Lykke Li með tónleika í Hörpu Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 7. maí 2019 10:00 Þetta verða fyrstu tónleikar söngkonunnar á Íslandi. nordicphotos/Getty Sænska tónlistarkonan Lykke Li heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi fimmtudaginn 4. júlí í sumar. Tónleikarnir verða í Silfurbergi í Hörpu og eru hluti af tónleikaferðalagi til að fylgja eftir plötunni So sad, so sexy, sem hefur hlotið einróma lof. Fyrsta EP-plata hennar, Little bit, kom út árið 2008 og varð þó nokkuð vinsæl hérlendis en stjarna Lykke Li hefur skinið skærar og skærar með árunum. Hennar helstu smellir eru til að mynda I follow rivers og No rest for the wicked. Lykke Li heitir fullu nafni Li Lykke Timotej Zachrisson og er fædd 11. mars árið 1986 í bænum Ystad á Skáni í Suður-Svíþjóð. Mamma hennar var ljósmyndari og pabbi hennar er í pönk-bandinu Dag Vag, svo ætla má að tónlistarhæfileikana hafi hún að einhverju leyti frá honum. Þegar söngkonan var 6 ára fluttist fjölskylda hennar til Stokkhólms og svo á fjallstopp í Portúgal þar sem hún dvaldi í 5 ár. Í kjölfarið bjó hún meðal annars í Lissabon í Portúgal, Marokkó, Nepal og Indlandi og því má segja að hún hafi átt nokkuð fjölbreytta æsku.Lykke Li heitir fullu nafni Li Lykke Timotej Zachrisson.Lykke Li lék í sinni fyrstu bíómynd árið 2014 en þá fór hún með hlutverk í sænsku krimmamyndinni Tommy. Árið 2017 lék hún svo í kvikmynd Terrence Malick, Song to Song, ásamt leikurunum Ryan Gosling, Natalie Portman og Michael Fassbender. Söngkonan segist vera undir áhrifum frá Neil Young, The Shangri-Las, Bítlunum og The Rolling Stones í tónlistargerð sinni. Hún er mikill aðdáandi hugleiðslu og segir hana hafa hjálpað sér mikið við lagasmíðar. „Áður fyrr gat ég bara skrifað örfáar setningar og svo varð ég að taka hlé frá skrifunum. Eftir að ég byrjaði að hugleiða breyttist það alveg og ég gat sest niður og klárað heilt lag á örskotsstund. Það var eins og einhver innri flóðgátt hefði opnast.“ Lykke Li eignaðist soninn Dion með tónlistarframleiðandanum Jeff Bhasker en hann hefur unnið með stórstjörnum á borð við Kanye West og Mark Ronson. Frekari upplýsingar um miðasölu verða kynntar síðar í mánuðinum. Tónlist Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Sjá meira
Sænska tónlistarkonan Lykke Li heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi fimmtudaginn 4. júlí í sumar. Tónleikarnir verða í Silfurbergi í Hörpu og eru hluti af tónleikaferðalagi til að fylgja eftir plötunni So sad, so sexy, sem hefur hlotið einróma lof. Fyrsta EP-plata hennar, Little bit, kom út árið 2008 og varð þó nokkuð vinsæl hérlendis en stjarna Lykke Li hefur skinið skærar og skærar með árunum. Hennar helstu smellir eru til að mynda I follow rivers og No rest for the wicked. Lykke Li heitir fullu nafni Li Lykke Timotej Zachrisson og er fædd 11. mars árið 1986 í bænum Ystad á Skáni í Suður-Svíþjóð. Mamma hennar var ljósmyndari og pabbi hennar er í pönk-bandinu Dag Vag, svo ætla má að tónlistarhæfileikana hafi hún að einhverju leyti frá honum. Þegar söngkonan var 6 ára fluttist fjölskylda hennar til Stokkhólms og svo á fjallstopp í Portúgal þar sem hún dvaldi í 5 ár. Í kjölfarið bjó hún meðal annars í Lissabon í Portúgal, Marokkó, Nepal og Indlandi og því má segja að hún hafi átt nokkuð fjölbreytta æsku.Lykke Li heitir fullu nafni Li Lykke Timotej Zachrisson.Lykke Li lék í sinni fyrstu bíómynd árið 2014 en þá fór hún með hlutverk í sænsku krimmamyndinni Tommy. Árið 2017 lék hún svo í kvikmynd Terrence Malick, Song to Song, ásamt leikurunum Ryan Gosling, Natalie Portman og Michael Fassbender. Söngkonan segist vera undir áhrifum frá Neil Young, The Shangri-Las, Bítlunum og The Rolling Stones í tónlistargerð sinni. Hún er mikill aðdáandi hugleiðslu og segir hana hafa hjálpað sér mikið við lagasmíðar. „Áður fyrr gat ég bara skrifað örfáar setningar og svo varð ég að taka hlé frá skrifunum. Eftir að ég byrjaði að hugleiða breyttist það alveg og ég gat sest niður og klárað heilt lag á örskotsstund. Það var eins og einhver innri flóðgátt hefði opnast.“ Lykke Li eignaðist soninn Dion með tónlistarframleiðandanum Jeff Bhasker en hann hefur unnið með stórstjörnum á borð við Kanye West og Mark Ronson. Frekari upplýsingar um miðasölu verða kynntar síðar í mánuðinum.
Tónlist Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Sjá meira