Leikmenn Liverpool áttu sumir erfitt með sig í klefanum eftir leikinn | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2019 14:00 Trent Alexander-Arnold átti mikinn þátt í sigrinum í gærkvöldi. Mynd/Twitter/@LFC Það voru miklar tilfinningar í gangi meðal leikmanna Liverpool liðsins eftir ótrúlegan endurkomusigur á stórliði Barcelona á Anfield í gærkvöldi. Það spáðu fáir því að Liverpool kæmist áfram eftir 3-0 tap á móti Barcelona í fyrri leiknum á Spáni. Leikmenn Liverpool þurftu því að þjappa sér saman og halda trúnni á hvern annan og liðið. Ekki hjálpaði til að liðið missti bæði Mohamed Salah og Roberto Firmino í meiðsli fyrir þennan mikilvæga leik. Hvernig átti lið án tveggja bestu sóknarmanna sinn að skora fjögur mörk hjá Barcelona og það sem meira er að gera það án þess að mega fá á sig mark? Það ótrúlega gerðist og Liverpool tókst að framkalla kraftaverk á stórbrotnu Evrópukvöldi á Anfield. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr búningsklefa Liverpool eftir leikinn en það birtist á samfélagsmiðlum Liverpool sem fengu örugglega mikla umferð eftir leikinn í gær. Inside the dressing room at full-time with our Reds... pic.twitter.com/n8BePcDHfY — Liverpool FC (@LFC) May 7, 2019Þar mátti sjá að margir leikmenn Liverpool áttu erfitt með sig í klefanum eftir leikinn. Þar á meðal var hinn tvítugi Trent Alexander-Arnold sem átti tvær stoðsendingar í leiknum. Í myndbandinu hér fyrir ofan má einnig sjá að enginn brosti breiðara en Mohamed Salah sem missti af leiknum vegna höfuðhöggs um síðustu helgi. Egyptinn lék við hvern sinn fingur í Liverpool klefanum í gær. Það mátti sjá Mohamed Salah meðal annars grínast við James Milner sem hafði tárast í leikslok. Salah spurði Milner hvort að hann hafi nokkuð verið búinn að plana sumarfríið sitt. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í Madrid 1. júní en ef Liverpool hefði tapað í gærkvöldi þá hefði tímabilið endað sunnudaginn 12. maí. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool samfélaginu Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. 8. maí 2019 13:00 Hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar fagnaði sigri Liverpool í Meistaradeildinni í gær og ekki að ástæðulausu. 8. maí 2019 11:30 Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Sjá meira
Það voru miklar tilfinningar í gangi meðal leikmanna Liverpool liðsins eftir ótrúlegan endurkomusigur á stórliði Barcelona á Anfield í gærkvöldi. Það spáðu fáir því að Liverpool kæmist áfram eftir 3-0 tap á móti Barcelona í fyrri leiknum á Spáni. Leikmenn Liverpool þurftu því að þjappa sér saman og halda trúnni á hvern annan og liðið. Ekki hjálpaði til að liðið missti bæði Mohamed Salah og Roberto Firmino í meiðsli fyrir þennan mikilvæga leik. Hvernig átti lið án tveggja bestu sóknarmanna sinn að skora fjögur mörk hjá Barcelona og það sem meira er að gera það án þess að mega fá á sig mark? Það ótrúlega gerðist og Liverpool tókst að framkalla kraftaverk á stórbrotnu Evrópukvöldi á Anfield. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr búningsklefa Liverpool eftir leikinn en það birtist á samfélagsmiðlum Liverpool sem fengu örugglega mikla umferð eftir leikinn í gær. Inside the dressing room at full-time with our Reds... pic.twitter.com/n8BePcDHfY — Liverpool FC (@LFC) May 7, 2019Þar mátti sjá að margir leikmenn Liverpool áttu erfitt með sig í klefanum eftir leikinn. Þar á meðal var hinn tvítugi Trent Alexander-Arnold sem átti tvær stoðsendingar í leiknum. Í myndbandinu hér fyrir ofan má einnig sjá að enginn brosti breiðara en Mohamed Salah sem missti af leiknum vegna höfuðhöggs um síðustu helgi. Egyptinn lék við hvern sinn fingur í Liverpool klefanum í gær. Það mátti sjá Mohamed Salah meðal annars grínast við James Milner sem hafði tárast í leikslok. Salah spurði Milner hvort að hann hafi nokkuð verið búinn að plana sumarfríið sitt. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í Madrid 1. júní en ef Liverpool hefði tapað í gærkvöldi þá hefði tímabilið endað sunnudaginn 12. maí.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool samfélaginu Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. 8. maí 2019 13:00 Hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar fagnaði sigri Liverpool í Meistaradeildinni í gær og ekki að ástæðulausu. 8. maí 2019 11:30 Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Sjá meira
Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool samfélaginu Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. 8. maí 2019 13:00
Hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar fagnaði sigri Liverpool í Meistaradeildinni í gær og ekki að ástæðulausu. 8. maí 2019 11:30
Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00
Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00
Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30