Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Sveinn Arnarsson skrifar 8. maí 2019 07:15 Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, sést hér í ræðustól við umræðurnar í gær. Mikill hiti var í umræðunum og þurfti þingforseti að biðja Ingu Sæland að gæta orða sinna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Atkvæðagreiðslu um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var frestað í gærkvöld eftir þriðju umræðu. Verður atkvæðagreiðsla um frumvarpið ekki haldin fyrr en í næstu viku. Mikill hiti var í umræðum á þinginu þar sem hart var tekist á um málið. Umræður stóðu yfir langt fram á kvöld. Nokkrar breytingartillögur voru lagðar fram. Þar á meðal frá Guðmundi Inga Kristinssyni, þingmanni Flokks fólksins. Telur hann innihald frumvarpsins „algjörlega óverjandi, siðferðilega rangt og ganga gegn lífsrétti ófæddra barna“. Breytingartillaga Guðmundar Inga gengur svo langt að réttindi kvenna hefðu verið færð aftur til ársins 1974. Samkvæmt tillögunni væru konur neyddar til að eiga fötluð börn og völd þeirra til sjálfsákvörðunar tekin af þeim. Áður en hægt var að ganga til dagskrár vildu margir þingmenn ræða um fundarstjórn forseta vegna þess að frumvarpið væri á dagskrá. Einn þeirra, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, hafði sig hvað mest í frammi og talaði um að konur dræpu börn sín í móðurkviði, við lítinn fögnuð forseta þingsins. „Það er markmiðið að þetta verði gert [að lagafrumvarpið verði að lögum] og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum. Þegar við tökum hér ákvörðun um að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Og ég mun alltaf segja nei,“ sagði formaður Flokks fólksins. Steingrímur J. Sigfússon bað þingmanninn um að gæta orða sinna. „Forseti biður háttvirta þingmenn að gæta orða sinna, hafa ró í salnum og ég mun ekki líða orðbragð eða framgöngu af þessu tagi,“ sagði Steingrímur. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði þess að gerð yrði breyting á frumvarpinu og umræðu um það frestað fram í næstu viku. Við því var hins vegar ekki orðið. „Nú liggur fyrir að tveir þingmenn hafa lagt fram breytingartillögur til að gera tilraun til að ná slíkri sátt sem náðist ekki greinilega í velferðarnefnd,“ sagði Óli Björn á þingi í gær. „Á grundvelli þess hef ég óskað eftir því að umræðunni verði frestað um nokkra daga, það er nú það eina sem beðið er um.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þungunarrof Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var frestað í gærkvöld eftir þriðju umræðu. Verður atkvæðagreiðsla um frumvarpið ekki haldin fyrr en í næstu viku. Mikill hiti var í umræðum á þinginu þar sem hart var tekist á um málið. Umræður stóðu yfir langt fram á kvöld. Nokkrar breytingartillögur voru lagðar fram. Þar á meðal frá Guðmundi Inga Kristinssyni, þingmanni Flokks fólksins. Telur hann innihald frumvarpsins „algjörlega óverjandi, siðferðilega rangt og ganga gegn lífsrétti ófæddra barna“. Breytingartillaga Guðmundar Inga gengur svo langt að réttindi kvenna hefðu verið færð aftur til ársins 1974. Samkvæmt tillögunni væru konur neyddar til að eiga fötluð börn og völd þeirra til sjálfsákvörðunar tekin af þeim. Áður en hægt var að ganga til dagskrár vildu margir þingmenn ræða um fundarstjórn forseta vegna þess að frumvarpið væri á dagskrá. Einn þeirra, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, hafði sig hvað mest í frammi og talaði um að konur dræpu börn sín í móðurkviði, við lítinn fögnuð forseta þingsins. „Það er markmiðið að þetta verði gert [að lagafrumvarpið verði að lögum] og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum. Þegar við tökum hér ákvörðun um að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Og ég mun alltaf segja nei,“ sagði formaður Flokks fólksins. Steingrímur J. Sigfússon bað þingmanninn um að gæta orða sinna. „Forseti biður háttvirta þingmenn að gæta orða sinna, hafa ró í salnum og ég mun ekki líða orðbragð eða framgöngu af þessu tagi,“ sagði Steingrímur. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði þess að gerð yrði breyting á frumvarpinu og umræðu um það frestað fram í næstu viku. Við því var hins vegar ekki orðið. „Nú liggur fyrir að tveir þingmenn hafa lagt fram breytingartillögur til að gera tilraun til að ná slíkri sátt sem náðist ekki greinilega í velferðarnefnd,“ sagði Óli Björn á þingi í gær. „Á grundvelli þess hef ég óskað eftir því að umræðunni verði frestað um nokkra daga, það er nú það eina sem beðið er um.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þungunarrof Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira