Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2019 15:07 Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, og repúblikani. Vísir/AP Ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum skrifaði í dag undir umdeilt frumvarp sem bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita af því að þær eru þungaðar. Georgía er nú með ein ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum. Frumvarpið sem repúblikanar á ríkisþingi Georgíu samþykktu í mars kveður á um að þungunarrof sé óheimilt eftir að hjartsláttur fósturs greinist. Það þýðir að þegar margar konur gera sér grein fyrir að þær séu óléttar verður þeim bannað með lögum að gangast undir þungunarrof. Repúblikaninn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, skrifaði undir frumvarpið í dag og urðu þau þar með að lögum í ríkinu. Við undirskriftina sagðist Kemp standa við loforð sitt um að koma „strangasta þungunarrofsfrumvarpi landsins“ í framkvæmd. Áður var þungunarrof bannað í Georgíu eftir tuttugustu viku meðgöngu. Nær öruggt þykir að kvenréttindasamtök og samtök lækna eigi eftir skjóta málinu til dómstóla. Kemp viðurkenndi að það yrði líklegasta niðurstaðan. Borgararéttindasamtök Bandaríkjanna (ACLU) hafa þegar boðað málsókn gegn Kemp.Sambærileg frumvörp felld úr gildi annars staðar Réttindasamtök hafa gagnrýnt frumvarpið, meðal annars á þeim forsendum að flytjendur þess ætli sér beinlínis að það komi til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar sitja nú íhaldssamir dómarar í öruggum meirihluta eftir að Donald Trump forseti skipaði tvo dómara við réttinn. Þeir gætu snúið við fordæmi Hæstaréttar sem hefur sagt konur eiga rétt á þungunarrofi um það bil fram í 24. viku. Mótmælendur klæddir í rauða kufla og hvíta hatta eins og persónur úr bókinni „Sögu þernunnar“ eftir Margaret Atwood gengu að ríkisþinghúsinu í Atlanta og andæfðu frumvarpinu í dag. Bókin, sem nýlega var gerð að sjónvarpsþætti, fjallar um framtíðarmartraðarríki þar sem konu eru hnepptar í þrældóm til að ala upp börn.Washington Post segir að læknar sem eru andsnúnir lögunum hafi bent á að það sem virðist vera hjartsláttur í sjöttu viku meðgöngu sé aðeins titringur í vef sem væri ekki til staðar án móðurinnar. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Þau hafa orðið að lögum í Kentucky, Mississippi og Ohio. Dómari lagði lögbann við gildistöku laganna í Kentucky. Ríkisdómstólar í Iowa og Norður-Dakóta töldu frumvörpin stangast á við stjórnarskrá þeirra. Nýju lögin í Georgíu fela í sér undantekningar vegna sifjaspells, nauðgana og þegar líf konu er í hættu. Ólíkt frumvörpum sem hafa verið lögð fyrir eða samþykkt annars staðar skilgreina lögin í Georgíu fóstur sem „manneskju“ eftir að hjartsláttur greinist. Bandaríkin Tengdar fréttir Georgíuríki þrengir verulega að réttinum til þungunarrofs Þungunarrof verður bannað eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. 31. mars 2019 09:39 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum skrifaði í dag undir umdeilt frumvarp sem bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita af því að þær eru þungaðar. Georgía er nú með ein ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum. Frumvarpið sem repúblikanar á ríkisþingi Georgíu samþykktu í mars kveður á um að þungunarrof sé óheimilt eftir að hjartsláttur fósturs greinist. Það þýðir að þegar margar konur gera sér grein fyrir að þær séu óléttar verður þeim bannað með lögum að gangast undir þungunarrof. Repúblikaninn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, skrifaði undir frumvarpið í dag og urðu þau þar með að lögum í ríkinu. Við undirskriftina sagðist Kemp standa við loforð sitt um að koma „strangasta þungunarrofsfrumvarpi landsins“ í framkvæmd. Áður var þungunarrof bannað í Georgíu eftir tuttugustu viku meðgöngu. Nær öruggt þykir að kvenréttindasamtök og samtök lækna eigi eftir skjóta málinu til dómstóla. Kemp viðurkenndi að það yrði líklegasta niðurstaðan. Borgararéttindasamtök Bandaríkjanna (ACLU) hafa þegar boðað málsókn gegn Kemp.Sambærileg frumvörp felld úr gildi annars staðar Réttindasamtök hafa gagnrýnt frumvarpið, meðal annars á þeim forsendum að flytjendur þess ætli sér beinlínis að það komi til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar sitja nú íhaldssamir dómarar í öruggum meirihluta eftir að Donald Trump forseti skipaði tvo dómara við réttinn. Þeir gætu snúið við fordæmi Hæstaréttar sem hefur sagt konur eiga rétt á þungunarrofi um það bil fram í 24. viku. Mótmælendur klæddir í rauða kufla og hvíta hatta eins og persónur úr bókinni „Sögu þernunnar“ eftir Margaret Atwood gengu að ríkisþinghúsinu í Atlanta og andæfðu frumvarpinu í dag. Bókin, sem nýlega var gerð að sjónvarpsþætti, fjallar um framtíðarmartraðarríki þar sem konu eru hnepptar í þrældóm til að ala upp börn.Washington Post segir að læknar sem eru andsnúnir lögunum hafi bent á að það sem virðist vera hjartsláttur í sjöttu viku meðgöngu sé aðeins titringur í vef sem væri ekki til staðar án móðurinnar. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Þau hafa orðið að lögum í Kentucky, Mississippi og Ohio. Dómari lagði lögbann við gildistöku laganna í Kentucky. Ríkisdómstólar í Iowa og Norður-Dakóta töldu frumvörpin stangast á við stjórnarskrá þeirra. Nýju lögin í Georgíu fela í sér undantekningar vegna sifjaspells, nauðgana og þegar líf konu er í hættu. Ólíkt frumvörpum sem hafa verið lögð fyrir eða samþykkt annars staðar skilgreina lögin í Georgíu fóstur sem „manneskju“ eftir að hjartsláttur greinist.
Bandaríkin Tengdar fréttir Georgíuríki þrengir verulega að réttinum til þungunarrofs Þungunarrof verður bannað eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. 31. mars 2019 09:39 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Georgíuríki þrengir verulega að réttinum til þungunarrofs Þungunarrof verður bannað eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. 31. mars 2019 09:39