Stuðningsmenn Liverpool ósáttir með Lineker en hann biðst ekki afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2019 10:30 Gary Lineker og markið hjá Lionel Messi. Vísir/Samsett/Getty Viðbrögð fjölmiðlamannanna Gary Lineker og Rio Ferdinand við aukaspyrnumarki Lionel Messi á móti Liverpool í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið fóru fyrir brjóstið á mörgum stuðningsmönnum Liverpool. Lineker og Ferdinand voru að fjalla um leikinn fyrir enskt sjónvarp og ættu því að öllu eðlilegu að halda með enska liðinu í leiknum en ekki því spænska. Það reiddi því marga Liverpool menn til reiði að sjá þessa tvær knattspyrnugoðsagnir fagna óförum Liverpool í Meistaradeildinni en með þriðja markinu þá urðu vonir Liverpool um sæti í úrslitaleiknum nánast að engu. Lineker og Ferdinand fögnuðu markinu gríðarlega í blaðamannastúkunni. Stuðningsmenn Liverpool gátu vel trúað því upp á gamla Manchester United manninn Rio Ferdinand að hann myndi fagna óförum Liverpool en voru sárari út í Gary Lineker. Hér fyrir neðan má sjá þessi viðbrögð þeirra félaga við marki Lionel Messi.Gary Lineker and Rio Ferdinand lost it when Lionel Messi banged in his free-kick against Liverpool #FCB#BARLIV#UCLpic.twitter.com/eF7uacrxQM — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 1, 2019Markið var stórkostlegt og enn eitt dæmið um snilld Messi inn á knattspyrnuvellinum. Það er líka ekkert óeðlilegt við að hrífast með en Lineker og Ferdinand fögnuðu hins vegar markinu aftur á móti eins og íslensku fjölmiðlamennirnir fögnuðu sigri Íslands á Englandi í blaðamannastúkunni í Nice á EM í Frakklandi 2016. „Það lítur út fyrir að ég hafi komið nokkrum stuðningsmönnum Liverpool í uppnám með því að fagna mikilleika í gær,“ skrifaði Gary Lineker á Twitter. „Ég sem fyrrum leikmaður Barcelona mun þó ekki biðjast afsökunar,“ bætti Lineker við en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.Seem to have upset a few @LFC fans by celebrating greatness last night. Admittedly it was a bit cringe, but as a former player who loves @FCBarcelona I make no apologies for dancing to the diminutive Dios. — Gary Lineker (@GaryLineker) May 2, 2019Það eru þó ekki allir stuðningsmenn Liverpool sem eru reiður út í Gary Lineker og sumum fannst alveg eðlilegt að fyrrum leikmaður Barcelona fagnaði svona stórkostlegu marki. Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn skora beint úr aukaspyrnu af um 32 metra færi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það breytir þó ekki því að margir hraunuðu yfir Lineker á samfélagsmiðlum og þessi fyrrum markakóngur HM þarf kannski að fara varlega í kringum stuðningsmenn Liverpool á næstunni. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Viðbrögð fjölmiðlamannanna Gary Lineker og Rio Ferdinand við aukaspyrnumarki Lionel Messi á móti Liverpool í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið fóru fyrir brjóstið á mörgum stuðningsmönnum Liverpool. Lineker og Ferdinand voru að fjalla um leikinn fyrir enskt sjónvarp og ættu því að öllu eðlilegu að halda með enska liðinu í leiknum en ekki því spænska. Það reiddi því marga Liverpool menn til reiði að sjá þessa tvær knattspyrnugoðsagnir fagna óförum Liverpool í Meistaradeildinni en með þriðja markinu þá urðu vonir Liverpool um sæti í úrslitaleiknum nánast að engu. Lineker og Ferdinand fögnuðu markinu gríðarlega í blaðamannastúkunni. Stuðningsmenn Liverpool gátu vel trúað því upp á gamla Manchester United manninn Rio Ferdinand að hann myndi fagna óförum Liverpool en voru sárari út í Gary Lineker. Hér fyrir neðan má sjá þessi viðbrögð þeirra félaga við marki Lionel Messi.Gary Lineker and Rio Ferdinand lost it when Lionel Messi banged in his free-kick against Liverpool #FCB#BARLIV#UCLpic.twitter.com/eF7uacrxQM — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 1, 2019Markið var stórkostlegt og enn eitt dæmið um snilld Messi inn á knattspyrnuvellinum. Það er líka ekkert óeðlilegt við að hrífast með en Lineker og Ferdinand fögnuðu hins vegar markinu aftur á móti eins og íslensku fjölmiðlamennirnir fögnuðu sigri Íslands á Englandi í blaðamannastúkunni í Nice á EM í Frakklandi 2016. „Það lítur út fyrir að ég hafi komið nokkrum stuðningsmönnum Liverpool í uppnám með því að fagna mikilleika í gær,“ skrifaði Gary Lineker á Twitter. „Ég sem fyrrum leikmaður Barcelona mun þó ekki biðjast afsökunar,“ bætti Lineker við en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.Seem to have upset a few @LFC fans by celebrating greatness last night. Admittedly it was a bit cringe, but as a former player who loves @FCBarcelona I make no apologies for dancing to the diminutive Dios. — Gary Lineker (@GaryLineker) May 2, 2019Það eru þó ekki allir stuðningsmenn Liverpool sem eru reiður út í Gary Lineker og sumum fannst alveg eðlilegt að fyrrum leikmaður Barcelona fagnaði svona stórkostlegu marki. Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn skora beint úr aukaspyrnu af um 32 metra færi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það breytir þó ekki því að margir hraunuðu yfir Lineker á samfélagsmiðlum og þessi fyrrum markakóngur HM þarf kannski að fara varlega í kringum stuðningsmenn Liverpool á næstunni.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira