Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir skrifar 8. maí 2019 15:24 Þegar þetta er ritað bíða um 330 börn eftir þjónustu hjá Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS). Allt börn (og um leið fjölskyldur þeirra) með verulegan vanda sem birtist á heimilinu, í skólanum eða hvoru tveggja. Mörg bíða eftir ADHD greiningu og meðferð í framhaldinu. Ógreint og ómeðhöndlað ADHD bitnar ekki aðeins á barninu heldur allri fjölskyldu þess sem og öðrum sem koma að daglegri umönnun þess. Hlutdeild ÞHS í geðheilbrigðisþjónustu barna að 18 ára aldri hefur stóraukist á síðustu árum sem helgast að hluta til vegna tilfærslu á skjólstæðingum BUGL og GRR. Báðar stofnanir hafa þrengt inntökuskilyrði (til samræmis við hlutverk 3. stigs stofnanna) og þar með hætt þjónustu við ákveðna hópa. Í kjölfarið tók ÞHS yfir þjónustuna og stækkaði því markhópurinn verulega eða u.þ.b. 55-60%.Styðjum við þegna framtíðar Vandi barns hverfur hvorki né minnkar á meðan beðið er, heldur vindur upp á sig og getur orðið illviðráðanlegur. Foreldrar í þessari stöðu kljást iðulega við kvíða og streitu, þar sem vandi barnsins er oftar en ekki krefjandi og hefur þróast yfir langan tíma. Foreldrum kemur ekki alltaf saman um hvernig bregðast eigi við aðstæðum, sem eykur enn á streitu og álag á alla nákomna. Í ofanálag þurfa foreldrar oftar en ekki að taka sér frí frá vinnu m.a. til að vinna með skóla barnsins. Í skóla snýst málið bæði um námsvanda og hegðunarvanda. Barnið dregst aftur úr í námi og mörg hver ná aldrei að vinna upp forskot jafnaldra. Félagsleg staða barnsins hríðversnar og sjálfsmynd þess skaðast. Greining er ekki stimpill heldur svar við því hvað sé að og útskýrir um leið hverjar þarfir viðkomandi séu. Vandað greiningarferli er lykill að næstu skrefum og oft má strax á fyrstu stigum segja til um aðgerðir sem að öllum líkindum bæta stöðuna á meðan beðið er. Rannsóknir sýna jafnframt að því fyrr á uppvaxtarárum sem ADHD greinist og meðferð hefst í kjölfarið minnkar áhætta á alvarlegum fylgiröskunum sem hamlað geta þroska barns. Barn með ADHD sem þarf að bíða eftir greiningu eða fær ekki nauðsynlega meðferð á réttum tíma á í hættu að dragast aftur úr í námi og fylgja ekki jafnöldum sínum hvað félagslegan þroska varðar. Sjálfsmyndin getur laskast verulega og líkur á brottfalli úr framhaldsskóla aukast. Veruleg hætta er á að vandi á fyrstu árum barns sem ekki er unnið úr, vaxi og breiðist út yfir fleiri svið. Þetta getur leitt til viðvarandi hegðunar- og tilfinningavanda á unglings- og fullorðinsárum. Þessi sömu atriði auka um leið líkur á að einstaklingur þrói með sér fíkn, hvort heldur um ræðir misnotkun ávanabindandi efna, tölvufíkn, matarfíkn, kvíða og þunglyndi svo eitthvað sé talið til. Varla hefur farið fram hjá neinum að mörgu ungu fólki í dag líður illa, það flosnar úr námi og nær hvorki að fóta sig á atvinnumarkaði né í lífinu almennt. Mikilvægt er að styðja við þá einstaklinga og koma þannig í veg fyrir viðvarandi og vaxandi vanda.Þroska- og hegðunarstöð ÞHS sér m.a. um að framkvæma greiningar á börnum með ADHD upp að 18 ára aldri. Á heimasíðu ÞHS má finna hvaða þjónustu er mælt með eftir greiningu, t.d. á ADHD:Aðgerðir til að styðja við nám, hegðun og líðan barns í skólaMismunandi færniþjálfun eða meðferð barns í einstaklings- eða hóptímumStuðningur við foreldra í formi ráðgjafar, fræðslu eða námskeiðaMeðferð fyrir barn og/eða foreldra hjá sérfræðingum eða sérhæfðum þjónustustofnunum. Viðvarandi óvissa hefur ríkt um framtíð starfsemi ÞHS og stöðin hvorki haft nægilegt fjármagn né mannafla til að sinna þeim fjölda erinda sem berast og halda uppi þjónustu í samræmi við þarfir. Stöðin hefur neyðst til að draga úr ýmsum úrræðum. Þar ber kannski helst að nefna þjónustu við landsbyggðina sem víða var þegar af skornum skammti, en 25-30% tilvísana á stöðina koma frá landsbyggðinni. Starfsemi sem fram fer á Þroska og hegðunarstöð er m.a. fyrirbyggjandi og núverandi staða á engan hátt viðunnandi. Geðheilbrigðisþjónusta við börn á að vera í forgangi og því er mikilvægt að koma í veg fyrir að biðlistar eftir þjónustu myndist. Snúum vörn í sókn. Óbreytt ástand mun ella auka á vanda okkar framtíðarþegna og um leið samfélagsins í heild.Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD samtakannaSólveig Ásgrímsdóttir, stjórnarmaður ADHD samtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Ásgrímsdóttir Mest lesið Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þetta er ritað bíða um 330 börn eftir þjónustu hjá Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS). Allt börn (og um leið fjölskyldur þeirra) með verulegan vanda sem birtist á heimilinu, í skólanum eða hvoru tveggja. Mörg bíða eftir ADHD greiningu og meðferð í framhaldinu. Ógreint og ómeðhöndlað ADHD bitnar ekki aðeins á barninu heldur allri fjölskyldu þess sem og öðrum sem koma að daglegri umönnun þess. Hlutdeild ÞHS í geðheilbrigðisþjónustu barna að 18 ára aldri hefur stóraukist á síðustu árum sem helgast að hluta til vegna tilfærslu á skjólstæðingum BUGL og GRR. Báðar stofnanir hafa þrengt inntökuskilyrði (til samræmis við hlutverk 3. stigs stofnanna) og þar með hætt þjónustu við ákveðna hópa. Í kjölfarið tók ÞHS yfir þjónustuna og stækkaði því markhópurinn verulega eða u.þ.b. 55-60%.Styðjum við þegna framtíðar Vandi barns hverfur hvorki né minnkar á meðan beðið er, heldur vindur upp á sig og getur orðið illviðráðanlegur. Foreldrar í þessari stöðu kljást iðulega við kvíða og streitu, þar sem vandi barnsins er oftar en ekki krefjandi og hefur þróast yfir langan tíma. Foreldrum kemur ekki alltaf saman um hvernig bregðast eigi við aðstæðum, sem eykur enn á streitu og álag á alla nákomna. Í ofanálag þurfa foreldrar oftar en ekki að taka sér frí frá vinnu m.a. til að vinna með skóla barnsins. Í skóla snýst málið bæði um námsvanda og hegðunarvanda. Barnið dregst aftur úr í námi og mörg hver ná aldrei að vinna upp forskot jafnaldra. Félagsleg staða barnsins hríðversnar og sjálfsmynd þess skaðast. Greining er ekki stimpill heldur svar við því hvað sé að og útskýrir um leið hverjar þarfir viðkomandi séu. Vandað greiningarferli er lykill að næstu skrefum og oft má strax á fyrstu stigum segja til um aðgerðir sem að öllum líkindum bæta stöðuna á meðan beðið er. Rannsóknir sýna jafnframt að því fyrr á uppvaxtarárum sem ADHD greinist og meðferð hefst í kjölfarið minnkar áhætta á alvarlegum fylgiröskunum sem hamlað geta þroska barns. Barn með ADHD sem þarf að bíða eftir greiningu eða fær ekki nauðsynlega meðferð á réttum tíma á í hættu að dragast aftur úr í námi og fylgja ekki jafnöldum sínum hvað félagslegan þroska varðar. Sjálfsmyndin getur laskast verulega og líkur á brottfalli úr framhaldsskóla aukast. Veruleg hætta er á að vandi á fyrstu árum barns sem ekki er unnið úr, vaxi og breiðist út yfir fleiri svið. Þetta getur leitt til viðvarandi hegðunar- og tilfinningavanda á unglings- og fullorðinsárum. Þessi sömu atriði auka um leið líkur á að einstaklingur þrói með sér fíkn, hvort heldur um ræðir misnotkun ávanabindandi efna, tölvufíkn, matarfíkn, kvíða og þunglyndi svo eitthvað sé talið til. Varla hefur farið fram hjá neinum að mörgu ungu fólki í dag líður illa, það flosnar úr námi og nær hvorki að fóta sig á atvinnumarkaði né í lífinu almennt. Mikilvægt er að styðja við þá einstaklinga og koma þannig í veg fyrir viðvarandi og vaxandi vanda.Þroska- og hegðunarstöð ÞHS sér m.a. um að framkvæma greiningar á börnum með ADHD upp að 18 ára aldri. Á heimasíðu ÞHS má finna hvaða þjónustu er mælt með eftir greiningu, t.d. á ADHD:Aðgerðir til að styðja við nám, hegðun og líðan barns í skólaMismunandi færniþjálfun eða meðferð barns í einstaklings- eða hóptímumStuðningur við foreldra í formi ráðgjafar, fræðslu eða námskeiðaMeðferð fyrir barn og/eða foreldra hjá sérfræðingum eða sérhæfðum þjónustustofnunum. Viðvarandi óvissa hefur ríkt um framtíð starfsemi ÞHS og stöðin hvorki haft nægilegt fjármagn né mannafla til að sinna þeim fjölda erinda sem berast og halda uppi þjónustu í samræmi við þarfir. Stöðin hefur neyðst til að draga úr ýmsum úrræðum. Þar ber kannski helst að nefna þjónustu við landsbyggðina sem víða var þegar af skornum skammti, en 25-30% tilvísana á stöðina koma frá landsbyggðinni. Starfsemi sem fram fer á Þroska og hegðunarstöð er m.a. fyrirbyggjandi og núverandi staða á engan hátt viðunnandi. Geðheilbrigðisþjónusta við börn á að vera í forgangi og því er mikilvægt að koma í veg fyrir að biðlistar eftir þjónustu myndist. Snúum vörn í sókn. Óbreytt ástand mun ella auka á vanda okkar framtíðarþegna og um leið samfélagsins í heild.Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD samtakannaSólveig Ásgrímsdóttir, stjórnarmaður ADHD samtakanna
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun