Innlent

Gæslan aðstoðaði skipverja úti fyrir Vatnsleysuströnd

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá björguninni í dag.
Frá björguninni í dag. Mynd/Guðmundur St. Valdimarsson.
Áhöfn á varðskipinu Tý aðstoðaði tvo skipverja við að komast í land úti fyrir Vatnsleysuströnd um hádegisbil í dag. Veiðarfæri höfðu flækst í skrúfuna á bátnum sem mennirnir voru á en léttbáturinn Flengur var notaður í fyrsta sinn við björgunina.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var varðskipið við æfingar skammt frá bátnum þegar bilun kom upp í honum. Hann var í kjölfarið dreginn í land í Vogum um klukkan 13. Atvikið var minniháttar og engan sakaði.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×