Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Sveinn Arnarsson skrifar 8. maí 2019 07:15 Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, sést hér í ræðustól við umræðurnar í gær. Mikill hiti var í umræðunum og þurfti þingforseti að biðja Ingu Sæland að gæta orða sinna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Atkvæðagreiðslu um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var frestað í gærkvöld eftir þriðju umræðu. Verður atkvæðagreiðsla um frumvarpið ekki haldin fyrr en í næstu viku. Mikill hiti var í umræðum á þinginu þar sem hart var tekist á um málið. Umræður stóðu yfir langt fram á kvöld. Nokkrar breytingartillögur voru lagðar fram. Þar á meðal frá Guðmundi Inga Kristinssyni, þingmanni Flokks fólksins. Telur hann innihald frumvarpsins „algjörlega óverjandi, siðferðilega rangt og ganga gegn lífsrétti ófæddra barna“. Breytingartillaga Guðmundar Inga gengur svo langt að réttindi kvenna hefðu verið færð aftur til ársins 1974. Samkvæmt tillögunni væru konur neyddar til að eiga fötluð börn og völd þeirra til sjálfsákvörðunar tekin af þeim. Áður en hægt var að ganga til dagskrár vildu margir þingmenn ræða um fundarstjórn forseta vegna þess að frumvarpið væri á dagskrá. Einn þeirra, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, hafði sig hvað mest í frammi og talaði um að konur dræpu börn sín í móðurkviði, við lítinn fögnuð forseta þingsins. „Það er markmiðið að þetta verði gert [að lagafrumvarpið verði að lögum] og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum. Þegar við tökum hér ákvörðun um að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Og ég mun alltaf segja nei,“ sagði formaður Flokks fólksins. Steingrímur J. Sigfússon bað þingmanninn um að gæta orða sinna. „Forseti biður háttvirta þingmenn að gæta orða sinna, hafa ró í salnum og ég mun ekki líða orðbragð eða framgöngu af þessu tagi,“ sagði Steingrímur. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði þess að gerð yrði breyting á frumvarpinu og umræðu um það frestað fram í næstu viku. Við því var hins vegar ekki orðið. „Nú liggur fyrir að tveir þingmenn hafa lagt fram breytingartillögur til að gera tilraun til að ná slíkri sátt sem náðist ekki greinilega í velferðarnefnd,“ sagði Óli Björn á þingi í gær. „Á grundvelli þess hef ég óskað eftir því að umræðunni verði frestað um nokkra daga, það er nú það eina sem beðið er um.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þungunarrof Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var frestað í gærkvöld eftir þriðju umræðu. Verður atkvæðagreiðsla um frumvarpið ekki haldin fyrr en í næstu viku. Mikill hiti var í umræðum á þinginu þar sem hart var tekist á um málið. Umræður stóðu yfir langt fram á kvöld. Nokkrar breytingartillögur voru lagðar fram. Þar á meðal frá Guðmundi Inga Kristinssyni, þingmanni Flokks fólksins. Telur hann innihald frumvarpsins „algjörlega óverjandi, siðferðilega rangt og ganga gegn lífsrétti ófæddra barna“. Breytingartillaga Guðmundar Inga gengur svo langt að réttindi kvenna hefðu verið færð aftur til ársins 1974. Samkvæmt tillögunni væru konur neyddar til að eiga fötluð börn og völd þeirra til sjálfsákvörðunar tekin af þeim. Áður en hægt var að ganga til dagskrár vildu margir þingmenn ræða um fundarstjórn forseta vegna þess að frumvarpið væri á dagskrá. Einn þeirra, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, hafði sig hvað mest í frammi og talaði um að konur dræpu börn sín í móðurkviði, við lítinn fögnuð forseta þingsins. „Það er markmiðið að þetta verði gert [að lagafrumvarpið verði að lögum] og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum. Þegar við tökum hér ákvörðun um að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Og ég mun alltaf segja nei,“ sagði formaður Flokks fólksins. Steingrímur J. Sigfússon bað þingmanninn um að gæta orða sinna. „Forseti biður háttvirta þingmenn að gæta orða sinna, hafa ró í salnum og ég mun ekki líða orðbragð eða framgöngu af þessu tagi,“ sagði Steingrímur. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði þess að gerð yrði breyting á frumvarpinu og umræðu um það frestað fram í næstu viku. Við því var hins vegar ekki orðið. „Nú liggur fyrir að tveir þingmenn hafa lagt fram breytingartillögur til að gera tilraun til að ná slíkri sátt sem náðist ekki greinilega í velferðarnefnd,“ sagði Óli Björn á þingi í gær. „Á grundvelli þess hef ég óskað eftir því að umræðunni verði frestað um nokkra daga, það er nú það eina sem beðið er um.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þungunarrof Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira