Gestum Bláa lónsins fækkaði í fyrsta sinn í mörg ár Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. maí 2019 06:15 Vöxtur Bláa lónsins hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Fréttablaðið/Ernir Gestum Bláa lónsins fækkaði í apríl miðað við sama mánuð í fyrra en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem ferðaþjónusturisinn fær færri gesti til sín en árið á undan. Þetta staðfestir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, í samtali við Markaðinn. „Við fundum fyrir fækkun í fjölda ferðamanna í apríl eins og aðrir í greininni. Ég myndi halda að þetta sé í fyrsta skiptið í sex eða sjö ár sem greinin er að sjá svona fækkun á milli ára,“ segir Grímur en bætir við að bókunarstaðan fyrir sumarið sé góð. Erlendum ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 18,5 prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Grímur segir að aprílmánuður hafi verið óvenjulegur þar sem miklar sviptingar hafi verið í fluggeiranum og nefnir hann í því samhengi fall WOW air, kyrrsetningu Boeing MAX-vélanna og verkfallið hjá SAS. „Síðan voru tveir dagar í apríl þar sem allt var á öðrum endanum í Leifsstöð vegna óveðurs. Það má segja að þetta hafi allt lagst á eitt,“ segir Grímur. Þá sé jákvætt að búið sé að eyða óvissu á vinnumarkaði og óvissunni í kringum WOW air. Miðað við stöðuna í byrjun árs sé útlit fyrir prýðisár í ferðaþjónustu. Tekjur Bláa lónsins, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, námu um 15,5 milljörðum króna frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra. Hagnaður félagsins var ríflega 2,6 milljarðar króna á tímabilinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Gestum Bláa lónsins fækkaði í apríl miðað við sama mánuð í fyrra en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem ferðaþjónusturisinn fær færri gesti til sín en árið á undan. Þetta staðfestir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, í samtali við Markaðinn. „Við fundum fyrir fækkun í fjölda ferðamanna í apríl eins og aðrir í greininni. Ég myndi halda að þetta sé í fyrsta skiptið í sex eða sjö ár sem greinin er að sjá svona fækkun á milli ára,“ segir Grímur en bætir við að bókunarstaðan fyrir sumarið sé góð. Erlendum ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 18,5 prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Grímur segir að aprílmánuður hafi verið óvenjulegur þar sem miklar sviptingar hafi verið í fluggeiranum og nefnir hann í því samhengi fall WOW air, kyrrsetningu Boeing MAX-vélanna og verkfallið hjá SAS. „Síðan voru tveir dagar í apríl þar sem allt var á öðrum endanum í Leifsstöð vegna óveðurs. Það má segja að þetta hafi allt lagst á eitt,“ segir Grímur. Þá sé jákvætt að búið sé að eyða óvissu á vinnumarkaði og óvissunni í kringum WOW air. Miðað við stöðuna í byrjun árs sé útlit fyrir prýðisár í ferðaþjónustu. Tekjur Bláa lónsins, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, námu um 15,5 milljörðum króna frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra. Hagnaður félagsins var ríflega 2,6 milljarðar króna á tímabilinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira