Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn fyrir Hammarby sem vann 2-3 útisigur á Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Þetta var annar sigur Hammarby í röð og sá þriðji í síðustu fjórum leikjum. Liðið er í 7. sæti deildarinnar með ellefu stig.
Oliver Sigurjónsson sat allan tímann á bekknum þegar Bodø/Glimt vann 4-0 sigur á Lilleström í norsku úrvalsdeildinni. Arnór Smárason lék ekki með Lilleström í dag.
Bodø/Glimt er í 2. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Molde. Lilleström er hins vegar í 13. sætinu.
Íslendingaliðið Start rúllaði yfir Strommen, 4-0, í norsku B-deildinni. Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Start og lék allan leikinn en Kristján Flóki Finnbogason sat allan tímann á bekknum. Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í leikmannahópi Start.
Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson stýrir Start um þessar mundir. Liðið er í 5. sæti deildarinnar.
Annar sigur Viðars og félaga í röð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn




Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti




Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn