Aftur lagði bakarinn Ikea vegna ógreiddrar yfirvinnu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2019 15:12 Bakarinn starfaði í verslun Ikea í Garðabæ Fréttablaðið/Ernir Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ, hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,7 milljónir króna í yfirvinnu. Bakarinn hafði áður lagt Ikea fyrir Héraðsdómi Reykjaness en Miklatorg áfrýjaði málinu til Landsréttar.Deilan snerist um það að bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamdan vinnutíma en ekki fengið greidd laun vegna þess. Hóf hann störf hjá Ikea árið 2012. Í ráðningarsamningi mannsins var ákvæði þess eðlis að heildarvinnustundir í mánuði væru 184 að meðaltali yfir árið og miðuðust launin við það. Samið var um að bakarinn fengið að taka yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gafst.Eftir að bakarinn hætti störfum hjá Ikea gerði hann kröfu um að fá greiddar 2,3 milljónir í ógreidda yfirvinnu og orlof að frádregnum 599.905 krónur sem Ikea hafði greitt honum, m.a. vegna „mikillar yv.“ líkt og komið hafi fram á launaseðli mannsins. Nam launakrafa bakarans því 1,8 milljónum auk 149 þúsund króna í orlof.Fyrir dómi sagði maðurinn að erfitt hafi verið fyrir sig að taka frí þar sem ítrekað hafi verið hringt í hann og hann spurður „alls kyns spurninga varðandi starfið“ auk þess sem hann hefði verið beðinn um að koma aftur í vinnu þegar hann hafi verið í fríi. Fékk yfirvinnuna borgaða en ekki orlofið Fyrir dómi sagði mannauðsstjóri Ikea að rætt hafi verið um að ef vinna bakarans færi mikið yfir 184 tíma á mánuði fengi hann aukafrídaga eða einhverja kaupauka eða laun hans yrðu endurskoðuð. Þótti Landsrétti því ljóst að hvorki bakarinn né Miklatorg túlkuðu ráðningarsamning bakarans á þanng veg að hann ætti ekki rétt til greiðslu launa fyrir yfirvinnu ef hann ynni fleiri vinnustundir en 184 að meðaltali á mánuði á ársgrundvelli.1. september 2013 fékk bakarinn launahækkun umfram kjarasamningsbundnar launahækkanir auk aukagreiðslu í apríl og desember sama ár. Sagði bakarinn fyrir dómi að þessar launagreiðslur hefðu komið til vegna ánægju vinnuveitendans með störf hans og góðrar sölu en Miklatorgi tókst ekki að færa sönnu á það að þessar aukagreiðslur hefðu átt að mæta meiri yfirvinnu bakarans en reiknað hafði verið með.Féllst Landsréttur því á að bakarinn ætti rétt á því að fá greiðslu fyrir þær yfirvinnustundir umfram 184 tíma á mánuði sem hann krafðist, samtals um 1,7 milljónir króna. Dómurinn féllst þó ekki á kröfu mannins um að hann ætti rétt á að fá orlof greitt, 150 þúsund krónur, þar sem sú krafa hafi fallið niður sökum tómlætis.Þarf Miklatorg því að greiða manninum 1,7 milljónir króna vegna ógreiddar yfirvinnu. Þá þarf Miklatorg að greiða 1,8 milljónir í málskostnað vegna málsins. Dómsmál IKEA Tengdar fréttir Bakari lagði Ikea og fær yfirvinnuna greidda Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. 30. október 2017 22:16 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ, hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,7 milljónir króna í yfirvinnu. Bakarinn hafði áður lagt Ikea fyrir Héraðsdómi Reykjaness en Miklatorg áfrýjaði málinu til Landsréttar.Deilan snerist um það að bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamdan vinnutíma en ekki fengið greidd laun vegna þess. Hóf hann störf hjá Ikea árið 2012. Í ráðningarsamningi mannsins var ákvæði þess eðlis að heildarvinnustundir í mánuði væru 184 að meðaltali yfir árið og miðuðust launin við það. Samið var um að bakarinn fengið að taka yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gafst.Eftir að bakarinn hætti störfum hjá Ikea gerði hann kröfu um að fá greiddar 2,3 milljónir í ógreidda yfirvinnu og orlof að frádregnum 599.905 krónur sem Ikea hafði greitt honum, m.a. vegna „mikillar yv.“ líkt og komið hafi fram á launaseðli mannsins. Nam launakrafa bakarans því 1,8 milljónum auk 149 þúsund króna í orlof.Fyrir dómi sagði maðurinn að erfitt hafi verið fyrir sig að taka frí þar sem ítrekað hafi verið hringt í hann og hann spurður „alls kyns spurninga varðandi starfið“ auk þess sem hann hefði verið beðinn um að koma aftur í vinnu þegar hann hafi verið í fríi. Fékk yfirvinnuna borgaða en ekki orlofið Fyrir dómi sagði mannauðsstjóri Ikea að rætt hafi verið um að ef vinna bakarans færi mikið yfir 184 tíma á mánuði fengi hann aukafrídaga eða einhverja kaupauka eða laun hans yrðu endurskoðuð. Þótti Landsrétti því ljóst að hvorki bakarinn né Miklatorg túlkuðu ráðningarsamning bakarans á þanng veg að hann ætti ekki rétt til greiðslu launa fyrir yfirvinnu ef hann ynni fleiri vinnustundir en 184 að meðaltali á mánuði á ársgrundvelli.1. september 2013 fékk bakarinn launahækkun umfram kjarasamningsbundnar launahækkanir auk aukagreiðslu í apríl og desember sama ár. Sagði bakarinn fyrir dómi að þessar launagreiðslur hefðu komið til vegna ánægju vinnuveitendans með störf hans og góðrar sölu en Miklatorgi tókst ekki að færa sönnu á það að þessar aukagreiðslur hefðu átt að mæta meiri yfirvinnu bakarans en reiknað hafði verið með.Féllst Landsréttur því á að bakarinn ætti rétt á því að fá greiðslu fyrir þær yfirvinnustundir umfram 184 tíma á mánuði sem hann krafðist, samtals um 1,7 milljónir króna. Dómurinn féllst þó ekki á kröfu mannins um að hann ætti rétt á að fá orlof greitt, 150 þúsund krónur, þar sem sú krafa hafi fallið niður sökum tómlætis.Þarf Miklatorg því að greiða manninum 1,7 milljónir króna vegna ógreiddar yfirvinnu. Þá þarf Miklatorg að greiða 1,8 milljónir í málskostnað vegna málsins.
Dómsmál IKEA Tengdar fréttir Bakari lagði Ikea og fær yfirvinnuna greidda Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. 30. október 2017 22:16 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Bakari lagði Ikea og fær yfirvinnuna greidda Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. 30. október 2017 22:16