Hagsmunaaðilar kaupa samfélagsmiðlaauglýsingar gegn innflutningi á kjöti Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2019 20:00 Úr auglýsingunni sem birtist meðal annars á Youtube. Þar er varað við sýklalyfjanotkun erlendis og ónæmi fyrir þeim. Skjáskot/Youtube Á þriðja tug félagasamtaka í landbúnaði og fyrirtækja í búvöruframleiðslu kaupa nú auglýsingar með áróðri gegn innflutningi á erlendu kjöti á samfélagsmiðlinum eins og Facebook og Youtube. Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir verkefnið ekki drög að nýjum þrýstihópi. „Það er ekki skynsamlegt að flytja inn hvaða matvæli sem er þó að það sé hægt. Það gæti skapað fleiri vandamál á eyjunni okkar ef við vöndum okkur ekki,“ eru upphafsorð tæplega einnar og hálfrar mínútu langrar keyptrar auglýsingar sem birtist nú íslenskum netverjum. Titill myndbandsins er „Matvælaöryggi í fyrsta sæti“. Notandinn sem birtir myndbandið heitir „Öruggur matur“. Í lýsingu þess segir: „Aðstæður okkar – hafið og einangrunin – mynda náttúrulega vörn gegn utanaðkomandi hættum. Þessar aðstæður skapa einstakt umhverfi fyrir matvælaframleiðslu og verja hana fyrir sýkingum og sjúkdómum sem víða annars staðar eru landlægir.“ Í lok myndbandsins segir aðeins að auglýsandinn sé Hópur um örugg matvæli og er vísað á vefsíðuna Öruggurmatur.is. Þar kemur fram að 23 fyrirtæki og hagsmunasamtök tilheyri hópnum, þar á meðal Bændasamtök Íslands, Sláturfélag Suðurlands, Kjarnafæði og MS Auðhumla. Á vefsíðunni er meðal annars fjallað um sýklalyfjaónæmi í samhengi við innflutta kjötvöru og mögulega óræðan uppruna hennar.Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir í samtali við Vísi að fyrirtækin og félögin sem eigi aðild að hópnum hafi lagt fjármuni í verkefnið. Spurður að því hvort að það sé vísir að nýjum þrýstihópi eins og þekkist erlendis segir hann að ekki hafi verið stofnað sérstakt fyrirtæki eða samtök í kringum það. Spurður út í tilefni þess að hópurinn kjósi að ráðast í auglýsingaherferð gegn innflutningi á erlendu kjöti nú vísar Sigurður til umræðu og frumvarps um að opna á innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. Hann segir verkefnið þó ekki bein viðbrögð við frumvarpinu sem liggi fyrir á Alþingi. „Við erum að benda á ákveðin atriði sem er rétt og eðlilegt fyrir okkur innlenda framleiðendur að vekja athygli á,“ segir Sigurður. Auglýsingar hafa einnig verið keyptar á Facebook, íslenskum vefmiðlum og á prenti, að sögn Tjörva Bjarnasonar, sviðsstjóra útgáfu- og kynningarsviðs Bændasamtakanna. Um mánaðarbirtingu sé að ræða sem sé að ljúka. Markmiðið sé þó að byggja ofan á vefsíðuna og nota vettvanginn áfram í framtíðinni. Fjárhagsáætlun verkefnisins geri ráð fyrir um átján milljónum króna í verkefnið en ekki sé þó búið að fullfjármagna það enn. Um helmingur fjármagnsins hafi verið nýttur í birtingu auglýsinga og hinn í framleiðslu þeirra. Aðstandendur hópsins hafi stofnað til samstarfsins í kjölfar umræðu um innflutning á ófrosnu kjöti. „Það er ekkert leyndarmál að kveikjan að þessu er bara þessi umræða í tengslum við hráakjötsmálið. Þar eru hagsmunahópar innan landbúnaðarins sem eru sammála um ákveðna þætti sem við erum að vara við,“ segir Tjörvi og nefnir sérstaklega hættu vegna sýklalyfjaónæmis. Landbúnaður Tengdar fréttir Átök um fisk og kjöt á lokametrunum Stór mál bíða afgreiðslu þingsins en sex vikur eru til stefnu. Fullveldið sjálft er undir í umræðum um kjöt og orku. 24. apríl 2019 08:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Á þriðja tug félagasamtaka í landbúnaði og fyrirtækja í búvöruframleiðslu kaupa nú auglýsingar með áróðri gegn innflutningi á erlendu kjöti á samfélagsmiðlinum eins og Facebook og Youtube. Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir verkefnið ekki drög að nýjum þrýstihópi. „Það er ekki skynsamlegt að flytja inn hvaða matvæli sem er þó að það sé hægt. Það gæti skapað fleiri vandamál á eyjunni okkar ef við vöndum okkur ekki,“ eru upphafsorð tæplega einnar og hálfrar mínútu langrar keyptrar auglýsingar sem birtist nú íslenskum netverjum. Titill myndbandsins er „Matvælaöryggi í fyrsta sæti“. Notandinn sem birtir myndbandið heitir „Öruggur matur“. Í lýsingu þess segir: „Aðstæður okkar – hafið og einangrunin – mynda náttúrulega vörn gegn utanaðkomandi hættum. Þessar aðstæður skapa einstakt umhverfi fyrir matvælaframleiðslu og verja hana fyrir sýkingum og sjúkdómum sem víða annars staðar eru landlægir.“ Í lok myndbandsins segir aðeins að auglýsandinn sé Hópur um örugg matvæli og er vísað á vefsíðuna Öruggurmatur.is. Þar kemur fram að 23 fyrirtæki og hagsmunasamtök tilheyri hópnum, þar á meðal Bændasamtök Íslands, Sláturfélag Suðurlands, Kjarnafæði og MS Auðhumla. Á vefsíðunni er meðal annars fjallað um sýklalyfjaónæmi í samhengi við innflutta kjötvöru og mögulega óræðan uppruna hennar.Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir í samtali við Vísi að fyrirtækin og félögin sem eigi aðild að hópnum hafi lagt fjármuni í verkefnið. Spurður að því hvort að það sé vísir að nýjum þrýstihópi eins og þekkist erlendis segir hann að ekki hafi verið stofnað sérstakt fyrirtæki eða samtök í kringum það. Spurður út í tilefni þess að hópurinn kjósi að ráðast í auglýsingaherferð gegn innflutningi á erlendu kjöti nú vísar Sigurður til umræðu og frumvarps um að opna á innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. Hann segir verkefnið þó ekki bein viðbrögð við frumvarpinu sem liggi fyrir á Alþingi. „Við erum að benda á ákveðin atriði sem er rétt og eðlilegt fyrir okkur innlenda framleiðendur að vekja athygli á,“ segir Sigurður. Auglýsingar hafa einnig verið keyptar á Facebook, íslenskum vefmiðlum og á prenti, að sögn Tjörva Bjarnasonar, sviðsstjóra útgáfu- og kynningarsviðs Bændasamtakanna. Um mánaðarbirtingu sé að ræða sem sé að ljúka. Markmiðið sé þó að byggja ofan á vefsíðuna og nota vettvanginn áfram í framtíðinni. Fjárhagsáætlun verkefnisins geri ráð fyrir um átján milljónum króna í verkefnið en ekki sé þó búið að fullfjármagna það enn. Um helmingur fjármagnsins hafi verið nýttur í birtingu auglýsinga og hinn í framleiðslu þeirra. Aðstandendur hópsins hafi stofnað til samstarfsins í kjölfar umræðu um innflutning á ófrosnu kjöti. „Það er ekkert leyndarmál að kveikjan að þessu er bara þessi umræða í tengslum við hráakjötsmálið. Þar eru hagsmunahópar innan landbúnaðarins sem eru sammála um ákveðna þætti sem við erum að vara við,“ segir Tjörvi og nefnir sérstaklega hættu vegna sýklalyfjaónæmis.
Landbúnaður Tengdar fréttir Átök um fisk og kjöt á lokametrunum Stór mál bíða afgreiðslu þingsins en sex vikur eru til stefnu. Fullveldið sjálft er undir í umræðum um kjöt og orku. 24. apríl 2019 08:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Átök um fisk og kjöt á lokametrunum Stór mál bíða afgreiðslu þingsins en sex vikur eru til stefnu. Fullveldið sjálft er undir í umræðum um kjöt og orku. 24. apríl 2019 08:00