ReykjavikCrossfitChampionship, fyrsta alþjóðlega stórmótið í Crossfit á Íslandi, hefst í dag og fyrsta greinin fer fram í hlíðum Esjunnar. Íslendingar þekkja margir vel gönguleiðina upp að Steini.
Reykjavík CrossfitChampionship er liður í nýju „Sanctionals“ keppnisfyrirkomulagi CrossFit íþróttarinnar og sigurvegarar keppninnar tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum í Madison í haust.
Um 120 keppendur sem koma frá 17 löndum taka þátt í keppninni sem er bæði einstaklings- og liðakeppni. 29 karlar og 24 konur taka þátt í einstaklingskeppninni en þekktustu keppendurnir eru Björgvin Karl Guðmundsson, RomanKhrennikov, LukasEsslinger, TimPaulson, Þuríður Erla Helgadóttir, Haley Adams og Samantha Briggs svo einhver séu nefnd.

Annie Mist Þórisdóttir er ein af skipuleggjendum RCC og er þar af leiðandi ekki á meðal keppenda á sjálfu mótinu. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hafa líka tryggt sér sæti á heimsleikunum og keppa ekki á mótinu.
Esjuhlaupið hefst klukkan 12.00 og þetta er kapphlaup upp að Steini þar sem sá fyrsti í mark tryggir sér hundrað stig. Hér fyrir neðan birtist streymið um leið og það er orðið aðgengilegt, um klukkan 12.
Uppfært klukkan 12:28: Snorri Baron Jónsson sem kemur að skipulagningu keppninnar segir í samtali við Vísi að vandamál sé með útsendinguna sem verið sé að vinna í að leysa. Hann mælir með að fólk fylgist með Instagram reikningi Rory McKernan sem er í Esjunni og fylgist með gangi mála.
Uppfært klukkan 12:15: Enn er beðið eftir að útsendingin, sem mótshaldarar boðuðu á Facebook-síðu keppninnar, hefjist. Keppni er hafin en síðasti hópurinn er að leggja af stað upp Esjuna.
Uppfært klukkan 12:45: Ekkert bendir til þess að verði af beinni útsendingu úr hlíðum Esjunnar