustu ára, sem var hvorki sjálfbær né eftirsóknarverður til frambúðar, tók að hægja mjög í byrjun síðasta árs. Við gjaldþrot flugfélagins WOW air er nú ljóst að talsverður samdráttur er í kortunum til skemmri tíma litið. Fækkun ferðamanna á eftir að hitta mörg fyrirtæki illa fyrir, þau sem hafa spennt bogann of hátt í fjárfestingum sökum væntinga um að til landsins myndu áfram streyma ferðamenn á grundvelli ódýrra flugfargjalda. Í febrúar sagðist um þriðjungur fyrirtækja í ferðaþjónustu ætla að fækka starfsfólki á næstu sex mánuðum, en aðeins þrjú prósent vildu fjölga þeim. Sú mynd er án efa orðin enn dekkri nú þegar WOW air er horfið af sjónarsviðinu. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu, sem var kynnt í gær, kemur skýrt fram að atvinnugreinin stendur nú á tímamótum. Í fyrsta sinn frá 2011 mun draga úr fjölda ferðamanna til landsins og horfur eru á að gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar skreppi nokkuð saman í ár. Eftir sem áður mun ferðaþjónustan skila sambærilegum gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins og sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt. Þótt fækkun ferðamanna þýði að viðskiptaafgangur, sem hefur verið viðvarandi og mikill allt frá falli bankanna, verði hverfandi þá er ólíklegt að slíkt hafi mikil áhrif á gengi krónunnar. Hrein eignastaða við útlönd hefur aldrei verið betri, Seðlabankinn ræður yfir meira en 700 milljarða gjaldeyrisforða, sem er ekki fjármagnaður með erlendum lántökum, stoðir hagkerfisins eru almennt afar traustar og efnahagshorfurnar góðar til lengri tíma litið. Allt ætti þetta að styðja við að raungengið verði áfram nokkuð hátt á komandi árum. Það er þekkt staðreynd, eins og á oft við um nýjar og ört vaxandi atvinnugreinar, að ferðaþjónustan á Íslandi einkennist af mjög fáum stórum fyrirtækjum og mörgum litlum. Þannig mynda lítil fyrirtæki, sem eru með 500 milljónir króna eða minna í tekjur, saman um 93 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í greininni. Fyrirséð er að þessi mynd taki stórum breytingum á næstu árum – og þó fyrr hefði verið – samhliða erfiðara rekstrarumhverfi. Of mikið framboð, meðal annars hjá hótelrekendum og bílaleigum, á eftir að skapa þrýsting til verðlækkana sem mun reyna mjög á lítil og meðalstór fyrirtæki sem standa mörg hver höllum fæti. Samanlagður hagnaður greinarinnar á árinu 2018 var aðeins um 27 milljarðar, sem var um 60 prósenta samdráttur frá fyrra ári, og arðsemin var heilt yfir afar lítil. Þetta gengur ekki upp til lengdar. Það er þess vegna tími hagræðingar og samþjöppunar fram undan þar sem fyrirtækjunum mun fækka og einingarnar stækka. Á þeirri vegferð munum við sjá talsvert af erlendum fyrirtækjum og fjárfestingarsjóðum sem sýna íslenskri ferðaþjónustu nú vaxandi áhuga. Ólíkt því sem sumir héldu þá er líf eftir WOW air en aðlögunin að nýju jafnvægi verður vitaskuld ekki sársaukalaus. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjónustuland. Og það er ekki að fara að breytast.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun