Banaslysið við Álfhellu: Sviptur ökuréttindum ævilangt en fékk mótorhjólið skráð á sig Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2019 10:00 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem lést í umferðarslysi sem varð við Álfhellu í Hafnarfirði 24. maí 2017 hafði tveimur árum áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Fimmtán dögum áður en slysið varð hafði hann fengið Kawasaki GPZ 500S mótorhjólið sem hann ók skráð á sig. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill að skoðað verði hvort hægt sé að koma í veg fyrir að ökumenn sem hafi verið sviptir ökuréttindum geti verið skráðir eigendur ökutækja án athugasemda.Slysið varð með þeim hætti að bíl sem ekið var vestur Álfhellu var beygt í veg fyrir mótorhjól sem kom á mikilli ferð úr gagnstæðri átt. Ökumaður mótorhjólsins, 25 ára gamall karlmaður, kastaðist af hjólinu í slysinu oglést á sjúkrahúsi tveimur dögum síðarvegna áverka sem hann hlaut í slysinu.Hafði ítrekað verið sviptur ökuréttindumÍ skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysasem kom út á föstudag eru orsakir slyssins raktar til þess að ökumaður bílsins hafi beygt í veg fyrir mótorhjólið og að mótorhjólinu hafi verið ekið á of miklum hraða, en hraði mótorhjólsins rett fyrir slysið var reiknaður á bilinu 83 km/klst til 103 km/klst. Líklegasti hraði var metinn um 93 km/klst en hámarkshraði á Álfhellu er 50 kílómetrar.Frá vettvangi slyssins.Mynd/RNSAÞá er orsök slyssins einnig rakin til þess að ökumaður mótorhjólsins var ökuréttindalaus en í skýrslunni kemur fram að hann hafi ítrekað gerst sekur við umferðarlög og verið ítrekað sviptur ökuréttindum. Var hann sviptur ökuréttindum ævilangt árið 2015. Þá hafði hann almenn ökuréttindi en hafði aldrei öðlast réttindi til að aka mótorhjóli.Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn hafði eignast mótorhjólið fimmtán dögum fyrir slysið og fengið það skráð á nafn sitt sama dag. Er það mat Rannsóknarnefndar að taka þurfi til skoðunar hvort og þá hvernig megi koma í veg fyrir að einstaklingar sem ekki hafi aflað sér ökuréttinda eða hafi verið sviptir ökuréttindum ævilangt séu skráðir eigendur að ökutækjum án athugasemda.Er því beint til Samgönguráðuneytisins að taka það til skoðunar auk þess sem að brýnt er fyrir ökumönum að líta tvisvar eftir umferð áður en beygja er tekin fyrir umferð úr gagnstæðri átt. Þá er einnig bent á að hraðakstur langt yfir leyfilegum ökuhraða valdi þeim sem hann stunda og öðrum vegfarendum mikilli hættu. Lesa má skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa hér. Hafnarfjörður Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys í Hafnarfirði Bifhjól og pallbíll rákust saman. 29. maí 2017 13:28 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Karlmaður sem lést í umferðarslysi sem varð við Álfhellu í Hafnarfirði 24. maí 2017 hafði tveimur árum áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Fimmtán dögum áður en slysið varð hafði hann fengið Kawasaki GPZ 500S mótorhjólið sem hann ók skráð á sig. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill að skoðað verði hvort hægt sé að koma í veg fyrir að ökumenn sem hafi verið sviptir ökuréttindum geti verið skráðir eigendur ökutækja án athugasemda.Slysið varð með þeim hætti að bíl sem ekið var vestur Álfhellu var beygt í veg fyrir mótorhjól sem kom á mikilli ferð úr gagnstæðri átt. Ökumaður mótorhjólsins, 25 ára gamall karlmaður, kastaðist af hjólinu í slysinu oglést á sjúkrahúsi tveimur dögum síðarvegna áverka sem hann hlaut í slysinu.Hafði ítrekað verið sviptur ökuréttindumÍ skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysasem kom út á föstudag eru orsakir slyssins raktar til þess að ökumaður bílsins hafi beygt í veg fyrir mótorhjólið og að mótorhjólinu hafi verið ekið á of miklum hraða, en hraði mótorhjólsins rett fyrir slysið var reiknaður á bilinu 83 km/klst til 103 km/klst. Líklegasti hraði var metinn um 93 km/klst en hámarkshraði á Álfhellu er 50 kílómetrar.Frá vettvangi slyssins.Mynd/RNSAÞá er orsök slyssins einnig rakin til þess að ökumaður mótorhjólsins var ökuréttindalaus en í skýrslunni kemur fram að hann hafi ítrekað gerst sekur við umferðarlög og verið ítrekað sviptur ökuréttindum. Var hann sviptur ökuréttindum ævilangt árið 2015. Þá hafði hann almenn ökuréttindi en hafði aldrei öðlast réttindi til að aka mótorhjóli.Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn hafði eignast mótorhjólið fimmtán dögum fyrir slysið og fengið það skráð á nafn sitt sama dag. Er það mat Rannsóknarnefndar að taka þurfi til skoðunar hvort og þá hvernig megi koma í veg fyrir að einstaklingar sem ekki hafi aflað sér ökuréttinda eða hafi verið sviptir ökuréttindum ævilangt séu skráðir eigendur að ökutækjum án athugasemda.Er því beint til Samgönguráðuneytisins að taka það til skoðunar auk þess sem að brýnt er fyrir ökumönum að líta tvisvar eftir umferð áður en beygja er tekin fyrir umferð úr gagnstæðri átt. Þá er einnig bent á að hraðakstur langt yfir leyfilegum ökuhraða valdi þeim sem hann stunda og öðrum vegfarendum mikilli hættu. Lesa má skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa hér.
Hafnarfjörður Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys í Hafnarfirði Bifhjól og pallbíll rákust saman. 29. maí 2017 13:28 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent