Jóhann Helgason segir ekkert óvænt í rökum mótaðilanna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. maí 2019 08:00 Jóhann Helgason segir ekkert nýtt í rökum lögmanna andstæðinga sinna fyrir dómi í Los Angeles. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta er það sem við bjuggumst við. Það er ekkert annað sem þeir geta reynt að nýta sér,“ segir Jóhann Helgason tónlistarmaður um rök lögmanna stórfyrirtækja sem Jóhann hefur stefnt í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Í Fréttablaðinu í gær var vitnað í ný málsskjöl fyrir alríkisdómstóli í Los Angeles. Þar vill Jóhann fá viðurkennt að lagið You Raise Me Up eftir Norðmanninn Rolf LØvland frá árinu 2001 sé stolið úr laginu Söknuði sem Jóhann samdi og kom út á plötu 1977. Í nýja skjalinu er að finna bæði sjónarmið lögmanns Jóhanns og rök lögmanna hluta þeirra sem hann stefnir í málinu. Meðal annars kemur fram í umræddu skjali að lögmenn tónlistarfyrirtækja sem stefnt er segjast munu halda því fram við rekstur málsins að lögin Söknuður og You Raise Me Up séu bæði byggð á eldri lögum, sérstaklega írska þjóðlaginu Danny Boy. Engin þau líkindi séu með lögunum tveimur sem komi nálægt því að jafngilda stuldi á Söknuði. „Þeir eru kræfir og það er náttúrlega ákveðinn hroki og rangfærslur í ýmsu hjá þeim,“ segir Jóhann sem kveðst sjálfur aldrei hafa tengt Söknuð við Danny Boy. Það hafi fyrst verið gert er hann leitaði til norrænu höfundarréttarsamtakanna 2004. „Það hafði aldrei hvarflað að mér og það á við um marga. Tónlistargreinendur sem gert hafa mat á lögunum segja að þau sé líkari hvort öðru heldur en lík Danny Boy enda hljómar Danny Boy allt öðru vísi en þessi lög.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að ekki hefði náðst að birta Rolf LØvland stefnu í málinu. Samkvæmt lögmanni Jóhanns hefur norski tónlistarmaðurinn í tvígang endursent stefnu sem hann hefur fengið óundirritaða. „Það voru einmitt tilmæli frá dómaranum í upphafi að menn væru ekki með neitt svona sem tefði og byggi til kostnað en það er það sem hann er að gera,“ segir Jóhann um viðbrögð LØvlands í málinu. Enn er að unnið að því að birta LØvland stefnuna. Lögmenn tónlistarfyrirtækjanna gera athugasemd við að Jóhann hafi „valið“ að bíða í mörg ár með stefnuna. You Raise Me Up kom út 2001 og varð heimsfrægt árið 2003. „Það er dálítið skrítið því í stefnunni kemur fram að málið hafi strandað á fjármögnun á sínum tíma. Þeir vita það þannig að þeir eru að fara með rangt mál,“ svarar Jóhann þessu atriði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eiga lögmenn málsaðila að mæta fyrir dómara í Los Angeles næstkomandi föstudag. Þá á að ræða umgjörð og dagskrá málsins í framhaldinu. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira
„Þetta er það sem við bjuggumst við. Það er ekkert annað sem þeir geta reynt að nýta sér,“ segir Jóhann Helgason tónlistarmaður um rök lögmanna stórfyrirtækja sem Jóhann hefur stefnt í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Í Fréttablaðinu í gær var vitnað í ný málsskjöl fyrir alríkisdómstóli í Los Angeles. Þar vill Jóhann fá viðurkennt að lagið You Raise Me Up eftir Norðmanninn Rolf LØvland frá árinu 2001 sé stolið úr laginu Söknuði sem Jóhann samdi og kom út á plötu 1977. Í nýja skjalinu er að finna bæði sjónarmið lögmanns Jóhanns og rök lögmanna hluta þeirra sem hann stefnir í málinu. Meðal annars kemur fram í umræddu skjali að lögmenn tónlistarfyrirtækja sem stefnt er segjast munu halda því fram við rekstur málsins að lögin Söknuður og You Raise Me Up séu bæði byggð á eldri lögum, sérstaklega írska þjóðlaginu Danny Boy. Engin þau líkindi séu með lögunum tveimur sem komi nálægt því að jafngilda stuldi á Söknuði. „Þeir eru kræfir og það er náttúrlega ákveðinn hroki og rangfærslur í ýmsu hjá þeim,“ segir Jóhann sem kveðst sjálfur aldrei hafa tengt Söknuð við Danny Boy. Það hafi fyrst verið gert er hann leitaði til norrænu höfundarréttarsamtakanna 2004. „Það hafði aldrei hvarflað að mér og það á við um marga. Tónlistargreinendur sem gert hafa mat á lögunum segja að þau sé líkari hvort öðru heldur en lík Danny Boy enda hljómar Danny Boy allt öðru vísi en þessi lög.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að ekki hefði náðst að birta Rolf LØvland stefnu í málinu. Samkvæmt lögmanni Jóhanns hefur norski tónlistarmaðurinn í tvígang endursent stefnu sem hann hefur fengið óundirritaða. „Það voru einmitt tilmæli frá dómaranum í upphafi að menn væru ekki með neitt svona sem tefði og byggi til kostnað en það er það sem hann er að gera,“ segir Jóhann um viðbrögð LØvlands í málinu. Enn er að unnið að því að birta LØvland stefnuna. Lögmenn tónlistarfyrirtækjanna gera athugasemd við að Jóhann hafi „valið“ að bíða í mörg ár með stefnuna. You Raise Me Up kom út 2001 og varð heimsfrægt árið 2003. „Það er dálítið skrítið því í stefnunni kemur fram að málið hafi strandað á fjármögnun á sínum tíma. Þeir vita það þannig að þeir eru að fara með rangt mál,“ svarar Jóhann þessu atriði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eiga lögmenn málsaðila að mæta fyrir dómara í Los Angeles næstkomandi föstudag. Þá á að ræða umgjörð og dagskrá málsins í framhaldinu.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira
Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03
Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00