Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. maí 2019 06:15 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill efla einkarekna fjölmiðla. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er auðvitað margbrotið mál sem margir hjá okkur hafa áhuga á og þurfa að tjá sig um. Þannig tekur það smá tíma að fara í gegnum þær umræður,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarpið fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en það var afgreitt úr ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Birgir segir málið í áframhaldandi meðferð hjá þingflokknum. „Við kláruðum það ekki á þessum fundi en fengum fína kynningu á því frá ráðherra. Við eigum eftir að ræða það betur í okkar hópi.“ Frá því að fyrstu drög frumvarpsins voru kynnt í lok janúar síðastliðins hefur það verið til vinnslu í ráðuneytinu. Bætt hefur verið við ákvæði um sérstakan stuðning við einkarekna fjölmiðla sem nemur allt að 5,15 prósentum af launakostnaði sem fellur undir lægra skattþrep tekjuskatts. Gert er ráð fyrir að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa nemi um 170 milljónum króna. Þá hefur verið bætt við greinargerð frumvarpsins stuttri málsgrein sem kemur inn á stöðu RÚV. Þar segir að athuga eigi hvort breyta skuli tekjuuppbyggingu RÚV, þar á meðal hvort draga skuli úr umsvifum á auglýsingamarkaði eða að fjármögnun verði aðeins byggð á opinberum fjármunum. Stefnt er að því að ljúka þeirri athugun fyrir árslok þegar samningur RÚV og ráðuneytisins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu rennur út. Alls bárust 29 umsagnir um málið meðan það var í samráðsferli í Samráðsgátt stjórnvalda. Flestar þeirra voru frá fjölmiðlum og sneru að skilyrðum fyrir styrkveitingum. Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu nú að ekki hafi þótt ástæða til að breyta einstökum ákvæðum þess. Þó hafi verið tekið tillit til umsagna og athugasemda eftir atvikum í endanlegri greinargerð. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Þetta er auðvitað margbrotið mál sem margir hjá okkur hafa áhuga á og þurfa að tjá sig um. Þannig tekur það smá tíma að fara í gegnum þær umræður,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarpið fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en það var afgreitt úr ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Birgir segir málið í áframhaldandi meðferð hjá þingflokknum. „Við kláruðum það ekki á þessum fundi en fengum fína kynningu á því frá ráðherra. Við eigum eftir að ræða það betur í okkar hópi.“ Frá því að fyrstu drög frumvarpsins voru kynnt í lok janúar síðastliðins hefur það verið til vinnslu í ráðuneytinu. Bætt hefur verið við ákvæði um sérstakan stuðning við einkarekna fjölmiðla sem nemur allt að 5,15 prósentum af launakostnaði sem fellur undir lægra skattþrep tekjuskatts. Gert er ráð fyrir að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa nemi um 170 milljónum króna. Þá hefur verið bætt við greinargerð frumvarpsins stuttri málsgrein sem kemur inn á stöðu RÚV. Þar segir að athuga eigi hvort breyta skuli tekjuuppbyggingu RÚV, þar á meðal hvort draga skuli úr umsvifum á auglýsingamarkaði eða að fjármögnun verði aðeins byggð á opinberum fjármunum. Stefnt er að því að ljúka þeirri athugun fyrir árslok þegar samningur RÚV og ráðuneytisins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu rennur út. Alls bárust 29 umsagnir um málið meðan það var í samráðsferli í Samráðsgátt stjórnvalda. Flestar þeirra voru frá fjölmiðlum og sneru að skilyrðum fyrir styrkveitingum. Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu nú að ekki hafi þótt ástæða til að breyta einstökum ákvæðum þess. Þó hafi verið tekið tillit til umsagna og athugasemda eftir atvikum í endanlegri greinargerð.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira